Mannlíf

Forvitnilegt myndskeið frá heimsókn Kristjáns Eldjárns til Skagafjarðar fyrir 56 árum

Kvikmyndasafn Íslands hefur sett inn mikið efni eftir Vigfús Sigurgeirsson á vef sinn islandafilmu.is. Feyki barst ábending frá safninu um myndskeið frá opinberri heimsókn forsetahjónanna Kristjárns og Halldóru Eldjárns á Norðurlandi í ágúst árið 1969. Það er örugglega gaman fyrir fólk fætt fyrir og um 1960 að vita hvort það þekkir ekki einhver þeirra mýmörgu andlita sem ber fyrir sjónir.
Meira

Sjáumst, skokkum og skálum!

„Náðir þú ekki að nota sumarkjólinn eða hlaupaskóna eins oft og þú stefndir að í sumar? Engar áhyggjur, núna skellir þú þér bara í kjólinn og reimar á þig hlaupaskóna og hittir okkur á pallinum við Sauðá kl. 15 á laugardaginn 23. ágúst...“ Þannig hefst kynning á þeim ágæta viðburði Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Króknum sem dömurnar í 550 rammvilltum standa fyrir í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá. Ein rammvillt, Vala Margeirs, svaraði nokkrum spurningum Feykis.
Meira

Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna í Húnaþingi vestra

Líkt og fyrri ár stendur til að Húnaþing vestra veiti umhverfisviðurkenningar í flokkunum Umhverfi og aðkoma sveitabæja/fyrirtækjalóða annars vegar og umhverfi og garðar einkalóða/sumarbústaðalóða hins vegar. Á heimasíðu sveitarfélagiins er skorað á þá sem vita af görðum eða svæðum sem eiga slíka viðurkenningu skilið að senda inn tilnefningar.
Meira

Allt að falla í ljúfa löð í Hegranesi

Nú síðustu misserin hefur verið tekist á um afdrif félagsheimila í Skagafirði en hugmyndir voru um að selja þrjú þeirra. Sölu á Ljósheimum var slegið á frest en til stóð að selja félagsheimilið í Hegranesi og Skagasel á Skaga. Íbúar í Hegranesi voru afar ósáttir við þessa fyrirætlun og nú, eftir töluverð átök um fyrirhugaða sölu, hefur verið ákveðið að ganga til samninga við íbúasamtökin. Hins vegar verður leitast eftir því að selja Skagasel.
Meira

809 nemendur skráðir til leiks í FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í morgun í 47. skipti. Heimavistin var opnuð nemendum nú á sunnudag og í gær hófust nýnemadagar. Skólasetning var kl. 8 og í framhaldi af því var opnað fyrir stundatöflur. Þau tímamót urðu að þriðji skólameistarinn í sögu FNV (áður FáS) setti skólann en Selma Barðdal tók í byrjun mánaðarins við af Ingileif Oddsdóttur sem skólameistari. Selma segir skólaárið leggjast afar vel í sig. „Ég er að taka við góðu búi og hlakka mikið til þess að kynnast öllu því góða fólki sem starfar við skólann sem og nemendum skólans.“
Meira

Smáframleiðendur á Starrastöðum

Þann 24. ágúst opna Starrastaðir í Skagafirði býli sitt fyrir gestum í tilefni af Beint frá býli deginum, sem er nú haldinn þriðja árið í röð.
Meira

Framkvæmdir við nýjan golfskála hefjast senn

Framkvæmdir hefjast senn við nýjan golfskála á Hlíðarendavelli Það standa fyrir dyrum framkvæmdir á svæði Golfklúbbs Skagafjarðar en nú í lok ágúst verður hafist handa við að fjarlægja golfskálann og í framhaldinu verður ráðist í jarðvegsvinnu og uppsetningu á nýjum og stærri golfskála. Sá verður um 230 fermetrar og því talsvert meira en helmingi stærri en sá gamli.
Meira

Maggi kláraði með stæl

Eins og við á Feyki sögðum frá í gær hjólaði Magnús frá Brekkukoti hringinn í Skagafirði á handaflinu einu til að safna áheitum til að kaupa sér rafmagnsfjórhjól. Er skemmst frá að segja að Maggi kláraði verkefnið eins og að drekka vatn og kom síðdegis í Hofsós þar sem fjöldi fólks tók á móti honum.
Meira

Hólahátíð verður helgina 16.-17. ágúst 2025

Hin árlega Hólahátíð verður um næstu helgi en nú er bryddað upp á þeirri nýbreytni að hátíðin hefst á laugardeginum með Hólahátíð barnanna. Þar verður dagskrá fyrir börn og fjölskyldur frá kl. 14.00. Skátafélagið Eilífsbúar sér um dagskrána og verður farið í ýmsa leiki og þrautir úti, auk skógargöngu.
Meira

Gaman að koma heim og spila fyrir fólkið sem hefur haldið með mér frá fyrsta gítargripi

Í júlí var boðið upp á flotta tónleika í Gránu á Sauðárkróki en þá tróðu upp þau GDRN og Reynir Snær gítarséní en hann er Króksari í húð og hár og einn eftirsóttasti gítarleikari landsins síðustu árin. Það virðist í raun vart hægt að halda almennilega tónleika lengur án þess að Reynir Snær sé fenginn til að sjá um gítarleikinn. Feykir tók viðtal.
Meira