Mannlíf

Um 500 manns mættu á Stórhól í afmæli Beint frá býli

Nú á sunnudaginn var haldin 15 ára afmælishátíð Beint frá býli á sex stöðum á landinu. Hér á Norðurlandi vestra var hátíðin haldin á Stórhóli í gamla góða Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Ellefu framleiðendur mættu þar til leiks frá Norðurlandi vestra sem eru aðilar að Beint frá býli til að kynna og selja afurðir sínar. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps var með bakkelsi á svæðinu og ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum teymdi undir börnum.
Meira

Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Króknum

Á morgun, fimmtudaginn 24. ágúst, verður haldið í fyrsta skipti á Sauðárkróki Sumarkjóla- og búbbluhlaup. Það er hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem halda utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt og nú síðustu ár hefur verið haldið Proseccohlaup í Elliðarárdalnum sem hefur tekist mjög vel. Þetta er virkilega skemmtileg hugmynd sem hefur það eina markmið að hafa gaman,“ segir Vala Hrönn Margeirsdóttir sem er ein af þessum rammvilltu.
Meira

Edu gengur til liðs við Gránu Bistró

Nýverið tók nýr kokkur við keflinu á Gránu Bistró á Sauðárkróki. En Edu frá Frostastöðum hefur nú tekið við eldhúsinu og birti nýjan matseðil á dögunum. Á Gránu er lögð áhersla á gæðahráefni úr héraði og að vera með eitthvað létt, ferskt og spennandi í hádeginu. Edu er skagfirskum matgæðingum vel kunnur en hann hefur m.a. verið á Hótel Varmahlíð, Deplum og Hofsstöðum.
Meira

„Dýrin vekja alltaf mikla lukku hjá börnunum“

„Sveitasælan má segja að hafi gengið vonum framar þar sem farið var í seinna lagi af stað með undirbúning. En það voru um 30 sýnendur sem mættu til okkar sem ég tel fínt start aftur eftir fjögur ár í dvala,“ segir Sigurlína Erla Magnúsdóttir, formaður Flugu og annar verkefnastjóra Sveitasælunnar sem fram fór í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gær, og vísar þar í Covid-pásuna.
Meira

„Hefði ekki getað hugsað mér betra sumarfrí“

„Það voru rúmlega þúsund skráðir þátttakendur og það má áætla að það hafi verið um 6000 manns á svæðinu um [verslunarmanna]helgina,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarhelgina, en mótið tókst með eindæmum vel og spiluðu margir þættir þar inn.
Meira

Farsæld og vellíðan barna var þema fræðsludags skólanna í Skagafirði

Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í Varmahlíð sl. þriðjudag. Þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar fræðslunefndar. Fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar að fræðsludagurinn er árlegur viðburður í Skagafirði og er þetta í tólfta sinn sem slíkur dagur er haldinn hátíðlegur. Tilgangur fræðsludags er fyrst og fremst að hefja nýtt skólaár á samveru og samtali um áherslur í skólamálum hverju sinni. Starfsfólk sem tók þátt í fræðsludeginum í ár var um 240 talsins.
Meira

Hátíð gleði og þakkargjörðar

Hin árlega Hólahátíð fór fram dagana 12.-13. ágúst á Hólum í Hjaltadal. Boðið var upp á fjölbreytta menningardagskrá alla helgina og lauk henni með athöfn og hátíðardagskrá í Hóladómkirkju. Að sögn sr. Gísla Gunnarssonar, vígslubiskups á Hólum, var ágætis mæting. „120 manns voru í messukaffinu á sunnudag sem var á milli messu og hátíðardagskrár. Hátt í fjörtíu manns voru í útgáfuhátíð sálmabókanna á laugardag. Tveir gengu upp í Gvendarskál,“ sagði Gísli þegar Feykir leitaði frétta.
Meira

Glötuð úrslít í kökuskreytingakeppni ULM 2023

„Þetta var geggjað havarí og svakalegt stuð. Aðsóknin var rosaleg en allir skemmtu sér vel og fóru glöð út með flottar kökur. Ég er rosalega stoltur af því hvað þetta tókst vel,‟ segir bakarameistarinn Róbert Óttarsson, sem var sérgreinarstjóri í keppni í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki.
Meira

Íslands þúsund ár ómuðu um allan Krók þegar Unglingalandsmótinu lauk

Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki lauk í gærkvöldi og það verður varla annað sagt en að aðstæður hafi verið keppendum og gestum á Króknum hagstæðar. Mótsgestir þurftu hvorki að berjast við fellibyl, hitabylgju né flugnabit (svo Feykir viti til) en vindur var í lágmarki og þegar flestir áttu von á hellidembu á meðan á lokaathöfn og brekkusöng stóð í gærkvöldi þá stoppaði regnveggurinn frammi í sveit og leit ekki við á Króknum.
Meira

Vel lukkuð Fljótahátíð í bongóblíðu

Fljótahátíð var haldin í ár í annað sinn en hún var fyrst haldin fyrir tveimur árum með viku fyrirvara eftir að flestar útihátíðum landsmanna höfðu verið blásnar af vegna Covid-19 – já, það er ekki lengra síðan! Þá tók Stefanía Gunnarsdóttir sig til, eða Steffý eins og hún er vanalega kölluð, og hóaði í sitt helsta stemningsfólk og blés til lítillar útihátíðar á sínum æskuslóðum.
Meira