Mannlíf

Stúlkur í Pilsaþyt spiluðu opnunarleik götukörfuboltamótsins á 17. júní

Á heimasíðu Skagafjarðar má finna fjölda mynda frá þjóðhátíðardeginum á Króknum. Veður var hið besta í Skagafirði þann 17. júní en Skagfirðingar fengu dass af hitabylgjunni sem þeir fyrir austan hafa gortað sig af síðustu vikurnar. Það voru því eðlilega margir sem brugðu undir sig betri fætinum og röltu á hátíðarsvæðið sunnan íþróttahússins.
Meira

Guðmundur góði biskup meðal eftirrétta á Kaffi Hólum

Veitingalífið glæðist með sumarkomunni. Mörgum þykir gaman að fara heim að Hólum í Hjaltadal og nú er enn ríkari ástæða til að heimsækja þann fallega stað því Kaffi Hólar, í kjallara gamla skólahússins, er með opið frá átta á morgnana til níu að kvöldi alla daga.
Meira

Frá 17. júní á Blönduósi

Sumir virðast telja að það sé alltaf rok og rigning á þjóðhátíðardeginum góða. Svo er auðvitað ekki þó veðrið sé vissulega misjafnt þann 17. júní. Veður var með besta móti á Norðurlandi vestra í gær þegar haldið var upp á daginn, víðast hvar hlýtt og stillt þó skýin hafi skyggt á sólargeislana. Feykir tók stöðuna á Blönduósi í gær en þar var margt um manninn og mikið um að vera alla helgina því auk þjóðhátíðardagskrár fóru Smábæjarleikarnir í fótbolta fram nú um helgina.
Meira

17. júní fagnað í dag

Í dag eru 79 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni eru hátíðarhöld um allt land. Ekki láta íbúar á Norðurlandi vestra deigan síga í þeim efnum en vegleg dagskrá er á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga í tilefni dagsins. Feykir óskar Íslendingum nær og fjær til hamingju með daginn.
Meira

Stefna ekki allir á að vera sexý á sjómannadagsballi í kvöld?

Króksarar halda að venju snemma upp á sjómannadaginn og halda sína SjávarSælu í dag sem hefst með skemmtisiglingu nú um hádegið. Fjölskylduhátíð verður síðan á syðri bryggjunni frá klukkan eitt, hátíðarkvöldverður undir veislustjórn Gísla Einars í Síkinu í kvöld og ef það er ekki nógu sexý fyrir flesta þá mætir mister sexý sjálfur, Helgi Björns, ásamt fríðu föruneyti og heldur uppi fjöri eins og honum einum er lagið.
Meira

Alls voru 146 nemendur brautskráðir frá FNV

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 44. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 26. maí 2023 að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 146 nemendur af 15 námsbrautum og hafa nú 3100 nemendur brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Feykir er ekki alveg með það á kristaltæru en sennilega hafa aldrei jafn margir nemendur brautskráðst og nú.
Meira

Brosið allsráðandi á afmælisdegi Árskóla

Árskóli á Sauðárkróki fagnaði 25 ára afmæli þann 16. maí síðastiðinn og það eitt og annað gert til að fagna tímamótunum. Feykir hafði samband við listamanninn Guðbrand Ægi Ásbjörnsson, myndmenntakennara með meiru, og sagði hann alla árganga skólans hafa verið með viðburði eða verkefni í sínum stofum eða í matsalnum. „Loppumarkaður á þekjunni, bóksala í tveimur stofum og veitingasala var í matsalnum,. Svo stýrði Logi dansi í íþróttahúsinu en þar voru vinaliðar líka með sína leiki,“ segir Ægir sem hannaði afmælismerki í tilefni tímamótanna.
Meira

„Ég held að geggjun sé vægt til orða tekið“

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hafa með vegferð Tindastóls í gegnum úrslitakeppnina að það eru flestallir stuðningsmenn liðsins merktir Stólunum í bak og fyrir. Það er Þröstur Magnússon í Myndun á Sauðárkróki sem hefur eytt ófáum klukkutímunum í að framleiða allt milli himins og jarðar svo allir sem vilja geti borið Tindastólsmerkið með stolti. Í lokaviku einvígis Vals og Tindastóls bættist síðan við heilmikil prentun vegna atvinnulífssýningar á Króknum og framleiðsla á sérstökum Íslandsmeistarabolum en salan hefur farið frábærlega af stað.
Meira

OK færði viðskiptavinum sínum óvæntan glaðning í tilefni af titli

Það er óhætt að fullyrða að flestir ef ekki allir stuðningsmenn Stólanna svífi enn á sæluskýji eftir lið Tindastóls nældi loks í Íslandsmeistaratitilinn í körfubolti. Árangurinn hefur vakið mikla og jákvæða athygli og gaman að fylgjast með því hversu margir hafa samglaðst Tindastólsfólki og Skagfirðingum. Nú í morgun fengu síðan 27 viðskiptavinir OK (Opinna Kerfa) á Sauðárkróki óvæntan glaðning því fyrirtækið, sem er með útibú á Króknum, hafði fengið Sauðárkróksbakarí til að baka veglega súkkulaðitertu til að færa viðskiptavinum sínum í tilefni meistaratitilsins.
Meira

Tindastólsmönnum vel fagnað á Króknum

Íslandsmeistarar Tindastóls tóku nettan meistararúnt í gegnum Krókinn skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld en fánar blöktu á ljósastaurum í tilefni dagsins. Rúta Suðurleiðar stoppaði svo til móts við Síkið en þar hafði dágóður hópur fólks safnast saman þrátt fyrir lítinn fyrirvara og fagnaði vel þegar hetjurnar birtust með bikara á lofti.
Meira