Geggjaður sigur á Grindvíkingum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.12.2019
kl. 11.54
Tindastóll og Grindavík mættust í Síkinu í gærkvöldi og er óhætt að fullyrða að um fyrirtaks skemmtun hafi verið að ræða. Stólarnir hittu sjálfsagt á einn sinn albesta leik í langan tíma, sóknarleikurinn var lengstum suddalega flottur og ekki skemmdi fyrir að Gerel Simmons var hreinlega unaðslegur. Lið Tindastóls náði góðu forskoti í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir stórleik Sigtryggs Arnars náðu gestirnir ekki að draga á heimamenn sem sigruðu að lokum 106-88.
Meira