Mannlíf

Áhugamenn um sauðfjárrækt takið eftir

Í kvöld, fimmtudaginn 5. október, heldur Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hrútasýningu í hesthúsinu að Hvammi II í Vatnsdal. Herlegheitin byrja klukkan 20:00 og allir áhugamenn um sauðfjárrækt velkomnir og þið hin eruð velkomin líka. 
Meira

Svakaleg sögusmiðja á Sauðárkróki

Nú er um að gera að fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára að skrá sig á þessa Svakalegu sögusmiðju sem verður á Bókasafninu á Sauðárkróki laugardaginn 7. október frá 13:00-15:00.
Meira

Auglýst eftir efni fyrir „Upplestur“

Leikfélag Blönduóss auglýsir eftir efni fyrir viðburðinn „Upplestur“ sem fyrirhugaður er nú í vetur. Um er að ræða viðburð þar sem leikhópurinn mun lesa upp með leikrænum tilþrifum frásagnir, bréf, dagbókafærslur og annað í þeim dúr sem lífga upp á tilveruna. Takið eftir, sagnafólk og unnendur leyndarmála! Leikfélag Blönduóss býður ykkur ad leggja til kærkomnustu, vandræðalegustu eða áhugaverðustu frásagnir ykkar fyrir næsta viðburð okkar „Upplestur“
Meira

Sjö teymi taka þátt í Startup Storm

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Startup Storm sem hefst 4. október næstkomandi. Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira

Tindastólshópurinn farinn til Eistlands

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að meistaraflokkur karla lagði land undir fót og hélt af stað til Eistlands þar sem þeir munu taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll varð íslandsmeistari í vor og áttu þeir því rétt á ásamt fjórum efstu liðum deildarinnar að sækja um þátttöku í þessari keppni. Um er að ræða þriggja liða riðil í forkeppni og mun það lið sem verður í fyrsta sæti tryggja sér þátttöku í riðlakeppni mótsins og er þá keppt heima og að heiman í fjögurra liða riðlum.
Meira

Kynning á Pílu fyrir krakka

Pílukastfélag Skagafjarðar heldur kynningardag mánudaginn 2. Október milli klukkan 17:30 og 19:00 fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í aðstöðu félagsins að Borgarteigi 7.
Meira

Veislan er byrjuð

Laufskálaréttarhelgin er formlega hafin, eða sennilega hófst hún hjá þeim sem ætla að vera ríðandi í réttinni fyrr í vikunni, því koma þarf hrossunum inn í dalinn til að vera klár í slaginn í fyrramálið.
Meira

Bleika slaufan er komin í sölu

Bleika slaufan 2023 er komin í sölu og hefur hún sjaldan verði bleikari og fegurri en í ár. Slaufan er úr bleikum steinum sem eru misjafnir í lögun sem er vísun í það hvað mannfólkið er ólíkt.
Meira

Lögreglan heimsótti Árskóla

Á miðvikudag mætti Lögreglan á Norðurlandi vestra í heimsókn í alla bekki Árskóla á Sauðárkróki. Lögreglumenn ræddu við nemendur um ýmsar hættur í umferðinni og í kringum skólann og brýn var fyrir nemendum að fara varlega.
Meira

Jól í skókassa

Verkefnið „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Ladies Circle í Skagafirði tekur á móti pökkum fyrir góðgerðarverkefnið „Jól í skókassa“ og í ár verður tekið á móti kössum í Safnaðarheimilinu á Sauðárkóki mánudaginn 30. október nk. milli klukkan 17:00 og 20:00. Kassarnir eiga að vera tilbúnir til afhendingar þegar þeim er skilað inn. 
Meira