feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
01.07.2025
kl. 11.51
oli@feykir.is
Í byrjun júní voru frumfluttir tveir útvarpsþættir á Gömlu gufunni þar sem Króksarinn brottflutti, Fjóla K. Guðmundsdóttir, kynnir sér grásleppuveiði og skellir sér á sjóinn með Guðmundi Hauki frænda sínum, syni Smilla heitins á Þorbjargarstöðum á Skaga og Brynju Ólafsdóttur. Í fyrri þættinum kynnti Fjóla sér undirbúning veiðanna og lærði eitt og annað gagnlegt en í seinni þættinum er haldið út á Skagafjörðinn og grásleppa dregin. Helstu viðmælendur Fjólu eru mæðginin Brynja og Guðmundur og voru samtölin bæði skemmtileg og fróðleg. Eftir að hafa hlýtt á þættina fannst blaðamanni ekki annað hægt en að spyrja Fjólu aðeins út í þáttagerðina og hvernig það var að starfa einn dag sem grásleppukarl.
Meira