Mannlíf

HÚNAVAKA : „Mikið af öllu því góða!“

Það styttist í Húnavöku og Feykir tekur púlsinn á nokkrum útvöldum. Nú er það Hrefna Björg Ásmundsdóttir, verslunarstjóri í Kjörbúðinni sem svarar nokkrum laufléttum Húnavökuspurningum en Hrefna býr á Skúlabraut á Blönduósi ásamt sínum manni og þremur börnum.
Meira

Forseti Íslands heimsækir Hóla

Hólahátíðin verður helgina 16.-17. ágúst. Að þessu sinni verður Hólahátíð barnanna laugardaginn 16. ágúst og mun skátafélagið Eilífsbúar sjá um dagskrá fyrir börn og fjölskyldur í fögru umhverfi Hólastaðar. Farið verður í leiki og þrautir, gengið um í skóginum, söngstund í kirkjunni og grillað við Auðunarstofu. Á sunnudeginum verður að venju hátíðarmessa í Hóladómkirkju kl. 14, síðan veitingar efir messu og hátíðardagskrá í kirkjunni kl. 16:10.
Meira

Eyrarsundsbrúin tekin og étin

„Það viðurkennist hér með að ég hef aldrei lagt mikinn metnað í hlaupalífsstílinn og látið duga að spretta á eftir rollum heima, svona þegar líður að hausti, og ríf nú frekar í lóðin heldur en að láta reyna á þolið ef ég kemst upp með það. Ég vissi að ég þyrfti að skipta um gír ef ég ætlaði nú að lifa þetta af og þó ég hafi haft meira en heilt ár til undirbúnings þá vissulega færði ég mig ekki yfir í þann gír fyrr en tveimur mánuðum fyrir hlaupið – eins og konu með frestunaráráttu á hæsta stigi einni er lagið,“ segir Rebekka Hekla Halldórsdóttir en hún tók ásamt vinkonum sínum þátt í Brúarhlaupinu milli Danmerkur og Svíþjóðar nú í júní.
Meira

Höfðingi heimsóttur á Löngumýri

Blaðamaður Feykis kom á Löngumýri á dögunum í fréttaleit. Þar rakst hann á bráðmyndarlegan mann og tók hann tali. Það kemur í ljós að maðurinn heitir Harladur Jójannsson, 96 ára Grímseynngur og sex mánuðum betur.
Meira

Krakkarnir í Sumarfjöri opna kaffihús fyrir eldri borgara

Í Húnabyggð er í gangi fjörugt verkefni fyrir krakka 6 til 12 ára. Þetta er 6 vikna námskeið þar sem í boði er skemmtileg og fjölbreytt sumardagskrá þar sem börnum stendur til boða ýmislegt skemmtilegt. Um er að ræða „Sumarfjör” þar sem lögð er áhersla á leiki, skemmtun og fræðslu. Boðið er upp á íþróttir, leiki, listir, fræðslu, sundpartý og ýmislegt fleira.
Meira

Ekki mikið svekkelsi í Sviss

„Komiði sæl og blessuð. Hér í Sviss er ekki hægt að greina eins djúpstæð vonbrigði hjá stuðningsmönnum og á netmiðlum íslenskum, þó eitthvert svekkelsi hafi verið að finna eftir leikinn í gærkvöldi,“ sagði Palli Friðriks þegar Feykir náði á honum nú í morgun í Sviss. Það var stór dagur framundan hjá Palla, búðarrölt með kvenþjóðinni en rétt að spyrja hann hvernig stuðningsmenn tækluðu dapurt gengi kvennalandsliðsins..
Meira

„Stemningin rabarbarasta alveg stórkostleg“

Rabarbarahátíðin í Gamla bænum á Blönduósi fór fram síðasta laugardaginn í júní. Einn af aðstandendum hátíðarinnar, Iðunn Vignisdóttir, kynnti lesendur Feykis fyrir hátíðinni og það var því upplagt að spyrja hana hvernig til hefði tekist. „Alveg svakalega vel. Við höfum enga hugmynd um hversu margir komu en samfélagið tók fallegan og góðan þátt,“ sagði Iðunn.
Meira

Heimsmeistarinn í Byrðuhlaupi skorar á aðra hlaupara að taka þátt að ári

Byrðuhlaupið fór fram í Hjaltadal 17. júní síðastliðinn. Það var Christian Klopsch sem stóð uppi sem sigurvegar og bætti heimsmetið í leiðinni. Christian er 33 ára gamall doktorsnemi við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Hann flutti 2022 til Hóla og hefur langað að taka þátt í Byrðuhlaupi síðustu ár en var aldrei heima – þar til nú. Þannig að í Byrðuhlaupinu 2025 kom Christian, sá og sigraði. Katharina Sommermeier, formaður Umf. Hjalta sem stendur fyrir hlaupinu, spjallaði við Christian fyrir Feyki.
Meira

Dagskrá Húnavöku 2025 er orðin opinber

Það styttist óðfluga í bæjarhátíð Húnabyggðar, Húnavöku, sem verður á Blönduósi dagana 16.-20. júlí. Að venju er mikið lagt í hátíðina, dagskráin fjölbreytt og viðamikil en að venju er laugardagurinn sneisafullur af alls konar. Þar má nefna torfærukeppni, froðurennibraut, markað, fjölskylduskemmtun, knattspyrnuleik, kótilettukvöld, tónleika og uppistand, brekkusöng og stórdansleik.
Meira

Á ferð með Bogga

Á Hofsvöllum í Vesturdal býr Borgþór Bragi Borgarsson ásamt konu sinni Guðrúnu Björk Baldursdóttur og eiga þau 3 börn og einn uppeldisson. Þau eru öll flogin úr hreyðrinu utan eitt. Hofsvellir munu vera fremsti bær í byggð í Skagafirði. Þau búa með 300 kindur og nokkur hross en aðalstarf Bogga, en því nafni gegnir hann ágætlega, er að vera frjótæknir en það vakti áhuga blaðamanns Feykis að kynnast því starfi. Blaðamaður slóst því í för með Bogga er hann í embættiserindum átti leið í Miðhús í Blönduhlíð.
Meira