Mannlíf

Vísnakeppni Sæluviku 2025

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga er venja að birta úrslit í árlegri vísnasamkeppni, vonandi verður hún á Sæluvikudagskránni næstu hálfa öldina amk. Markmiðið er að fá fólk til að rifja upp kynni við skáldagyðjuna, botna fyrirfram gefna fyrriparta og yrkja vísu eða vísur um ákveðið efni. Í ár er það eftirtektarverður og ógnvekjandi stjórnunarstíll forseta nokkurs vestanhafs sem er yrkisefnið. Aukning þátttöku í prósentum talið er að nálgast efri tollamörk Trömps. Bárust okkur svör frá 21 hagyrðingi undir alls 26 dulnefnum. Sumir botnuðu alla fyrriparta ásamt því að senda inn eina eða fleiri vísur, einhverjir sendu aðeins eina stöku og allt þar á milli. Hver hafði sína hentisemi með það. Úr nógu var því að moða og erfitt verk beið dómnefndar.
Meira

Hestamenn slá botninn í Sæluvikuna

Það fer vel á því að Sæluviku Skagfirðinga endi á hátíð hestamanna en á laugardaginn verður sýningin Tekið til kostanna í Reiðhöllinni Svaðastöðum og hefst kl. 19:00. Kvöldið áður dregur til tíðinda í Mesitaradeild KS þegar lokamótið fer fram í Svaðastaðahöllinni en keppt verður í tölti og Fluguskeiði. Þessu má auðvitað ekki nokkur maður missa af. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur sem stjórnar þessu öllu saman.
Meira

Konan fagnar líka þessum tímamótum í lífi okkar

Eftir aldafjórðung á sjó og ríflega annað eins tímabil í sölu- og markaðsmálum og útgerðarstjórn lætur Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri hjá FISK Seafood, af störfum um mánaðarmótin. Gylfi segir að honum líði vel með þessa ákvörðun og að þetta sé komið gott. „Það er orðið tímabært að rýma til fyrir yngra fólki með nýja þekkingu og hugmyndir. Ég stíg bæði sáttur og saddur frá þessu borði og veit að konan mín fagnar líka þessum tímamótum í lífi okkar. Það er auðvitað í leiðinni margs að sakna og þar hef ég ekki síst í huga það frábæra fólk sem ég hef fengið að vinna með í gegnum þennan langa feril.“
Meira

Það er ekki nokkur maður að gleyma leiknum í kvöld

Við minnum enn og aftur á leikinn í kvöld! Já einmitt, það er þriðji leikur Tindastóls og Álftaness í undanúrslitum Bónus deildar karla í kvöld og hefst kl. 19:15.
Meira

Vel heppnað Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju

Það var hugljúf og falleg stund í Sauðárkrókskirkju mánudagskvöldið 28. apríl þegar hið árlega Kirkjukvöld var haldið. Gestir kvöldsins voru rúmlega 100 manns og var dagskráin glæsileg að vanda. Sr. Karl Matthíasson tók fyrstur til máls og kynnti lögin eitt af öðru, eins og honum einum er lagið, en það var Kirkjukór Sauðárkrókskirkju sem hóf sönginn. Stjórnandi kórsins var að þessu sinni Helga Rós Indriðadóttir og spilaði Rögnvaldur Valbergsson organisti á hljómborð og Sigurður Björnsson var á trommum. Einsöngvarar kvöldsins voru þær Lára Sigurðardóttir og Guðrún Jónsdóttir.
Meira

„Sveitarfélögin eru um margt lík hvað varðar uppbyggingu og atvinnuhætti“

Umræða um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar rt nú í fullum gangi. Svo virðist sem töluverð hákvæðni ríki um að ferlinu verði fram haldið. Magnús Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokks í Húnaþingi vestra, er formaður verkefnisstjórnar óformlegra viðræðna fyrir hönd Húnaþings vestra og lagði Feykir fyrir hann nokkrar spurningar. Var hann m.a. spurður hvort hann teldi íbúa spennta fyrir sameiningu en þar vitnaði hann í orð hins þjóðkunna sr. Baldur heitinn í Vatnsfirði: ,,Í þessu máli er vissara að hafa tvær skoðanir.““
Meira

Forsætisráðherra heimsækir Skagafjörð

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra býður til opins fundar í Skagafirði mánudaginn 28. apríl. Ráðherra verður einnig með erindi á kirkjukvöldi á Sauðárkróki sama dag í tilefni Sæluviku. „Það hefur gefið mér mikið síðustu misseri að halda opna fundi með fólki um allt land og ég vil halda því áfram eins og ég get í nýju embætti. Ég hlakka til að koma í Skagafjörðinn og eiga opið og milliliðalaust samtal um það sem brennur helst á heimamönnum,“ segir Kristrún.
Meira

Sæluvikan sett og Faxi afhjúpaður á ný

Sæluvika Skagfirðinga var sett við hátíðlega athöfn á Sauðárkróki í dag. Gestir voru flestir mættir tímanlega fyrir kl. 13 eins auglýst hafði verið og voru umsvifalsust sjanghæjaðir út á Faxatorg í ískalt þokuloftið þar sem draugalegur Faxi beið þess að verða afhjúpaðir enn og aftur. Einar E. Einarsson, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar, flutti þar ágæta setningarræðu Sæluviku, sagði síðan nýjustu fréttir af Faxa og sýndi loks lipra takta við að færa listaverkið okkar góða úr plastklæðunum. Eftir stóð Faxi bronshjúpaður á nýjum stalli og hefur sennilega aldrei verið ferskari.
Meira

María og Sigurður hlutu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga í dag kynnti Hrefna Jóhannesdóttir frá Silfrastöðum og varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar val á þeim sem hlutu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2025 en þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin eru afhent. Þau komu nú í hlut heiðurshjónanna Maríu Guðmundsdóttur og Sigurðar Hansen frá Kringlumýri í Blönduhlíð og eru þau sannarlega vel að heiðrinum komin.
Meira

Sæluvikan sett í Safnahúsi Skagfirðinga í dag

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, verður dagana 27. apríl - 3. maí. Setningin verður í Safnahúsinu í dag, sunnudaginn 27. apríl, og hefst kl. 13:00. Þar verða m.a. veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og úrslit í Vísnakeppninni verða kunngerð.
Meira