Mannlíf

Fjörutíuogþrír nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Brautskráning Háskólans á Hólum fór fram þann 6. júní sl. Alls voru 43 nemar brautskráðir að þessu sinni. Flest þeirra luku diplómu í viðburðastjórn, alls 25 nemar. Dagbjört Lena Sigurðardóttir og Sigriður Lína Daníelsdóttir hlutu enn fremur verðlaun fyrir afbraðsárangur í námi í viðburðastjórn. Aðsókn í viðburðastjórnun hefur verið mjög mikil á undanförnum árum og stefnir skólinn á að bjóða upp á framhaldsnám í faginu innan skamms.
Meira

Haldið upp á 30 ára afmæli Smára með pompi og prakt

Afmælishátíð Ungmenna og íþróttafélagsins Smára var haldin í gær við íþróttavöllinn í Varmahlíð. Smári er 30 ára um þessar mundir en félagið varð til við samruna fjögurra ungmennafélaga en þau voru:
Meira

Súpurölt, Sóli Hólm og sígilt sveitaball á Hofsós heim

Nú styttist óðum í árlegu bæjarhátíðina Hofsós heim sem fer jú eins og nafnið bendir til fram á Hofsósi. Dagskráin að þessu sinni stendur yfir dagana 20.-21. júní sem eru föstudagur og laugardagur og fólk getur þá notað sunnudaginn í að jafna sig, leyft ballvöðvunum að endurstilla sig, og njóta lífsins. Líkt og víðast annars staðar í þjóðfélaginu þá er það valkyrjustjórn sem stendur í brú hátíðarinnar, skipuð sex kraftmiklum dömum.
Meira

Ungmenna og íþróttafélagið Smári 30 ára

Ungmenna og íþróttafélagið Smári sem starfar í Varmahlíð og sveitunum í kring er 30 ára um þessar mundir. Smári varð til við sameiningu fjögurra ungmennafélaga...
Meira

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í fimmta sinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna og rannsókna sem bætt geta geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á.
Meira

Fæðingardeildin 50 ára

Einn af föstu punktunum í tilverunni á Króknum er fæðingardeild Sauðárkrókshesta sunnan við bæinn. Sauðárkrókshestar er ræktunarnafn Guðmundar Sveinssonar og fjölskyldu. Sveinn faðir Guðmundar lagði grunninn að þessari ræktun með þeim mæðgum, Ragnars Brúnku og Síðu frá Sauðárkróki.
Meira

Góður árangur hefur alltaf áhrif

Feykir sagði í síðustu viku frá úrslitum í Skólahreysti en skólarnir tveir af Norðurlandi vestra sem komust í úrslitakeppni þeirra tólf skóla sem bestum árangri náðu í undanriðlum náðu prýðilegum árangri í úrslitunum. Þó ekki jafn góðum og Feykir sagði frá því fullorðna fólkið sem sá um að leggja saman stigin féll á prófinu – og ekki í fyrsta sinn. Varmahlíðarskóli, sem fagnaði vel og innilega þriðja sætinu, féll niður um sæti og sömuleiðis Grunnskóli Húnaþings vestra sem endaði í fimmta sæti. Engu að síður flottur árangur.
Meira

FNV er fjölbreyttur og vinalegur skóli

Kristján Bjarni hefur verið áfangastjóri við FNV um árabil en nú lætur hann af störfum þar en fer ekki langt, bara rétt norður yfir Sauðána og tekur við starfi skólastjóra Árskóla. Þar tekur hann við af Óskari G. Björnssyni sem hefur stýrt þeim skóla síðan Gagnfræðaskóli og Barnaskóli Sauðárkróks voru sameinaðir skömmu fyrir aldamót. En hvað ætli Kristjáni hafi þótt skemmtilegast við að starfa við FNV?
Meira

Haustið 1994 afar eftirminnilegt

Rétt eins og skólameistarinn þá lætur aðstoðarskólameistarinn, Þorkell V. Þotsteinsson, af störfum að loknu skólaárinu. Keli starfaði sem skólameistari í vetur þar sem Ingileif var í leyfi. Hann hóf störf við skólann haustið 1980 eða ári eftir að Fjölbraut á Króknum hóf kennslu og kenndi þá ensku. Það verða því viðbrigði þegar starfsmenn skólans mæta til vinnu í haust og enginn Keli til staðar.
Meira

„Ungt fólk sjálfstæðara og ákveðnara en áður“

Eins og fram hefur komið þá láta nú af störfum þrír máttarstólpar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og þar með talinn skólameistarinn sjálfur. Ingileif Oddsdóttir tók við starfi skólameistara af Jóni F. Hjartarsyni árið 2011 en þau tvö eru ein um að hafa gegnt þessari stöðu í 46 ára sögu skólans sem er auðvitað magnað í sjálfu sér. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Ingileif.
Meira