Drottning stóðréttanna dró til sín fólk allsstaðar að
feykir.is
Skagafjörður, Hestar, Mannlíf, Lokað efni
30.09.2025
kl. 14.40
Laufskálaréttarhelgin hafði sama aðdráttaraflið og undanfarin ár. Mikið var um að vera víðsvegar um fjörðinn, opin hesthús á föstudeginum stórsýning í Svaðastaðahöllinni um kvöldið þar sem mikil stemning var í fólki og hestum. Talið er að það hafi verið um 600 manns sem mættu þangað og skemmtu sér fallega. Einhverjir héldu áfram fram í nóttina á Kaffi Krók þar sem Sæþór hélt uppi stuðinu eða skelltu sér fram í sveit á hótelið í Varmahlíð þar sem Logi og Gummi spiluðu fram eftir nóttu.
Meira
