Íþróttir

Slæmur þriðji leikhluti felldi Stólana í Sláturhúsinu

Tindastólsmenn léku fyrsta leik sinn á nýju ári í Keflavík í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og liðin skiptust á um að hafa forystuna. Staðan var enda hnífjöfn í hálfleik, 47-47, en í þriðja leikhluta sýndu heimamenn gestunum sparihliðina og skoruðu nánast að vild á meðan sóknarleikur Tindastóls var þvingaður. Að leikhlutanum loknum munaði 18 stigum á liðunum og þrátt fyrir ágætt áhlaup Stólanna þá fór svo að lokum að Keflavík sigraði 95-84.
Meira

Fjölniskonur reyndust sterkari í Síkinu

Körfuboltinn er kominn á ról á ný og í gær mættust lið Tindastóls og Fjölnis úr Grafarvogi í hörkuleik í Síkinu. Lið gestanna var í toppsæti deildarinnar fyrir leik og hafa sennilega á að skipta besta liðinu í 1. deild. Heimastúlkur voru þó yfir í hálfleik, 48-39, en lið Fjölnis tók leikinn yfir í þriðja leikhluta og lagði þar grunninn að góðum sigri. Lið Tindastóls hefði þó með agaðri leik í lokafjórðungnum getað tekið stigin tvö en gestirnir voru sterkari á lokamínútunum og sigruðu 71-80.
Meira

Baldri leist mjög vel á Deremy

Það styttist í að Dominos-deildin fari af stað á nýjan leik en fyrstu leikirnir í síðari umferð deildarkeppninnar eru á sunnudag. Lið Tindastóls heldur suður yfir Holtavörðuheiðina á mánudaginn og lætur ekki staðar numið fyrr en komið verður í Sláturhúsið í Keflavík þar sem strákarnir mæta sterku liði heimamanna kl. 19:15.
Meira

Dagbjört Dögg Íþróttamaður USVH árið 2019

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var kjörin Íþróttamaður USVH árið 2019 en útnefningin fór fram á Staðarskálamótinu í körfubolta sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember sl. Dagbjört Dögg spilar körfubolta með úrvalsdeildarliði Vals og var valin besti varnarmaður liðsins á tímabilinu og eins og fram kemur á heimasíðu USVH varð Dagbjört Íslands-, bikar- og deildarmeistari á liðnu ári.
Meira

Geiger gengur til liðs við Stólana

Nú tíðkast hin breiðu spjótin og á það ekki hvað síst við í Dominos-deildinni í körfubolta. Flest sterkari liða deildarinnar hafa nýtt jólafríið til að sanka að sér leikmönnum til að styrkja sig í baráttunni sem framundan er. Sagt er frá því í stuttri frétt á Fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls að þar á bæ hafi menn ákveðið að styrkja meistaraflokk karla með því að semja við Deremy Terrel Geiger um að spila með liðinu á nýju ári.
Meira

Snjólaug og Jón skotíþróttafólk ársins hjá Markviss

Skotfélagið Markviss á Blönduósi valdi á dögunum skotíþróttafólk ársins en það voru þeir sem náðu bestum árangri á árinu sem er að líða. Fyrir valinu urðu þau Snjólaug M. Jónsdóttir, fyrir árangur í haglagreinum, og Jón B. Kristjánsson, fyrir árangur í kúlugreinum. Þá hafa þau bæði starfað ötullega fyrir Markviss og verið öflug í umhverfismálum sem og við uppbyggingu á æfingasvæði félagsins.
Meira

Ísak Óli Traustason kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar

Frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var útnefndur íþróttamaður Skagafjarðar í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Auk þess var hann útnefndur frjálsíþróttamaður Tindastóls við sama tækifæri. Meistaraflokkur kvenna varð lið ársins og Sigurður Arnar Björnsson þjálfari ársins.
Meira

Minningarbikar um Stefán Guðmundsson og Hrafnhildi Stefánsdóttur til Kristu Sólar

Krista Sól Nielsen fékk á dögunum afhentan afreksbikar við athöfn Menningarsjóðs KS í Kjarnanum á Sauðárkróki. Um farandbikar er að ræða til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Krista Sól er knattspyrnukona hjá Tindastóli, fædd árið 2002.
Meira

Skráning á Króksamótið í gangi

Þann 11. janúar 2020 verður blásið til körfuboltaveislu á Króknum, Króksamótsins, sem ætluð er körfuboltakrökkum í 1.–6. bekk. Það er Fisk Seafood sem er aðal stuðningsaðili mótsins og er þátttökugjaldið krónur núll – semsagt frítt. Opið er fyrir skráningu til 5. janúar og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst svo það gleymist nú ekki.
Meira

Íþróttamaður USVH tilnefndur á laugardag

Laugardaginn 28. desember kl. 15 verður íþróttamaður USVH árið 2019 útnefndur á Staðarskálamótinu sem fram fer í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Tilnefndir eru eftirfarandi einstaklingar í stafrófsröð.
Meira