Vel heppnuð söngferð Heimis suður yfir heiðar

Karlakórinn Heimir í Langholtskirkju sl. föstudagskvöld. Mynd: Ragnheiður Þórólfsdóttir.
Karlakórinn Heimir í Langholtskirkju sl. föstudagskvöld. Mynd: Ragnheiður Þórólfsdóttir.

Karlakórinn Heimir brá sér í söngtúr um helgina og stóð fyrir þrennum tónleikum sunnan heiða. Á föstudagskvöldinu söng kórinn í Langholtskirkju í Reykjavík en daginn eftir skálmaði hann í Skálholtskirkju og hóf upp raust sína og síðar sama dag í Selfosskirkju. Tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson var gestur Heimis á tónleikunum í Langholtskirkju og heillaði tónleikagesti með sinni miklu og fallegu rödd.

„Þetta gekk eins og best var á kosið. Aðsókn var mjög fín og tónleikarnir gengu mjög vel. Kórinn hefur sennilega aldrei verið fjölmennari en nú í svona kórferðalagi,“ segir Gísli Árnason, formaður kórsins. Alls komu 63 með í ferðina af 71 sem skráðir eru í Heimi. „Þetta var jafn stór hópur og situr inni á Alþingi en bara miklu betri. Ekki líku til jafnað,“ segir Gísli og hlær.

Hann segir ungu strákana í kórnum hafa fengið feikna góðar viðtökur en þeir mynda ýmist kvartett eða tvöfaldan kvartett og ekki síst Elmar Gilbertsson sem stendur sig alltaf vel. „Því miður,“ segir Gísli, „þurfti Elmar að syngja í La Traviata í Íslensku Óperunni kvöldið eftir.“

Hér fyrir neðan má heyra og sjá símaupptöku af Brennið þið vitar sem Ragnheiður Þórólfsdóttir tók upp og setti á Facebook síðu sína og birt með góðfúslegu leyfi hennar.

 

 

Posted by Ragnheiður Þórólfsdóttir on Laugardagur, 16. mars 2019

 

 

Posted by Ragnheiður Þórólfsdóttir on Laugardagur, 16. mars 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir