Mannlíf

Lilla ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku

Vísir.is sagði frá því í gær að Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku en hún hefur á síðustu misserum leitt útrás hugbúnaðarfyrirtækisins þar í landi. Nafnið hringir kannski ekki endilega hraustlega bjöllum hjá lesendum Feykis en Jóhanna er alin upp á Króknum en sennilega muna fleiri eftir henni Lillu í fótboltabúning og með boltann undir hendinni.
Meira

20 ára afmæli Ámundakinnar

Nú á mánudaginn verða liðin 20 ár frá því að Ámundakinn ehf. var sett á laggirnar. Af því tilefni er gestum og gangandi boðið til veislu í þjónustukjarnanum á Blönduósi á milli kl. 15 og 17 þar sem boðið verður upp á kaffi og tertubita líkt og Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar, komst að orði í samtali við Feyki.
Meira

Jólin heima héldu áfram að toppa sig

Jólatónleikarnir Jólin heima er hugmynd sem varð til í COVD heimsfaraldrinum og hefur svo stækkað með hverju árinu síðan upphafið var fyrir fjórum árum síðan. Það má segja að COVID hafi ekki verið slæmt af öllu leyti því margar góðar hugmyndir urðu til og fólk fór að hugsa út fyrir boxið.
Meira

Jólavaka í Höfðaborg

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna. Notaleg kvöldstund í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi, fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra frumsýnir Þyt í laufi

Síðustu vikur hefur Leikflokkur Húnaþings vestra verið að æfa leikritið Þytur í laufi- ævintýri við árbakkann. Leikstjóri er Greta Clough og er þetta fjórða barnaleikritið sem hún leikstýrir fyrir leikflokkinn en hún hefur komið að um 20 barnaleikritum í heild. Handritið var þýtt af Ingunni Snædal sem nýverið var valin í dómnefnd bókmenntaverðlauna Dyflinnar á Írlandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ingunn þýðir fyrir leikflokkinn en þýddi hún einnig handritið að Hér um bil Húnaþing sem leikflokkurinn sýndi 2017.
Meira

Mjög vel mætt á jólatónleika Tónlistarskóla A-Hún

Tónlistarskóli Austur-Húnavatnssýslu hélt þrenna jólatónleika í liðinni viku. Hugrún Sif tónlistarskólastjóri tjáði Feyki að mæting á tónleikana hafi verið mjög fín en nemendur sem komu fram á tónleikunum voru á aldrinum 6-66 ára.
Meira

Ísbað er rosalega svalt á svo marga vegu

Eins og Feykir sagði frá fyrr í dag þá biðla Skagafjarðarveitur til fólks að sleppa heitu pottunum nú í kuldakastinu. Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson baðar sig reyndar ekki upp úr skagfirsku vatni en hann er svalur á því og skellti sér í ísbað í gaddinum. „Ein besta fjárfesting og fíkn sem ég hef komist í, maður verður algjörlega háður því að vera SVALUR,“ segir hann í færslu á Facebook.
Meira

Minningarsjóður Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi fær góða gjöf

Á dögunum komu í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, börn Ástu Karlsdóttur og Ólafs Sveins-sonar fyrrum yfirlæknis til fjölda ára. Tilefnið var að afhenda gjöf í Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi og bjóða upp á tertu.
Meira

Minnihlutinn sá fyrir sér að búa á Norðurlandi vestra í framtíðinni

Vel heppnað Ungmennaþing SSNV, Valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra, var haldið Í félagsheimilinu á Blönduósi áhuastdögum. Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að meðal athyglisvsverðustu niðurstaðna þingsins hafi verið að innan við helmingur af þátttakendum sáu fyrir sér að búa í landshlutanum í framtíðinni. „Þessar niðurstöður eru umhugsunarverðar fyrir stjórnmálafólk landshlutans því ef unga fólkið vill ekki búa hér í framtíðinni hver á þá að gera það? “ segir í fréttinni á vef SSNV.
Meira

Þytur í laufi sýnt á Hvammstanga

Á Hvammstanga býr Greta Clough sem er orðin mörgum kunn. Hún er leikhúshöfundur, leikari, leikstjóri og leikskáld. Í fullu starfi býr hún til leikhús bæði frá eigin vinnustofu á Hvammstanga og erlendis. Undanfarin tvö ár hefur hún verið mjög upptekin, með nokkur verkefni í gangi íLettlandi, Noregi, Tékklandi og hér á Íslandi. Greta er margverðlaunuð fyrir verk sín sem hún hefur búið til fyrir börn og fjölskyldurþeirra, en næsta verkefni er að setja á svið leikritið Þytur í laufi með hópi leikara í hennar heimabyggð, Húnaþingi vestra, núna fyrir jólin.
Meira