Mannlíf

Bjór og götumatur glöddu hátíðargesti á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum var haldin laugardaginn 31. maí en hátíðin fór fyrst fram í september 2011 og er sú hátíð sem oftast hefur verið haldin hér á landi. „Hún féll niður í Covid og hefur því verið haldin í þrettán skipti,“ segir Bjarni Kristófer en hann segir hátíðina hafa þróast úr hreinni bjórhátíð í bjór- og matarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreyttan götumat.
Meira

Vaxandi áhugi á boccia í Húnaþingi vestra

Vesturlandsmót í boccía fór fram í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellbæ föstudaginn 30. maí. Til leiks mættu 19 sveitir, fimm frá Akranesi, Borgarbyggð og Húnaþingi-vestra og loks tvær sveitir úr Stykkishólmi og Mosfellsbæ. Feykir fékk ábendingu um að Vestur-Húnvetningar væru vel ferskir þegar kæmi að boccia ástundun og árangri í því sporti. Það var því ekki úr vegi að leggja nokkrar spurningar fyrir Guðmund Hauk Sigurðsson, formann Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra og einn alharðasta bocciakappa sveitarfélagsins.
Meira

Samvera, traust og gleði í Höfðaskóla á Skagaströnd

Skólaslit voru við Höfðaskóla á Skagaströnd sl. miðvikudag og við sama tækifæri voru nemendur 10. bekkjar útskrifaðir úr skólanum. „Við óskum ykkur öllum góðs sumarfrís og minnum á muna að vera dugleg að spyrja eftir bekkjarfélögum, leika saman, taka alla með í hópinn og vera góð og kurteis við alla,“ segir í færslu á vef skólans um leið og nemendum og forsjáraðilum er þakkað fyrir góða samveru á skólaárinu.
Meira

„Það er gaman að takast á við eitthvað nýtt og spennandi“

„Sko, það er smá saga að segja frá því. Ég er búinn að vera með Norðurslóðablæti frá því ég var púki vestur á Fjörðum og heyrði í veðurfréttum veðurskeyti frá Narsarsuaq á Grænlandi og fannst eins og það hlyti að vera draumastaður. Sem reyndist svo ekki vera, hef komið þar nokkrum sinnum,“ segir Magnús Hinriksson sem svona hversdags er starfsmaður Skagafjarðarveitna en leiðsögu- og ævintýramaður þegar færi gefst. Feykir hnusaði örlítið á Facebook og sá myndskeyti frá Magga nú nýlega þar sem hann var staddur í nágrenni við ísbirni á Svalbarða. Það var því bara eðlilegt að spyrja kappann hvað hann sé eiginlega að pæla og hvernig standi á þessu brölti í nágrenni Norðurpólsins.
Meira

Viðburðasumarið hafið á Norðurlandi vestra

Það er útlit fyrir viðburðaríkt sumar á Norðurlandi vestra í sumar og má segja að viðburðasumarið hafi hafist nú um helgina. Á Blönduósi er Prjónagleðin að rokka og víða er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur en þó óvíða að jafn miklum myndarskap og á Skagaströnd Á viðburða- og dagskrársíðu Feykis má sjá að undibúningur er kominn á fullt fyrir hátíðahöld sumarsins
Meira

Myndasyrpa frá brautskráningu FNV

Það var hinn merkilegasti brautskrárningardagur við Fjölbrautaskola Norðurlands vestra í gær eins og sagt var frá hér á Feykir.is í dag. Að venju var viðburðurinn myndaður í bak og fyrir, þrír ljósmyndarar mættir á svæðið og um 1800 myndir sem þarf að rúlla í gegnum. Hér má finna smá bragð af deginum í snefilmagni.
Meira

161 nemandi brautskráðist frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátiðlega athöfn miðvikudaginn 28. maí. Frá skólanum brautskráðust 161 nemandi af öllum brautum skólans. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari, og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari, stýrðu athöfninni. Þau sérstöku tímamót verða við skólann að loknu þessu skólaári að þrír stjórnenda skólans; Ingileif skólameistari, Keli aðstoðarskólameistari og Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri, láta af störfum.
Meira

Það má ekki gleyma að njóta og hafa gaman

„Ég man að mér fannst þetta smá stressandi og spennandi,“ segir Vigdís Hafliðadóttir þegar Feykir spyr hvað sé eftirminnilegast frá fermingardeginum hennar. „Ég fór auðvitað í greiðslu sem ég myndi ekki hafa í hárinu mínu núna þótt ég fengi borgað fyrir það. Svo fannst mér gaman að allir voru komnir heim til mín til að fagna mér og ég man að ég hafði áhyggjur af því að það kæmi svitablettur í kjólinn minn – gerðist ekki.“
Meira

Magga Steina vígð til djákna í Hóladómkirkju

Það var merkur dagur á sunnudaginn þegar Margrét Steinunn Guðjónsdóttir var vígð til djákna í Reykjavíkurprófastdæmi vegna starfa sinna á Löngumýri við orlof eldri borgara. Í fallegri afhöfn í Hóladómkirkju, sem sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup leiddi, voru þjónandi prestar í Skagafirði, Anna Hulda djákni og fleiri sem tóku þátt, en sr. Bryndís Malla prófastur í Reykjavíkurprófasdæmi lýsti vígslunni.
Meira

Hefur aldrei áður slegið í maí

„Ég hef aldrei slegið í maí áður, yfirleitt byrjum víð um miðjan júní,“ sagði Sigurður Baldurssonar bónda á Páfastöðum í Skagafirði en hann var farinn að slá montblettinn sinn í gær, 26. maí, eins og lesa mátti í færslu á Facebook-síðu hans. Feykir hafði samband við bóndann.
Meira