Mannlíf

Gönguskíðabraut opnuð á skíðasvæðinu í Tindastólnum

Það er rjómablíða á Norðurlandi vestra í dag og það er skemmtileg tilviljun að á fyrsta vetrardegi hefur u.þ.b. tveggja kílómetra löng skíðagöngubraut verið tekin í gagnið á skíðasvæðinu í Tindastólnum. Er skíðagöngfólk boðið velkomið á svæðið en mælt er með því að göngumenn fari öfugan hring í dag.
Meira

Kaffi Krókur – sportbar & grill – opnar um helgina

Árvökulir Fésbókargestir hafa mögulega rekið augun í auglýsingu þar sem tilkynnt er um opnun Kaffi Króks á Sauðárkróki. KK restaurant var lokað mánaðamótin ágúst september og nú opna nýir eigendur Kaffi Krók sportbar & grill með löngum laugardegi en opnað verður á laugardagsmorgni kl. 11 og ekki lokað fyrr en kl. 3 aðfaranótt sunnudags en þá verður hinn eini sanni Einar Ágúst búinn að halda upp fjörinu frá 22:30 eða þar um bil. Á sunnudaginn verður opið frá 11-22.
Meira

Malbikað við Sauðárkrókskirkjugarð

Það er stundum talað um að óvíða í kirkjugörðum sé útsýnið magnaðra en í kirkjugarðinum á Nöfum á Sauðárkróki. Kirkjugarðar þurfa hinsvegar mikla umhirðu og fólk gerir kröfur um að aðgengi sé gott og garðarnir snyrtilegir. Nú í haust var ráðist í að malbika nýlega götu og plan vestan kirkjugarðsins, setja upp lýsingu og frárennsli og er þetta mikil bragarbót þar sem gatan nýja var með eindæmum hæðótt og leiðinleg yfirferðar.
Meira

Skemmtileg norðlensk tenging fylgdi góðri gjöf í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið spilaði við lið Portúgals í Pacos de Fer­reira í Portúgal í gær í umspilsleik þar sem sæti á HM kvenna næsta sumar var í húfi. Eftir smá dómaraskandal náðu heimastúlkurnar yfirhöndinni í leiknum og sigruðu 4-1 eftir framlengdan leik. Feykir ákvað að senda ekki blaðamann á leikinn en það gerði Vísir. Í frétt í morgun var sagt frá því að einn stuðningsmanna íslenska liðsins, Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, hafi fengið góða gjöf í flugstöðinni eftir leik og flaug heim með stjörnur í augum.
Meira

Snjórinn er sumum gleðigjafi

„Það er alltaf gleði og gaman hjá ungu kynslóðinni þegar fyrsti snjórinn kemur, þó að þeir fullorðnu séu ekki alveg eins glaðir,“ segir í frétt á heimasíðu Varmahlíðarskóla sem birtist sl. mánudag eða í kjölfar sunnudagsskellsins. Það var því ákveðið að nýta snjógleðina með nemendum í 3. og 4. bekk og farið út í snjóhúsagerð.
Meira

Það er leikur að læra

Nú fyrir síðustu helgi fengu nemendur í vali í framreiðslu við Grunnskóla Húnaþings vestra kennslu í blómaskreytingum. Á heimasíðu skólans kemur fram að margar fallegar skreytingar hafi litið dagsins ljós og skólinn þvíí kjölfarið fallega skreyttur með lifandi blómum. Ekki minnkar fjörið á morgun því þá er Valgreinadagur á Hvammstanga hjá 8., 9. og 10. bekk skólanna í Austur og Vestur-Húnavatnssýslum.
Meira

Hæðir og lægðir í laxveiðinni

Endasprettur laxveiðimanna stendur nú yfir í helstu ám landsins en þær loka á næstu dögum. Þá skýrist hvernig til hefur tekist í laxveiðinni í sumar. Miðfjarðará lokar á morgun en hún er aflamest húnvetnsku laxveiðiánna með 1.474 laxa samkvæmt tölum frá 21. september síðastliðnum. Í umfjöllun Húnahornsins um laxveiðina kemur fram að í fyrra endaði Miðfjarðará í 1.796 löxum þannig að það er ljóst að sú tala verður ekki toppuð í ár.
Meira

Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra fyrir árið 2022 voru veittar í miðri vikunni við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Viðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1999 og hafa í allt um 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Að þessu sinni voru þrjár viðurkenningar.
Meira

Ævintýraferð nemenda unglingastigs Grunnskólans austan Vatna

Skólarnir eru komnir á fullt að hausti eins og lög og reglur gera ráð fyrir og þar er ávallt líf og fjör. Á heimasíðu Grunnskólans austan Vatna segir varaformaður nemendaráðs, Ingunn Marín B. Ingvarsdóttir, hressilega frá hinni árlegu Ævintýraferð nemenda unglingastigs skólans. Áð var á Fjalli í Kolbeinsdal og mun ferðin hafa heppnast vel í alla staði.
Meira

Þeyst um Þingeyjarsveitir : Á mjúkum moldargötum...

Það hefur löngum verið umtalað meðal hestamanna að fá landsvæði séu jafn greið yfirferðar ríðandi mönnum og Þingeyjarsýslur. Eru lýsingar á endalausum moldargötum og skógarstígum slíkar að þeir sem ekki hafa sannreynt, liggja andvaka með vonarneista í brjósti um að brátt muni þeir fá að máta sig við dýrðina.
Meira