Mannlíf

Ævintýralandið í Varmahlíð

Á morgun munu nemendur 3.-6. bekkja Varmahlíðarskóla verða staðsett í Ævintýralandinu sem sett verður upp á sviði Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð. Þar lifna persónur gömlu ævintýranna við og fléttast söguþræðirnir saman á óvæntan hátt. 1.og 2. bekkur munu einnig stíga á stokk og verða með íþróttaálfasprell.
Meira

Ólína Sif og Missouri State hafa náð frábærum árangri

Ólína Sif Einarsdóttir knattspyrnustúlka úr Tindastóli hélt síðasta vetur í víking til Bandaríkjanna þar sem hún fékk styrk til að stunda nám og spila knattspyrnu fyrir Missouri State háskólann. Hún er nú annan veturinn í westrinu og skólaliðið hennar náði á dögunum frábærum árangri, þegar þær sigruðu svokallað Missouri Valley Tournament og eru á leiðinni í NCAA úrslitakeppnina í fyrsta skipti í 17 ár.
Meira

Sviðaveisla í Miðgarði

Karlakórinn Heimir í Skagafirði ætlar að brjóta upp skammdegisdrungann og efna til skemmtikvölds og sviðaveislu í Miðgarði í kvöld kl. 20. Þar verður auk sviðalappa og andlita, söngur og gamanmál eins og Skagfirðingar kannast við og eru þekktir fyrir.
Meira

Síðasti séns að sjá Hróa hött

Þrjár aukasýningar hafa verið settar á hjá Leikfélagi Sauðárkróks á leikritinu um Hróa hött sem sýnt er þessa dagana. Allra síðasta sýning verður nk. sunnudag.
Meira

Vélmennadans Gísla Þórs komin út

Út er komin ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson, sem nefnist Vélmennadans. Vélmennið reynir að fóta sig í heimi manneskjunnar, trúir á tilfinningar í smáforritum og drekkur olíu í stað áfengis. Upp kvikna spurningar um flókið líf tölva og snjallsíma og vélmennið spyr sig: Er ég ekki manneskja? Er ég kannski app?
Meira

Pungar og pelastikk - raunir trillukarla í Miðgarði í kvöld

Áhugamannafélagið Frásaga sýnir í kvöld, föstudagskvöld, hugverkið Pungar og pelastikk – raunir trillukarla, þar sem leiknum atriðum og þekktum dægurlögum er blandað saman í samfellda dagskrá. Það eru tvær galvaskar konur á Hofsósi sem eru höfundar handritsins og leikstýra því en til liðs við sig hafa þær fengið þá Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason ásamt hljómsveit.
Meira

Kastali risinn á Blönduósi

Unga fólkið á Blönduósi hafði svo sannarlega ástæðu til að gleðjast á föstudaginn var en þá var tekinn í notkun stórglæsilegur kastali á lóð Blöndskóla. Þess er skemmst að minnast að í sumar var stærsti ærslabelgur landsins settur upp á sömu lóð, við hlið sparkvallarins, og er því óhætt að segja að skólinn státi nú af myndarlegum leikvelli fyrir nemendur sína.
Meira

Hrói höttur frumsýndur á morgun - Myndband

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir á morgun fjölskylduleikritið Hróa hött eftir Guðjón Sigvaldason í leikstjórn Bryndísar Óskar Þ. Ingvarsdóttur. Hrói mætir á sviðið klukkan 18, vopnaður boga og örvum og hittir alla sína skemmtilegu vini sem löngu eru orðnir þekktir. Feykir mætti á æfingu og tók upp smá vídeó af kappanum, vinum hans sem og óvinum.
Meira

Margt til skemmtunar um Laufskálaréttarhelgi

Hin árlega Laufskálarétt í Hjaltadal verður haldin nú um helgina og má búast við að þar verði margt um manninn að vanda. Smalað verður í fyrramálið en þá fer fjöldi fólks ríðandi fram í Kolbeinsdal til að sækja stóðið sem rekið verður til réttar á Laufskálum.
Meira

List fyrir alla í grunnskólunum

Grunnskólanemendur á Norðurlandi vestra fengu góða heimsókn í gær og fyrradag þegar hljómsveitin Milkywhale hélt tónleika á sex stöðum á svæðinu. Tónleikarnir eru á vegum barnamenningarverkefnisins List fyrir alla sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og er því ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum, óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum og stefnt að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Hægt er að kynna sér verkefnið betur á heimasíðunni List fyrir alla.
Meira