Vítaspyrnukeppni í Lengjubikarnum – Myndband og myndaveisla
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur
30.04.2019
kl. 14.55
Það var hörkuleikur í úrslitum C riðli Lengjubikars kvenna á Sauðárkróksvelli sl. sunnudag þegar stelpurnar í Tindastóli tóku á móti Þrótturum úr Reykjavík. Leikurinn endaði 4-4 og því var strax í vítaspyrnukeppni til að ná fram úrslitum og þar komust Stólar yfir á ný þegar ein gestanna skaut í þverslá. Þá þurftu Stólar að nýta sínar spyrnur en eins og áður var lukkan ekki með þeim því tvær spyrnanna fóru forgörðum og Þróttarar fögnuðu sigri.
Meira