Mannlíf

Vatnaveröld smábátasafn

Laugardaginn 21. júní opnaði formlega smábátasafnið á Ytri-Húsabakka í Skagafirði. Þar býr safnstjórinn Ómar Unason ásamt konu sinni Dóru Ingibjörgu. Snemma byrjaði söfnunarárátta Ómars en elsta hlutinn á safninu eignaðist hann þegar hann var 10 ára.
Meira

Jóna Halldóra varð Landsmótsmeistari í pönnukökubakstri

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27.-29. júní. Vestur-Húnvetningar gerðu gott mót og til að mynda sigraði Jóna Halldóra Tryggvadóttir í pönnukökubakstri. Annar Vestur-Húnvetningur, Jónína Sigurðardóttir, hreppti þriðja sætið í sömu keppni.
Meira

Samtalið rétt að hefjast og áskoranirnar margar

Feykir hefur síðustu daga leitað svara hjá sveitarstjórum sveitarfélaganna fjögurra á Norðurlandi vestra um helst verkefni og framkvæmdir á vegum þeirra nú í sumar. Að þessu sinni svarar Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Auk þess að spyrja Unni út í verkefni þá svaraði hún nokkrum spurningum um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar.
Meira

Eitthvað smávegis á góðan stað

Tónleikarnir Græni salurinn fóru fram síðastliðið föstudagskvöld og vel tókst til að venju en tónleikarnir að þessu sinni voru tileinkaðir minningu listamannsins Gísla Þórs Ólafssonar (Gillons). Þegar tilfallandi kostnaður við tónleikahaldið hafði verið gerður upp var einhver afgangur eftir og í dag fóru tónleikahaldarar og færðu fjölskyldu Gísla það sem út af stóð.
Meira

Fjóla fór á grásleppu á Skagafirði

Í byrjun júní voru frumfluttir tveir útvarpsþættir á Gömlu gufunni þar sem Króksarinn brottflutti, Fjóla K. Guðmundsdóttir, kynnir sér grásleppuveiði og skellir sér á sjóinn með Guðmundi Hauki frænda sínum, syni Smilla heitins á Þorbjargarstöðum á Skaga og Brynju Ólafsdóttur. Í fyrri þættinum kynnti Fjóla sér undirbúning veiðanna og lærði eitt og annað gagnlegt en í seinni þættinum er haldið út á Skagafjörðinn og grásleppa dregin. Helstu viðmælendur Fjólu eru mæðginin Brynja og Guðmundur og voru samtölin bæði skemmtileg og fróðleg. Eftir að hafa hlýtt á þættina fannst blaðamanni ekki annað hægt en að spyrja Fjólu aðeins út í þáttagerðina og hvernig það var að starfa einn dag sem grásleppukarl.
Meira

Vilt þú taka þátt í að skapa stemningu?

Í sumar er von á fjölmörgum skemmtiferðaskipum til Sauðárkróks og á Hofsós. Í tilkynningu á vef Skagafjarðar er sagt frá því að sveitarfélagið ætli í tilefni af því að hrinda af stað tilraunaverkefni sem hefur það markmið að skapa lifandi og eftirminnilega stemningu fyrir farþega skipanna þegar þeir stíga í land.
Meira

Rabarbarinn rís til virðingar á Blönduósi

Í fyrra var Rabarbarahátíð haldin í fyrsta skipti á Blönduósi og tókst framar vonum. Það var því ekki annað í stöðunni en að endurtaka leikinn. Hátíðin þetta sumarið fer fram laugardaginn 28. júní í gamla bænum á Blönduósi og hefst kl. 11:00. Feykir hafði samband við einn skipuleggjenda hátíðarinnar, Iðunni Vignisdóttur, sem hafði frá ýmsu spennandi að segja. Við hófum þó leik á að spyrja hverjir væru í forsvari fyrir hátíðinni í ár.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi opnar klukkan fjögur í dag

Vakin er athygli á því að sundlaugin á Hofsósi er lokuð í dag, miðvikudaginn 25. júní, fram til kl. 16:00 vegna námskeiðs starfsmanna. Opnunartíminn verður því frá kl. 16:00 - 20:00.
Meira

Fjögur verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrki

Fjórar umsóknir frá Norðurlandi vestra fengu brautargengi við aðra úthlutun úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Alls barst 91 umsókn í sjóðinn upp á rúmar 128 milljónir króna. Samþykktar voru 72 umsóknir og úthlutað tæpum 38,5 milljónum króna.
Meira

Öll verkefni lögreglunnar voru af jákvæðari gerðinni á Hofsósi

Þrjár lögregluáhafnir voru viðstaddar á bæjarhátíðinni Hofsós heim um síðustu helgi. Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það sé gleðilegt að öll verkefni lögreglunnar á svæðinu hafi verið af jákvæðari gerðinni, engir árekstrar á milli manna eða vandamál sem kröfðust úrlausnar lögreglu.
Meira