Síðasti dagur Landsmótsins

Pönnukökubakstur á Landsmóti í gær. Mynd:FE
Pönnukökubakstur á Landsmóti í gær. Mynd:FE

Nú er síðasti dagur landsmótsins runninn upp. Dagurinn í gær var var hinn besti og létu menn veðrið ekki mikið á sig fá. Keppt var í fjölmörgum greinum og um kvöldið var svo skemmtikvöld með Geirmundi Valtýssyni og gríðarlega vel sótt Pallaball langt inn í nóttina að því er segir á vef landsmótsins

Í morgun hófst dagskráin með jóga í vatni í sundlauginni og svo tók við keppni í golfi og pútti, strandhandbolta, ólympískum lyftingum og frisbígolfi. Meðal annarra greina í dag má nefna þrautabraut, fjallahjólreiðar, glímu og stígvélakastið en keppni í því hefst við Árskóla klukkan 13 og stendur til klukkan 15.

Súpufyrirlesturinn í Húsi frítímans flytur Guðjón Örn Jóhannsson, kennari við Árskóla, og fjallar hann um Vinaliðaverkefnið sem hvarvetna hefur getið sér gott orð og er markmið þess að koma í veg fyrir einelti í frímínútum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12:15 og stendur til 12:45.

 

Dagskrá mótsins má nálgast HÉR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir