Mannlíf

Sæluvika Skagfirðinga - Lista- og menningarhátíð 29. apríl – 5. maí 2018

Sæluvika Skagfirðinga, hin árlega lista- og menningarhátíð, hefst um helgina. Í Sæluviku verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um fjörðinn. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins og nær saga hennar allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngur sínar.
Meira

Vortónleikar Lóuþræla

Karlakórinn Lóuþrælar heldur vortónleika sína í félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardaginn kemur, 28. apríl, og hefjast þeir kl. 21:00.
Meira

Tónleikar Lóuþræla á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar munu hefja upp raust sína og syngja í Blönduóskirkju, þriðjudaginn 17. apríl nk. Söngstjóri er Ólafur Rúnarsson, undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir og Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson syngja einsöng.
Meira

Vorboðinn ljúfi – Kvennakóramót í Miðgarði

Næstkomandi laugardag, klukkan 16, munu norðlenskar konur í þremur kvennakórum, koma saman í Menningarhúsin Miðgarði og syngja inn vorið.
Meira

Ellert og Kristján í Sauðárkrókskirkju

Í kvöld munu þeir frændur og brottfluttu Króksarar, Ellert Heiðar Jóhannsson og Kristján Gíslason, syngja fyrir gesti Sauðárkrókskirkju. Það er Sauðárkrókssöfnuður sem býður á þessa skírdagstónleika sem ætlaðir eru allri fjölskyldunni. Í hléi verður atburða skírdagskvölds minnst og gengið að borði Drottins, þar sem brauð úr Sauðárkróksbakaríi verður brotið og bergt á vínberjum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Meira

Nýr geisladiskur Heimis kynntur á afmælisfagnaði í Miðgarði

Hinn 28. desember 1927 var Karlakórinn Heimir stofnaður í Húsey í Vallhólmi og náði kórinn því þeim merka áfanga 28. desember síðastliðinn að verða 90 ára. Starf Karlakórsins Heimis í Skagafirði hefur alla tíð verið stór og órjúfanlegur hluti menningarlífs Skagfirðinga, sérstaklega á fyrri hluta síðustu aldar, þegar tækifæri til afþreyinga voru lítil sem engin og mannlíf með öðrum hætti en í dag.
Meira

Konukvöld Freyjanna á morgun

Kiwanisklúbburinn Freyja ætlar að halda konukvöld á morgun, miðvikudaginn 28. mars, á Mælifelli á Sauðárkróki og eru Freyjurnar búnar að undirbúa kvöldið alveg gríðarlega vel, að sögn Sigríðar Káradóttur, forseta Freyju. „Þetta er fjáröflun þannig að þetta verður bæði skemmtun og góðgjörð fyrir þann sem kaupir miða,“ segir hún.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga og atvinnulífssýning framundan

Sæluvika Skagfirðinga þetta árið verður haldin dagana 29. apríl til 5. maí. Dagskrá Sæluviku er að jafnaði fjölbreytt þar sem hver menningarviðburðurinn rekur annan, vítt og breytt um héraðið. Í tengslum við Sæluviku verður einnig haldin atvinnulífssýning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 5.-6. maí nk. Samhliða sýningunni verður haldið upp á 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagafjarðar en á þessu ári eru liðin 20 ár síðan ellefu sveitarfélög í Skagafirði sameinuðust í eitt.
Meira

Glanni glæpur í Bifröst – Myndband

Í Latabæ leikur allt í lyndi, allir eru vinir, lifa heilbrigðu lífi og una glaðir við sitt. Solla stirða er orðin kattliðug. Halla hrekkjusvín er næstum alveg hætt að hrekkja. Siggi sæti borðar grænmeti í gríð og erg, bæjarstjórinn bíður eftir forsetaheimsókn og Stína símalína er stanslaust í símanum. Allt eins og það á að vera. En dag einn birtist furðufugl í bænum. Sjálfur Glanni glæpur er kominn til sögunnar.
Meira

Hellisbúinn í Varmahlíð - „Ófá samböndin sem hafa styrkst eftir sýninguna“

Í kvöld, föstudaginn 2. mars nk. klukkan 20:00, ætlar Hellisbúinn að stíga á stokk í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð en um er að ræða einn vinsælasta einleik sem sýndur hefur verið í veröldinni. Hefur Hellisbúinn þegar verið sýndur í 52 löndum, í yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð sýninguna, í túlkun ýmissa leikara.
Meira