Slæmur þriðji leikhluti felldi Stólana í Sláturhúsinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.01.2020
kl. 09.02
Tindastólsmenn léku fyrsta leik sinn á nýju ári í Keflavík í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og liðin skiptust á um að hafa forystuna. Staðan var enda hnífjöfn í hálfleik, 47-47, en í þriðja leikhluta sýndu heimamenn gestunum sparihliðina og skoruðu nánast að vild á meðan sóknarleikur Tindastóls var þvingaður. Að leikhlutanum loknum munaði 18 stigum á liðunum og þrátt fyrir ágætt áhlaup Stólanna þá fór svo að lokum að Keflavík sigraði 95-84.
Meira