Mannlíf

Nýr geisladiskur Heimis kynntur á afmælisfagnaði í Miðgarði

Hinn 28. desember 1927 var Karlakórinn Heimir stofnaður í Húsey í Vallhólmi og náði kórinn því þeim merka áfanga 28. desember síðastliðinn að verða 90 ára. Starf Karlakórsins Heimis í Skagafirði hefur alla tíð verið stór og órjúfanlegur hluti menningarlífs Skagfirðinga, sérstaklega á fyrri hluta síðustu aldar, þegar tækifæri til afþreyinga voru lítil sem engin og mannlíf með öðrum hætti en í dag.
Meira

Konukvöld Freyjanna á morgun

Kiwanisklúbburinn Freyja ætlar að halda konukvöld á morgun, miðvikudaginn 28. mars, á Mælifelli á Sauðárkróki og eru Freyjurnar búnar að undirbúa kvöldið alveg gríðarlega vel, að sögn Sigríðar Káradóttur, forseta Freyju. „Þetta er fjáröflun þannig að þetta verður bæði skemmtun og góðgjörð fyrir þann sem kaupir miða,“ segir hún.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga og atvinnulífssýning framundan

Sæluvika Skagfirðinga þetta árið verður haldin dagana 29. apríl til 5. maí. Dagskrá Sæluviku er að jafnaði fjölbreytt þar sem hver menningarviðburðurinn rekur annan, vítt og breytt um héraðið. Í tengslum við Sæluviku verður einnig haldin atvinnulífssýning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 5.-6. maí nk. Samhliða sýningunni verður haldið upp á 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagafjarðar en á þessu ári eru liðin 20 ár síðan ellefu sveitarfélög í Skagafirði sameinuðust í eitt.
Meira

Glanni glæpur í Bifröst – Myndband

Í Latabæ leikur allt í lyndi, allir eru vinir, lifa heilbrigðu lífi og una glaðir við sitt. Solla stirða er orðin kattliðug. Halla hrekkjusvín er næstum alveg hætt að hrekkja. Siggi sæti borðar grænmeti í gríð og erg, bæjarstjórinn bíður eftir forsetaheimsókn og Stína símalína er stanslaust í símanum. Allt eins og það á að vera. En dag einn birtist furðufugl í bænum. Sjálfur Glanni glæpur er kominn til sögunnar.
Meira

Hellisbúinn í Varmahlíð - „Ófá samböndin sem hafa styrkst eftir sýninguna“

Í kvöld, föstudaginn 2. mars nk. klukkan 20:00, ætlar Hellisbúinn að stíga á stokk í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð en um er að ræða einn vinsælasta einleik sem sýndur hefur verið í veröldinni. Hefur Hellisbúinn þegar verið sýndur í 52 löndum, í yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð sýninguna, í túlkun ýmissa leikara.
Meira

Dans og nýsköpun í Grunnskólanum austan Vatna

Nemendur Grunnskólans austa Vatna hafa haft í nógu að snúast síðustu dagana en þessa viku hafa nemendur frá öllum starfsstöðvunum þremur verið samankomnir í skólanum á Hofsósi og unnið saman í nýsköpunarvinnu. Inn á milli hafa þeir svo rétt úr sér og skellt sér á dansnámskeið hjá Ingunni danskennara sem kennir þeim vínarkrus og vals og ræl í bland við nýrri spor. Leikskólabörnin á Tröllaborg fengu líka danskennslu og sýndu frábæra takta eins og hinir eldri á danssýningu í Höfðaborg í gær. Við sama tækifæri var foreldrum og öðrum áhugasömum boðið að sjá afrakstur nýsköpunarnámsins hjá krökkunum.
Meira

Ísabella Leifsdóttir með myndlistarsýningu á Króknum

„Hvernig líður þér þegar þú horfist í augu við alla neysluna, þegar dótið sem við gefum börnunum okkar hrannast upp allt í kringum okkur? Hvaða skilaboð erum við að senda þeim og hvers konar framtíð viljum við búa þeim? Erum við að byggja þau upp eða brjóta niður heiminn sem þau ættu að erfa?“ Þessara spurninga spyr listakonan Ísabella Leifsdóttir, sem vill með verkum sínum vekja athygli á ofgnóttinni í samfélagi okkar. Hún sýnir spegla sem hún hefur skreytt með smádóti úr plasti sem var á leið í endurvinnslu. Speglarnir eru fallegir og eigulegir munir, enda tilgangurinn að búa til verk sem fólk vill ekki farga heldur fegra heimili sín með. Einnig eru verkin áminning til neytenda um að hugsa sig um og velja vandlega áður en þeir rétta fram greiðslukortið í verslunum.
Meira

Myndlistasýning opnar í nýju galleríi á Skagaströnd í dag

Í sölum Salthússins á Skagaströnd, hinu nýja gistiheimili að Einbúastíg 3, hafa nú verið skipulagðar myndlistarsýningar á þessu ári og hefur sýningarrýmið fengið nafnið Salthús gallerí. Fyrsta sýning ársins verður opnuð í dag, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 17.-19 og er það Mia Hochrein myndlistarkona, sem ríður á vaðið og sýnir þar myndaröðina „Lost Place,“ sem tekin var í Salthúsinu sumarið 2016.
Meira

Kótilettukvöld framundan

Fyrsta kótilettukvöld ársins hjá Frjálsa kótilettufélaginu í Austur-Húnavatnssýslu er nú framundan en áformað er að það verði haldið í Eyvindarstofu á Blönduósi laugardaginn 3. mars næstkomandi. Veislustjóri verður Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum og Helga Bryndís Magnúsdóttir og Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson mæta með harmonikku og gítar og leiða söng ásamt eldhressum saumaklúbbskonum frá Dalvík. Það ætti því að vera óhætt að gera ráð fyrir góðri skemmtun þetta kvöld auk fyrirtaks veitinga.
Meira

Árshátíð hjá miðstigi Árskóla

Árleg árshátíð hjá miðstigi Árskóla, þ.e. 5., 6. og 7. bekk verður haldin í dag og á morgun í Bifröst á Sauðárkróki. Að vanda bjóða krakkarnir upp á fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af leik og söng úr ýmsum áttum. Krakkarnir verða með fjórar sýningar og eru þær sem hér segir:
Meira