Mannlíf

Heimsmeistarinn í Byrðuhlaupi skorar á aðra hlaupara að taka þátt að ári

Byrðuhlaupið fór fram í Hjaltadal 17. júní síðastliðinn. Það var Christian Klopsch sem stóð uppi sem sigurvegar og bætti heimsmetið í leiðinni. Christian er 33 ára gamall doktorsnemi við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Hann flutti 2022 til Hóla og hefur langað að taka þátt í Byrðuhlaupi síðustu ár en var aldrei heima – þar til nú. Þannig að í Byrðuhlaupinu 2025 kom Christian, sá og sigraði. Katharina Sommermeier, formaður Umf. Hjalta sem stendur fyrir hlaupinu, spjallaði við Christian fyrir Feyki.
Meira

Dagskrá Húnavöku 2025 er orðin opinber

Það styttist óðfluga í bæjarhátíð Húnabyggðar, Húnavöku, sem verður á Blönduósi dagana 16.-20. júlí. Að venju er mikið lagt í hátíðina, dagskráin fjölbreytt og viðamikil en að venju er laugardagurinn sneisafullur af alls konar. Þar má nefna torfærukeppni, froðurennibraut, markað, fjölskylduskemmtun, knattspyrnuleik, kótilettukvöld, tónleika og uppistand, brekkusöng og stórdansleik.
Meira

Á ferð með Bogga

Á Hofsvöllum í Vesturdal býr Borgþór Bragi Borgarsson ásamt konu sinni Guðrúnu Björk Baldursdóttur og eiga þau 3 börn og einn uppeldisson. Þau eru öll flogin úr hreyðrinu utan eitt. Hofsvellir munu vera fremsti bær í byggð í Skagafirði. Þau búa með 300 kindur og nokkur hross en aðalstarf Bogga, en því nafni gegnir hann ágætlega, er að vera frjótæknir en það vakti áhuga blaðamanns Feykis að kynnast því starfi. Blaðamaður slóst því í för með Bogga er hann í embættiserindum átti leið í Miðhús í Blönduhlíð.
Meira

Byrðuhlaupið í Hjaltadal

Byrðuhlaupið í Hjaltadal var fyrst haldið 15. ágúst 2009 á Hólahátíð. „Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál. Átta hlauparar tóku þátt og varð Guðmundur Elí Jóhannsson fyrstur í mark á tímanum 34:09 mínútum," sagði í frétt í Feyki. Að sögn Katharinu Sommermeier, formanns Umf. Hjalta, er leiðin 2,7 km löng með 430 m hækkun. Það var Rafnkell Jónsson sem átti metið til margra ára, fór leiðina á 25:22 þegar hann var að þjálfa fyrir Járnkarlinn en nú var heimsmetið hans loks slegið. Það gerði Christian Klopsch, 33 ára gamall Þjóðverji sem fór leiðina á 24:59 mínútum og bætti gamla metið um 23 sekúndur.
Meira

Eins og að horfa á hross keppa í feti í fimm korter

„Veðrið er betra en á Króknum. Líklega um 30 stig, glampandi sól og logn. Þetta er í lagi í smá tíma en svo saknar maður Skarðagolunnar,“ segir Palli Friðriks, fyrrum ritstjóri Feykis, sem nú er staddur í Sviss þar sem hann og fjölskyldan hyggjast styðja dyggilega við bakið á íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem hefur leik á EM klukkan fjögur í dag.
Meira

Vatnaveröld smábátasafn

Laugardaginn 21. júní opnaði formlega smábátasafnið á Ytri-Húsabakka í Skagafirði. Þar býr safnstjórinn Ómar Unason ásamt konu sinni Dóru Ingibjörgu. Snemma byrjaði söfnunarárátta Ómars en elsta hlutinn á safninu eignaðist hann þegar hann var 10 ára.
Meira

Jóna Halldóra varð Landsmótsmeistari í pönnukökubakstri

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27.-29. júní. Vestur-Húnvetningar gerðu gott mót og til að mynda sigraði Jóna Halldóra Tryggvadóttir í pönnukökubakstri. Annar Vestur-Húnvetningur, Jónína Sigurðardóttir, hreppti þriðja sætið í sömu keppni.
Meira

Samtalið rétt að hefjast og áskoranirnar margar

Feykir hefur síðustu daga leitað svara hjá sveitarstjórum sveitarfélaganna fjögurra á Norðurlandi vestra um helst verkefni og framkvæmdir á vegum þeirra nú í sumar. Að þessu sinni svarar Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Auk þess að spyrja Unni út í verkefni þá svaraði hún nokkrum spurningum um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar.
Meira

Eitthvað smávegis á góðan stað

Tónleikarnir Græni salurinn fóru fram síðastliðið föstudagskvöld og vel tókst til að venju en tónleikarnir að þessu sinni voru tileinkaðir minningu listamannsins Gísla Þórs Ólafssonar (Gillons). Þegar tilfallandi kostnaður við tónleikahaldið hafði verið gerður upp var einhver afgangur eftir og í dag fóru tónleikahaldarar og færðu fjölskyldu Gísla það sem út af stóð.
Meira

Fjóla fór á grásleppu á Skagafirði

Í byrjun júní voru frumfluttir tveir útvarpsþættir á Gömlu gufunni þar sem Króksarinn brottflutti, Fjóla K. Guðmundsdóttir, kynnir sér grásleppuveiði og skellir sér á sjóinn með Guðmundi Hauki frænda sínum, syni Smilla heitins á Þorbjargarstöðum á Skaga og Brynju Ólafsdóttur. Í fyrri þættinum kynnti Fjóla sér undirbúning veiðanna og lærði eitt og annað gagnlegt en í seinni þættinum er haldið út á Skagafjörðinn og grásleppa dregin. Helstu viðmælendur Fjólu eru mæðginin Brynja og Guðmundur og voru samtölin bæði skemmtileg og fróðleg. Eftir að hafa hlýtt á þættina fannst blaðamanni ekki annað hægt en að spyrja Fjólu aðeins út í þáttagerðina og hvernig það var að starfa einn dag sem grásleppukarl.
Meira