Keyrum þetta í gang!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.04.2019
kl. 10.33
Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mætast í Síkinu í kvöld kl. 18:30 í fimmtu og síðustu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Eftir að hafa fengið fínt start og sigrað tvær fyrstu viðureignir liðanna þá hafa Stólarnir hikstað duglega og Þórsarar gengið á lagið og kláruðu leiki þrjú og fjögur nokkuð sannfærandi. Það er því allt undir í kvöld, sæti í fjögurra liða úrslitum í húfi og lið Tindastóls þarf nú að sýna úr hverju það er gert.
Meira