Mannlíf

Drottning stóðréttanna dró til sín fólk allsstaðar að

Laufskálaréttarhelgin hafði sama aðdráttaraflið og undanfarin ár. Mikið var um að vera víðsvegar um fjörðinn, opin hesthús á föstudeginum stórsýning í Svaðastaðahöllinni um kvöldið þar sem mikil stemning var í fólki og hestum. Talið er að það hafi verið um 600 manns sem mættu þangað og skemmtu sér fallega. Einhverjir héldu áfram fram í nóttina á Kaffi Krók þar sem Sæþór hélt uppi stuðinu eða skelltu sér fram í sveit á hótelið í Varmahlíð þar sem Logi og Gummi spiluðu fram eftir nóttu.
Meira

Sr. Margrét Rut sett í embætti og er að koma sér fyrir á Skagaströnd

Innsetningarmessa var í Hólaneskirkju á Skagaströnd síðastliðinn sunnudag. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis setti þa sr. Margréti Rut Valdimarsdóttur inn í embætti prests í Húnavatnsprestakalli. Margrét Rut lauk námi í vor og var vígð þann 24. ágúst sl. Hún er þriðji presturinn í Húnavatnssýslum og býr á Skagaströnd. Feykir náði smá spjalli við hana í morgun.
Meira

Mennta- og barnamálaráðherra hvattur til samtals um Vinaliðaverkefnið

Á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar í gær var meðal annars fjallað um styrkumsókn vegna Vinaliðaverkefnisins sem Árskóli á Sauðárkróki hefur verið í fararbroddi fyrir á landinu. Fram kemur að sveitarfélagið Skagafjörður hafi rekið verkefnið frá árinu 2012 og stukku í framhaldinu fleiri skolar á vinaliðavagninn. Í Covid-faraldrinum kvarnaðist úr hópnum og er nú svo komið að verkefnið stendur ekki undir sér fjárhagslega. Sótt var um styrk til mennta- og barnamálaráðuneytisins en ráðuneytið taldi sig ekki hafa tök á því að styrkja verkefnið.
Meira

Fyrstu skref í sorg í Skagafirði

Í dag, þriðjudaginn 30. september, mun Sindri Geir Óskarsson prestur í Glerárkirkju og starfsmaður Sorgarmiðstöðvar flytja erindið Fyrstu skref í sorg á Löngumýri í Skagafirði. Dagskráin hefst kl. 18:00.
Meira

Heilsudagar í Húnabyggð komnir í gang

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í Húnabyggð er metnaðarfull dagskrá í gangi í tilefni átaksins sem Húnvetningar kjósa að kalla Heilsudaga í Húnabyggð og eru íbúar hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í viðburðum sem boðið verður upp á.
Meira

Miðasala á leikinn í Laugardalnum hafin og Skagafjöður býður í rútuferð

Það er alltaf stemmari í því að klára tímabil í sportinu á risaviðureign. Eftir töluvert basl í neðri deildum á liðnum árum er þetta þó það knattspyrnupiltarnir í liði Tindastóls fá að upplifa nú á föstudaginn þegar þeir reima á sig fótboltaskóna á föstudaginn og fá að sýna listir sínar á sjálfum þjóðarleikvangi Íslands, Laugardalsvellinum. Tilefnið er úrslitaleikur í neðrideildarbikar Fótbolta.nets.
Meira

Opinn kynningarfundur vegna Landsmóts hestamanna

Það styttist í Landsmót hestamanna á Hólum 2026 og af því tilefni fer fram opinn kynningarfundur fer fram í Tjarnarbæ á morgun, miðvikudaginn 24. september 2025 kl 18:00. Boðið verður upp á súpu og áætlað er að fundurinn taki rúma klukkustund.
Meira

Jákvæðni kostar ekkert | Leiðari 35. tölublaðs Feykis

Í síðustu viku var tilkynnt um að gengið hafi verið til samninga við Arkís arkitekta um hönnun á menningarhúsi á Sauðárkróki og eiga framkvæmdir að hefjast næsta vor. Um er að ræða glæsilega viðbyggingu við Safnahús Skagfirðinga sem er ætlað að vera miðstöð skagfirskrar lista- og menningarstarfsemi. Sannarlega góðar fréttir enda hefur verið beðið eftir þessu húsi í 20 ár og sennilega gott betur.
Meira

Margt um manninn og góð hross í sviðsljósinu

Það styttist í Laufskálaréttarhelgina sem sumum þykir vera aðal helgi ársins. Feykir hafði samband við Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur hjá Flugu sem stendur fyrir árlegri Laufskálaréttarsýningu í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn fyrir réttarhald en það byrjar venju samkvæmt um klukkan 13 á laugardeginum.
Meira

Frábær þátttaka í Fjölskylduhlaupi í tilefni af Gulum september

Samstaða, jákvæðni og gleði ríkti í Fjölskylduhlaupinu sem fór fram í gær á Sauðárkróki. Hlaupið var samstarfsverkefni KS og Vörumiðlunar, með því vildu félögin leggja verkefninu Gulur september lið. Verkefnið er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir.
Meira