Mannlíf

Það kennir margra grasa í Græna salnum í kvöld

Sumum finnst ekki vera jól á Sauðárkróki nema Jólamót Molduxa fari fram. Það má kannski segja að önnur hefð sé að skapast en það er tónleikahald í gömlu góðu Bifröst, milli jóla og nýárs, sem kallast Græni salurinn en þá stígur á stokk hópur sprækra tónlistarmanna úr héraði, bæði landsþekktir og minna þekktir, og skemmta sér og gestum með alls konar konfekti. Feykir tók aðeins stöðuna hjá Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni tónleikahaldara.
Meira

Ásdís Brynja er Íþróttamaður USAH 2023

Í gær var tilkynnt um valið á Íþróttamanni USAH 2023 við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Fyrir valinu að þessu sinni varð Ásdís Brynja Jónsdóttir knapi frá Hestamannafélaginu Neista.
Meira

Ætlaði að lesa og prjóna meira á árinu

Meira

Arnar Björnsson kjörinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2023

Í gærkvöldi fór fram mikil og góð hátíðarsamkoma í Ljósheimum þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni Skagafjarðar 2023 sem og þjálfara og lið ársins. Það þarf sjálfsagt ekki að koma nokkrum á óvart að meistaralið Tindastóls náði fullu húsi í valinu; Arnar Björnsson var kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar, Pavel Ermolinski þjálfari ársins og Íslandsmeistarar Tindastóls í körfuknattleik lið ársins.
Meira

Karl Lúðvíksson hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa 2023

Við setningu Jólamóts Molduxa, sem haldið var annan dag jóla, var upplýst hver hlýtur hin eftirsóttu Samfélagsviðurkenningu Molduxa en þau hafa verið veitt frá árinu 2015. Að þessu sinni féll hún Karli Lúðvíkssyni í skaut en hann hefur verið ötull í hvers kyns starfi fyrir sitt samfélag á sviði almenningsíþrótta og sjálfboðaliðsstarfa, ekki síst í þágu fatlaðra.
Meira

Gamlar perlur dregnar fram

Karlakórinn Heimir stendur á tímamótum, en afgerandi kaflaskil urðu í sögu kórsins nú í haust við sviplegt andlát Stefáns Reynis Gíslasonar, stjórnanda kórsins til áratuga. Það varð Heimismönnum hins vegar strax ljóst að ekki þýddi að leggja árar í bát, þó höggið hafi verið þungt, og tekin var sú ákvörðun að ljúka afmælistónleikaröð Óskars Péturssonar, sem var hálfnuð þegar þarna var komið sögu.Ákvörðunin um að ljúka þeirri tónleikaröð var ekki auðveld, að sögn Atla Gunnar Arnórssonar formanns kórsins, „en það tókst að ljúka því verkefni með sóma, þar sem byggt var á því veganesti sem Stefán hafði látið okkur í té og hann var nú einu sinni þannig gerður að uppgjöf var ekki til í hans orðabók“ segir Atli.
Meira

Margrét þurfti „út úr skápnum“ með málverkin

Margrét Ólöf Stefánsdóttir er fjögurra barna móðir og amma, lyfjatæknir að mennt og starfar á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Hún er fædd og uppalin á Króknum en fluttist til Keflavíkur þegar hún var 13 ára með foreldrum sínum þeim Stefáni Valdimarssyni og Guðnýju Björnsdóttur. Þau fluttu aftur norður að þremur árum liðnum en Margrét varð eftir þar sem hún hafði kynnst strák sem síðar varð maðurinn hennar og saman eiga þau, tvær stelpur og tvo stráka.
Meira

Hefur flutt fjórum sinnum síðustu vikurnar

Feykir sendi einvalaliði nokkrar spurningar til að gera árið 2023 upp. Fyrstur til svara er þingmaðurinn knái af Reykjanesi, Vilhjálmur Árnason, sem er Skagfirðingur að upplagi og í báðar ættir. Hann býr í Grindavík og þar hefur allt titrað og skolfið síðustu vikurnar eins og allir þekkja.
Meira

Hrossin drógu mig í Skagafjörð

Þau eru mörg og margvísleg störfin sem þarf að sinna á blessaðir jarðarkringlunni okkar. Á Syðstu-Grund í Blöndhlíðinni í Skagafirði býr Hinrik Már Jónsson sem lýsir sjálfum sér sem rúmlega miðaldra hvítum karlmanni. Hinrik starfar i verslun Olís í Varmahlíð en ver einnig töluverðum tíma sem hestaíþróttadómari og gæðingadómari. Sem dómari þeytist hann um víðan völl og nú nýverið var hann við dómarastörf í Svíþjóð en annars hefur starfið dregið hann til starfa beggja vegna Atlantsála og að sjálfsögðu einnig á miðju Atlantshafinu, Íslandi. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Hinrik Má.
Meira

„Draumadróninn verður sá sem ég get setið í sjálfur“

Það má sennilega fullyrða að gamla góða myndavélin, jafnvel þó hún hafi öðlast stafrænar víddir, eigi dálítið undir högg að sækja þessi misserin. Ástæður þess eru að sjálfsögðu snjallsímarnir sem alltaf verða magnaðri myndavélar og síðan drónarnir sem hafa gefið ljósmyndurum alveg nýja vinkla á myndefnið og ótal aðra skemmtilega möguleika til að fanga viðfangsefnin. Einn þeirra sem hafa tileinkað sér nýjustu tækni og vísindi í þessum geira er Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi með svo ótal mörgu fleiru, á Molastöðum í Fljótum.
Meira