Tindastólsmenn sterkari á Akureyri
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.01.2020
kl. 09.22
Tindastólsmenn brunuðu norður á Akureyri í gær og léku við sprækt lið Þórsara í 16. umferð Dominos-deildarinnar. Heimamenn voru vel studdir og stemningin mögnuð í Höllinni en ríflega 500 manns skemmtu sér vel yfir fjörugum leik liðanna. Það væri kannski synd að segja að leikurinn hafi verið jafn en lið Þórs var þó aldrei nema góðum spretti frá því að stríða Stólunum. Strákarnir okkar stóðu í lappirnar á lokakaflanum og fleyttu heim góðum stiga sigri og fóru kátir heim á Krók með tvö stig í pokanum. Lokatölur 86-96.
Meira
