Mannlíf

Kótilettukvöld framundan

Fyrsta kótilettukvöld ársins hjá Frjálsa kótilettufélaginu í Austur-Húnavatnssýslu er nú framundan en áformað er að það verði haldið í Eyvindarstofu á Blönduósi laugardaginn 3. mars næstkomandi. Veislustjóri verður Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum og Helga Bryndís Magnúsdóttir og Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson mæta með harmonikku og gítar og leiða söng ásamt eldhressum saumaklúbbskonum frá Dalvík. Það ætti því að vera óhætt að gera ráð fyrir góðri skemmtun þetta kvöld auk fyrirtaks veitinga.
Meira

Árshátíð hjá miðstigi Árskóla

Árleg árshátíð hjá miðstigi Árskóla, þ.e. 5., 6. og 7. bekk verður haldin í dag og á morgun í Bifröst á Sauðárkróki. Að vanda bjóða krakkarnir upp á fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af leik og söng úr ýmsum áttum. Krakkarnir verða með fjórar sýningar og eru þær sem hér segir:
Meira

Fjölbreytt starf í boði fyrir eldri borgara og öryrkja á Blönduósi og nágrenni

Félags- og tómsundastarf aldraðra á Blönduósi býður eldri borgurum og öryrkjum að koma og stunda félags- og tómstundastarf í kjallara Hnitbjarga, Flúðabakka 4, á mánudögum og fimmtudögum klukkan 14-17. Þjónustan, sem rekin er af Blönduósbæ, stendur til boða fyrir öryrkja og alla þá sem náð hafa 60 ára aldri og búsettir eru á Blönduósi og í Húnavatnshreppi.
Meira

Þorrinn gengur í garð

Í dag er bóndadagur sem er fyrsti dagur þorra. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og hefst á bilinu 19.– 25. janúar og lýkur á laugardegi fjórum vikum síðar þegar góa tekur við. Ekki er vitað með vissu hvaðan nafn mánaðarins er komið en oftast er það tengt sögninni að þverra eða minnka og einnig talið geta tengst lýsingarorðinu þurr. Í sögnum frá miðöldum er þorri persónugerður sem vetrarvættur. Áður þóttu þorrinn og góan erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem þá var oft farið að ganga á matarbirgðir heimilanna.
Meira

Stórskemmtilegt Hárlakk í Varmahlíð

Það er tilhlökkunarefni í byrjun hvers árs þegar árshátíðarleikrit eldri bekkja Varmahlíðarskóla eru sett á fjalirnar. Engin breyting var á núna fyrir nýliðna helgi og var tvívegis húsfyllir í Miðgarði á ameríska söngleiknum Hárlakki ( Hairspray) eftir Mark O´Donnel og Thomas Meehan í íslenskri þýðingu og staðfæringu Írisar Olgu í Flatatungu og Árna Friðrikssonar. Sögusviðið er Baltimore í byrjun sjöunda áratugararins þegar sjónvarpið og rokktónlistin er allsráðandi hjá unglingum sem sumum fannst þá sem nú nokkuð skorta á skilning foreldranna þegar kemur að skemmtunum. En söngleikurinn er líka áminning um það hve stutt er síðan kynþáttafordómar og aðskilnaður kynþátta voru ríkjandi í Bandaríkjunum og m.a. tónlistin átti sinn þátt í að breyta þeim viðhorfum.
Meira

Hársprey á árshátíð eldri nemenda í Varmahlíð

Eldri bekkir Varmahlíðarskóla halda árshátíð sína og sýna söngleikinn Hársprey í Miðgarði í dag klukkan 17:00 og annað kvöld, föstudag, klukkan 20:00. Eftir sýninguna í dag er, samkvæmt hefð, boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla en að seinni sýningu lokinni verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu.
Meira

Kirkjukór Hvammstangakirkju með áramótatónleika

Áramótatónleikar Kirkjukórs Hvammstangakirkju verða haldnir á morgun, gamlársdag, 31. desember kl 14 til 15 í Hvammstangakirkju. Boðið verður upp á fjölbreytta söngdagskrá með jóla og áramótalögum og sálmum.
Meira

Heimir með Áramótagleði í kvöld

Karlakórinn Heimir heldur áramótatónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í kvöld, 29. desember, og hefjast þeir klukkan 20:30. Æringjarnir Óskar Pétursson, Birgir Björnsson og Valmar Väljaots koma fram með kórnum en stjórnandi er sem fyrr Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas Higgerson. Stór tímamót eru nú hjá kórnum þar sem í gær voru liðin 90 frá því hann var stofnaður. Gísli Árnason, formaður kórsins, segir að formleg afmælisdagskrá verði haldin næsta vor.
Meira

Fjölbreytt dagskrá á árshátíð Höfðaskóla

Höfðaskóli á Skagaströnd hélt árshátíð sína þann 30. nóvember síðastliðinn. Helga Gunnarsdóttir, kennari við skólann, sendi okkur meðfylgjandi myndir og fréttir af hátíðinni:
Meira

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi verður í kvöld. Verður hún haldin í Félagasheimilinu Höfðaborg og hefst kl. 20:30.
Meira