Basl í Breiðholti
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.12.2019
kl. 09.14
Tindastólsmenn brutust í gær suður yfir snjóhuldar heiðar og alla leið í Breiðholtið þar sem baráttuglaðir Hellisbúar biðu eftir þeim. Það hafa oftar en ekki verið hörkuleikir á milli Stólanna og ÍR og sú varð raunin í gær en því miður voru það heimamenn sem reyndust sterkari að þessu sinni. Þeir höfðu frumkvæðið lengstum í leiknum og lið Tindastóls náði ekki nægilegu áhrifaríku áhlaupi á lokakafla leiksins til að snúa leiknum sér í vil. Lokatölur því 92-84 fyrir ÍR.
Meira