Íþróttir

Fyrsti leikurinn í körfunni er í kvöld

Það er hátíð í bæ því í kvöld hefst Dominos-deildin í körfubolta á ný. Tindastólsmenn fá sprækt lið ÍR í heimsókn og það er óhætt að fullyrða að stuðningsmenn Tindastóls er fyrir löngu farið að hlakka til tímabilsins. Stólarnir hafa sjaldan eða aldrei haft úr breiðari og betri hópi leikmanna að moða og væntingarnar talsverðar fyrir tímabilið, enda liðið verið að sýna góða takta nú á undirbúningstímabilinu og helstu spekingar spá liðinu góðu gengi í vetur – jafnvel mjög góðu!
Meira

Jón Gísli Eyland leikur með U17 í dag

Hinn ungi og bráðefnilegi knattspyrnumaður í Tindastól, Jón Gísli Eyland Gíslason, er í byrjunarlandsliði Íslands U17 sem mætir Finnlandi kl. 15:00 í dag. Jón Gísli er aðeins 15 ára gamall, fæddur 2002 en lék með meistaraflokki Tindastóls í sumar. U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2018 í dag þegar liðið mætir Finnlandi, en leikið er í Finnlandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Önnur lið í riðlinum eru Rússland og Færeyjar.
Meira

Jón Stefán næsti þjálfari meistaraflokks kvenna

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur gengið frá ráðningu Jóns Stefáns Jónssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna næsta tímabil. Jón Stefán var, árið 2014, ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Tindastóls en sú ráðning gekk til baka. Jón Stefán kemur frá Val úr Reykjavík þar sem hann var í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og yngri flokka.
Meira

Sigur í rennblautum leik á Seyðisfirði - Myndband

Knattspyrnulið Tindastóls endaði tímabilið í 2. deildinni með blautum sigri á Seyðisfirði sl. laugardag er Huginn var heimsóttur. Vallaraðstæður voru ansi slæmar þar sem völlurinn var rennandi blautur og í raun hættulegur. Það fór þó þannig að sjö mörk voru skoruð og fóru Stólarnir með sigur af hólmi og öll stigin heim.
Meira

Fríar sundæfingar í Íþróttaviku Evrópu

Nú stendur yfir íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna. Í tilefni hennar stendur Sunddeild Tindastóls fyrir ýmsum viðburðum í Sundlaug Sauðárkróks, m.a. fríum sundæfingum fyrir börn og fullorðna. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Meira

Góður árangur Arnars Geirs í Ameríku

Arnar Geir Hjartarson, golfleikarinn knái frá Sauðarkróki, stundar nú nám í Bandaríkjunum auk þess að leika golf með skólaliði sínu í Missouri Valley College. Hann náði mjög góðum árangri í síðustu viku á tveimur mótum, varð annars vegar í 1. sæti og hins vegar í því 8.
Meira

Helgi Rafn skrifaði undir í gær

Enn berast fréttir úr stássstofunni á Sjávarborg en þar skrifaði kapteinninn sjálfur, Helgi Rafn Viggósson, undir tveggja ára samning við körfuboltadeild Tindastóls í gær. Vart þarf að kynna Helga Rafn, sem hefur verið burðarstykkið í liði Stólanna í áraraðir.
Meira

Hester kemur í næstu viku

Undirbúningstímabilið er hafið hjá körfuboltaliðum Dominos deildarinnar og hefur Tindastóll leikið æfingaleiki gegn Þór á Akureyri og ÍR um síðustu helgi. Um helgina átti að leika tvo leiki, föstudag og laugardag, en vegna jarðarfarar fellur seinni leikurinn niður. Leikið verður gegn Njarðvík úti á föstudagskvöld og eru stuðningsmenn sunnan heiða hvattir til að mæta og láta í sér heyra.
Meira

Júdódeild Tindastóls býður upp á blandaðar bardagalistir

Júdódeild Tindastóls hefur vakið mikla athygli fyrir starfsemi sína undanfarin misseri og er engan bilbug að finna hjá deildinni fyrir komandi vetur. Vetrarstarfið hefst í dag 18. september en einnig er ætlunin að bjóða upp á blandaðar bardagalistir.
Meira

Körfuboltamenn farnnir að spretta úr spori

Annar æfingaleikur Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil í körfunni var spilaður í dag og stór hópur stuðningsmanna Stólanna mætti í Síkið til að horfa á sína menn leggja ÍR í parket af öryggi. Lokatölur urðu 86-62 en Chris Caird var stigahæstur leikmanna í dag með 25 stig.
Meira