Sögur af hestum og mönnum: Sæmundur og Heilalausi-Brúnn
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
23.08.2025
kl. 13.50
Sæmundur á Syðstu-Grund hafði, fyrir utan að keyra vörubíl, mest gaman af því að þeysa um á sprækum hestum. Sæmi eins og hann var jafnan kallaður ræktaði hross í talsverðum mæli og voru þau mikið til komin út af merum sem hann kom með með sér frá Grófargili en þaðan var hann. Sæmi vildi hafa hrossin sín kraftmikil og lífleg. Sæmi sendi hross í tamningu til ýmsra tamningamanna í Skagafirði og þótti honum lítið til koma ef þeir gáfu þeim þá einkunn að þau væru þæg. Nei þau áttu að vera fangreist með örlítið tryllingsblik í auga.
Meira
