Mannlíf

Húlladúll á Hvammstanga

Nú styttist í að hátíðin Eldur í Húnaþingi hefjist en hún verður sett eftir slétta viku, miðvikudaginn 26. júlí og er undirbúningur í fullum gangi. Dagana á undan verður hægt að gera sér ýmislegt til dundurs og eins og Feykir.is sagði frá á dögunum verður efnt til námskeiðs í brúðugerð fyrir skrúðgönguna á opnunarhátíðinni.
Meira

Námskeið í brúðugerð fyrir Eld í Húnaþingi

Undirbúningur fyrir hátíðina Eldur í Húnaþingi er nú í fullum gangi en hún verður haldin í fimmtánda sinn dagana 26. – 30. júlí nk. Meðal viðburða á hátíðinni má nefna tónleika Eyþórs Inga í Borgarvirki, heimamenn flytja tónlist á Melló Músika og hljómsveitin Buff verður með dansleik. Þá verður námskeið í tölvuleikjagerð, sirkusæfingum o.fl. og heimsmeistaramót í Kleppara svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Fjölskyldufjör í Fljótunum

Á Sólgörðum í Fljótum er oftast líf og fjör en þessa dagana er þó óvenju glatt á hjalla. Þar er nú risinn foráta hoppkastali sem hægt verður að hoppa í fram á laugardagseftirmiðdag.
Meira

Jafningjafræðslan í heimsókn á Hvammstanga

Unglingarnir í vinnuskólanum á Hvammstanga fengu í gær heimsókn frá jafningjafræðslunni. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að dagurinn hafi gengið prýðilega og veðrið hafi leikið við krakkana.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Í gær, mánudaginn 3. júlí, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Að þessu sinni voru það 25 aðilar sem hlutu styrk úr sjóðnum til margvíslegra menningartengdra verkefna. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS afhentu styrkina en auk þeirra sitja þau Efemía Björnsdóttir, Einar Gíslason, og Inga Valdís Tómasdóttir í stjórn sjóðsins.
Meira

Menningarhátíð í Blönduhlíðinni

Það verður glatt á hjalla í Blönduhlíðinni um næstu helgi þegar menningarhátíðin Listaflóð á vígaslóð verður haldin á Syðstu-Grund og Kakalaskála dagana 7. og 8. júlí.
Meira

Húnavakan á næsta leiti

Nú styttist í Húnavökuna á Blönduósi sem hefst í lok næstu viku en þar verður ýmislegt í boði. Búið er að birta dagskrána sem hægt er að nálgast HÉR. Samkvæmt Húna.is hét hátíðin áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafni hátíðarinnar og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlíf Húnvetninga.
Meira

Samstarf við myndlistamenn sem eiga rætur að rekja í Skagafjörð

Þann 1. júlí næstkomandi verður myndlistarsýningin Nr.1 Umhverfing opnuð á Sauðárkróki. Sýningarhúsnæði er annars vegar Safnahúsið, og hins vegar Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Nafn sýningarinnar, NR.1 Umhverfing, vísar til þess að fleiri sýningar verði settar upp með sama móti víða um land á næstu árum í samstarfi við heimamenn.
Meira

Ærslabelgurinn kominn á Hofsós

Ærslabelgurinn sem íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni safna nú fyrir er kominn á Hofsós og nú um helgina var unnið að uppsetningu hans við hliðina á sparkvellinum við skólann. Belgurinn er þó ekki kominn í gagnið og verður ekki blásinn upp fyrr en náðst hefur að safna fé fyrir heildarandvirði hans sem er 2,2 milljónir króna. Nú er söfnunarfé komið upp í 60% af endanlegri upphæð og eru aðstandendur söfnunarinnar hæstánægðir með góð viðbrögð, en betur má ef duga skal.
Meira

Drangey Music Festival í kvöld

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin í kvöld og verður þá mikið um dýrðir á Reykjum á Reykjaströnd. Eins og segir á Facebooksíðu hátíðarinnar verður áherslan á frábæra tónlist og fallega stemmingu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við. Í samtali við Rás 2 í morgun sagði Áskell Heiðar, einn af forsprökkum hátíðarinnar, að útlit væri fyrir góða samkomu og Íslendingar ættu ekki að vera í vandræðum með að klæða af sér kuldann þó hann blési af norðrinu en það ætti nú reyndar að hægja með kvöldinu.
Meira