Mannlíf

Uppsögn á samningi við SÍ og Heilbrigðisráðuneytið vegna reksturs Sæborgar á Skagaströnd

Stjórn Félags- og skólaþjónustu A-Hún fundaði þann 29. október síðastliðinn og tók þar ákvörðun um að segja upp samningi byggðasamlagsins við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið vegna reksturs Hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd. Í frétt á vef Skagastrandar segir að ákvörðunin sé tekin að vel ígrunduðu máli enda ekki forsvaranlegt að sveitarfélögin sem að rekstrinum standa haldi áfram að greiða tugi milljóna með rekstrinum árlega þegar verkefnið er ekki á ábyrgð sveitarfélaga lögum samkvæmt.
Meira

Syndum saman í kringum Ísland

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1.-30. nóvember 2024. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.
Meira

Stefnir í hræðilegt Halloween-ball í Höfðaborg í kvöld

Það stefnir í mikið ball á Hofsósi í kvöld fyrir 8. - 10. bekk í Skagafirði. „Halloweenballið verður haldið á Hofsósi á aðal partý staðnum, Höfðaborg Það er búist við töluverðum fjölda eða um 150 krökkum. Unglingar frá Fjallabyggð, Blönduósi og Skagaströnd ætla að koma og skemmta sér með okkur,“ segir Konráð Freyr Sigurðsson hjá Húsi frítímans.
Meira

„Það var geggjað gott að losna við þetta þegar ég kom heim“

Í fyrradag voru haldin Hrekkjavökuböll í Húsi frítímans á Sauðárkróki fyrir nemendur í 3.-4. bekk og 5.-7. bekk grunnskólanna í Skagafirði. Ballgestir voru hvattir til að mæta hræðilegir og að sjálfsögðu var valinn hræðilegasti búningurinn. Á balli eldri hópsins var það Óðinn Freyr Gunnarsson, 11 ára Króksari, sonur Guðbjargar Óskarsdóttur og Gunnars Páls Ólafssonar, sem bar sigur úr býtum. Feykir fékk að leggja nokkrar spurningar fyrir vinningshafann.
Meira

Lýsa yfir óánægju með aðgerðir Skagafjarðar í leikskólanum Ársölum

Í bréfi til sveitarstjóra, fræðslusviðs og leikskólastjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsa Inga Jóna Sveinsdóttir og Hafdís Einarsdóttir, foreldrar, starfandi kennarar og fulltrúar í foreldraráði Ársala, yfir óánægju með að sveitarfélagið hafi skipulagt opnun leikskólans Ársala í dag þrátt fyrir verkfallsaðgerðir KÍ. „Við teljum ekki réttlætanlegt að hafa deildir opnar, með skertri starfsemi, þegar deildarstjóra vantar á deildir þar sem hann stýrir faglegu starfi hverrar deildar fyrir sig,“ segir m.a. í bréfinu.
Meira

Kaupfélagsmaður í 85 ár

Á dögunum kom Aðalsteinn J. Maríusson færandi hendi á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga. Eins og þekkt er er Aðalsteinn mikill hagleiksmaður og er m.a. þekktur fyrir afar fallega steinsmíði. Með heimsókn þessari vildi hann einmitt færa kaupfélaginu fallega skorinn og áletraðan jaspis stein. Steinn þessi er upprunninn hér í Skagafirði, en eins og alkunna er þá gefa steinasafnarar ekki upp nákvæma staðsetningu á svona fundi.
Meira

GDRN og Vignir Snær mættu í Grunnskólann austan Vatna

Feykir sagði frá því í síðustu viku að skólarnir á Hvammstanga og Hofsósi hefðu komist í úrslit í Málæði, verkefni sem List fyrir alla stendur að í félagi við Bubba Morthens með það að markmiði að fá skólabörn til að semja lög og texta á íslensku. Krakkarnir á unglingastii Grunnskólans austan Vatna fékk góða gesti í heimsókn í skólann á þriðjudaginn vegna þessa.
Meira

Árni Geir í framkvæmdastjórastarf hjá Origo

Króksarinn Árni Geir Valgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Origo og mun hann leiða hugbúnaðarsvið félagsins frá októbermánuði. Origo er eitt af stærstu tölvufyrirtækjum landsins.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna komst einnig í úrslit Málæðis

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að nemendur Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hefðu sent lag í verkefni Listar fyrir alla sem kallast Málæði og er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum.. Þrjú lög voru valin til að keppa til úrslita og það verður að teljast ansi magnað að auk skólans í Húnaþingi vestra þá var framlag Grunnskólans austan Vatna sömuleiðis valið í úrslit. Glöggir lesendur hafa því væntanlega lagt saman tvo og tvo og komist að þeirri niðurstöðu að tvö af þremur laganna í úrslitum komi frá skólum á Norðurlandi vestra.
Meira

Tímamótasamningar um svæðisbundin farsældarráð í öllum sveitarfélögum landsins

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær samninga við sjö landshlutasamtök sveitarfélaga um ráðningu verkefnisstjóra sem leiða mun undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs í hverjum landshluta fyrir sig. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að með samningunum hafi öll sveitarfélög landsins skuldbundið sig til þess að hefja vinnu við að hrinda 5. grein laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í framkvæmd. Markmiðið er að börn og foreldrar geti fengið aðgang að samþættri þjónustu við hæfi, án hindrana.
Meira