Mannlíf

Mun hlusta á raddir landsmanna | Halla Hrund Logadóttir

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Halla Hrund Logadóttir gaf Feyki.
Meira

Haldið upp á sjómannadaginn í 85. sinn á Skagaströnd

Sjómannadagurinn er um helgina og það er haldið upp á hann alls konar. Það verður hátíðardagskrá á Hvammstanga sunnudaginn 2. júní og þá munu Hofsósingar sömuleiðis fagna deginum á hefðbundinn hátt. Á Króknum verður SjávarSæla laugardaginn 1. júní en mesta hátíðin verður venju samkvæmt á Skagaströnd en það má segja að Skagstrendingar búi til bæjarhátíð úr sjómannadeginum.
Meira

„Ég bjóst nú ekki við að upplifa stríð“

Það er að verða hálft ár síðan Feykir tók síðast flugið og forvitnaðist um dag í lífi brottflutts. Síðast vorum við í borginn Aachen í Þýskalandi þar sem Sandra Eiðs sagði frá en nú hendumst við yfir Alpana og beygjum í austurveg og stoppum í ísraelsku borginni Eilat við botn Akabaflóa, rétt austan landamæranna að Egyptalandi. Í þessum suðupotti býr Herdís Guðlaug R Steinsdóttir ásamt maka sínum, Grigory Solomatov. Herdís er dóttir Merete og Steina á Hrauni á Skaga og óhætt að fullyrða að Eilat er svolítið annars konar sveit en Skaginn.
Meira

Yngstu nemendur Höfðaskóla í fjöruferð í blíðunni

Það styttist heldur betur í skólaárinu og senn skoppa skólakrakkarnir út í frelsi sumarsins. Á vef Höfðaskóla á Skagaströnd er sagt frá því að yngstu nemendur skólans hafi í gær verið drifnir í fjöruferðað – enda ekki annað hægt en að nýta veðurblíðuna til gagns og gamans.
Meira

Alls brautskráðust 124 nemendur frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 45. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 24. maí 2024 að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 124 nemendur af eftirtöldum námsbrautum en alls voru gefin út 151 prófskírteini:
Meira

„Við gerum ráð fyrir að fallið verði frá þessum áætlunum“

Talsverð umræða hefur skapast um þá áætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar að tjaldsvæði á Sauðárkróki verði í Sæmundarhlíð neðan og norðan Hlíðarhverfis og lægi þannig að Sauðárgili. Skipulag svæðisins hefur verið auglýst og sitt sýnist hverjum. Þeir sem búa í nágrenni við áætlað tjaldsvæði hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni og stofnaður var hópur á Facebook í vetur þar sem fólki hefur gefist kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Þar var þess til að mynda krafist að áður en endanleg ákvörðun yrði tekin gæfist íbúum kostur á að funda með sveitarfélaginu.
Meira

Skrímsli á Skagaströnd

Þeir sem hafa gaman að því að forvitnast um hafnir landsins og það sem þar kemur á land geta gert margt verra en að skoða Facebook-síðu Skagastrandarhafnar. Feykir rakst þar á mynd af Bessa á Blæ með einn vænan 44 kg þorsk – eiginlega skrímsli!
Meira

Gjöf foreldrafélagsins til Leikskóla Húnabyggðar

Á dögunum afhenti Foreldrafélag Leikskóla Húnabyggðar leikskólanum að gjöf tvær barnakerrur fyrir 4-6 börn. Í tilkynningu frá Foreldrafélagi Leikskóla Húnabyggðar segir að hugmyndin sé að þær nýtist sérstaklega yngstu deild leikskólans sem nú er til húsa við Húnabraut 6 og auðveldi þannig heimsóknir þeirra upp í aðalbyggingu leikskólans. Ein 6-barna kerra hefur nú þegar verið afhent og von er á annarri 4-barna kerru í sendingu á komandi vikum.
Meira

Söfn í þágu fræðslu og rannsókna | Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag

Yfirskrift safnadagsins í ár, „Söfn í þágu fræðslu og rannsókna“, snýr að mikilvægi menningarstofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar. Eins og segir á heimasíðu FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnamanna): „Söfn þjóna samfélaginu sem kraftmiklar fræðslumiðstöðvar, þar sem þau glæða forvitni, sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Nú í ár er vakin athygli á þætti safna í að styðja við rannsóknir og skapa vettvang til að kanna og deila hugmyndum. Hvort sem viðfangið er saga eða listir, tækni eða vísindi, þá eru söfn vel í stakk búin til að efla skilning og þekkingu okkar á heiminum í gegnum fræðslu og rannsóknir.“
Meira

Ólík nálgun á snjallfækkun

Um fjörtíu háskólanemar og kennarar frá sex erlendum háskólum, af tólf þjóðernum, heimsóttu Byggðastofnun í gær á vegum Háskólaseturs Vestfjarða sem er hluti af alþjóðlegu samstarfi og skipuleggur sumarskóla í samstarfslöndunum Svíþjóð, Lettlandi, Finnlandi, Eistlandi, Litháen auk Íslands.
Meira