Mannlíf

Fljótahátíð 2025 um verslunarmannahelgina

Fljótahátíð verður haldin í þriðja skiptið í ár á Ketilási í Fljótunum. Reikna má með að Fljótamenn fari ekki úr sparibuxunum á meðan að hátíðin stendur. Það er sumar fagurt í Fljótum og því góð hugmynd að eyða þessari fínu helgi þar.
Meira

Sumarstarfið blómstrar á Löngumýri

Á Löngumýri neðan Varmahlíðar rekur Þjóðkirkjan kyrrðar og fræðasetur. Staðurinn er einnig leigður út fyrir fundahöld og ýmsa mannfagnaði. Vinsælt er að halda ættarmót á Löngumýri. Eldri borgarar víða af landinu hafa komið í orlofsdvöl á Löngumýri til margra ára. Blaðamaður Feykis brá sér í heimsókn á dögunum og hitti þar að máli Gunnar Rögnvaldsson staðarhaldara og Margréti Gísladóttir fyrrum forstöðukonu og núverandi orlofsgest.
Meira

Fjórhjól fyrir Magga

Ungmennafélagið Neisti á Hofsósi ætlar halda utan um skemmtilegan og nauðsynlegan viðburð 14. ágúst. Viðburðurinn kallast: Hjólað um Skagafjörð-Áheitasöfnun.
Meira

Munum leiðina, vitundarvakning um Alzheimer

Alzheimersamtökin hafa unnið að aukinni vitundarvakningu um Alzheimer um langt árabil. Liður í því er átakið Munum leiðina sem felst í því að koma upp fjólubláum bekkjum í sveitarfélögum víða um land en fjólublár er alþjóðlegur litur Alzheimer sjúk­dóms­ins og annarra heila­bil­un­ar­sjúk­dóma.
Meira

Opið hús hjá Nes listamiðstöð á sunnudag

Öllum er velkomið að kíkja við í kaffi í Nes listamiðstöð á Skagaströnd nú á sunnudaginn en opið hús verður þar frá kl. 16-18. Níu listamenn dvelja nú á Skagaströnd og þróa og stunda list sína sem er af margvíslegum toga. teikningar, málun, vaxþol litun (rōzome), pin-holuljósmyndun, textagerð, ljóðlist, kvikmyndagerð og skúlptúr ásamt öðrum miðlum.
Meira

Mikil ánægja með Húnavöku

Húnavaka var haldin 17. – 20. júlí á Blönduósiog tókst með eindæmum vel til. Feykir hafði samband við Kristínu Lárusdóttur, menningar og tómstundaráðgjafa í Húnabyggð, og spurði út þessa metnaðarfullu og fjölbreyttu bæjarhátíð.
Meira

Utanvegahlaupið Molduxi Trail fer fram 8 ágúst

Föstudaginn 8. ágúst næstkomandi verður utanvegahlaupið Molduxi Trail haldið í fyrsta sinn í Skagafirði. „Molduxi Trail er viðburður sem hefur það takmark að auka við flóru viðburða á svæðinu og er stutt af SSNV,“ segir Steinunn Gunnsteinsdóttir, einn af aðstandendum viðburðarins. „Hlaupið er bæði skemmtiviðburður og svo líka alvöru hlaup með viðeigandi tímatöku, hækkun og lengdum,“ bætir hún við.
Meira

Eldur í Hún logar glatt

Hin metnaðarfulla hátíð í vestur Húnavatnssýslu er komin á fullan skrið. Í gær var keppt í pílu og haldið unglingaball og fleira.
Meira

Frábært framtak á folf-vellinum á Hvammstanga

Sagt er frá því á vef Húnaþings vestra að nú á dögunum tóku nokkrir vaskir menn sig saman og smíðuðu palla á folf-völlinn á Hvammstanga. „Það er ánægjulegt að sjá svona frumkvæði hjá þessum óeigingjörnu sjálfboðaliðum. Sveitarfélagið færir öllum hlutaðeigandi sínar bestu þakkir,“ segir í fréttinni.
Meira

Eva Rún og Bardaginn

Sumir fá meira í fangið en aðrir og lífið virðist stundum ekki sanngjarnt. Þá hefst oft bardaginn við sjálfan sig og sálartetrið sem getur sannarlega verið strembinn. Feykir hefur áður birt viðtal við Evu Rún Dagsdóttir vegna veikinda sem hún gekk í gegnum. Hún hristi þau af sér harðnaglinn sem hún er en ekki leið á löngu áður en annars konar veikind tóku sig upp. Hamlandi kvíði. Eva Rún kallar ekki allt ömmu sína og hún reynir að takast á við sjúkdóminn á sinn hátt. Í vetur gaf hún út ljóðabók sem ber nafnið Bardagi þar sem hún skrifar um veikindi sín og bardagann sem hún stendur í.
Meira