Þægilegur sigur Stólanna gegn Breiðhyltingum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.10.2022
kl. 09.42
Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Subway-deildinni fór fram í gærkvöldi og óhætt að fullyrða að Króksarar hafi beðið spenntir eftir körfunni því um 600 manns skelltu sér í Síkið og sáu sína menn landa ansi öruggum tveimur stigum gegn kanalausum ÍR-ingum. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Stólarnir frábærum 19-2 kafla seinni part fyrsta leikhluta og það bil náðu gestirnir aldrei að vinna almennilega á. Lokatölur eftir þægilegan fjórða leikhluta voru 85-70 fyrir Stólana.
Meira