Mannlíf

Ný stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði

Aðalfundur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði var haldinn á Lýtingsstöðum síðast liðinn mánudag. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf og urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins.
Meira

Nota 60 ára gamla búninga á sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur á Hvammstanga sl. fimmtudag með hefðbundnum hætti. Vel viðraði til skrúðgöngu en það eru Sumardísin og Vetur konungur sem leiða skrúðgönguna á Hvammstanga, samkvæmt 60 ára gamalli hefð. Af því tilefni sló blaðamaður Feykis á þráðinn til Ingibjargar Pálsdóttur (Lillu), sem hefur umsjón með hátíðarhöldunum og er ein þriggja kvenna sem saumuðu búninga sem notaðir hafa verið frá upphafi.
Meira

Einar Mikael kemur á Krókinn

Einar Mikael töframaður ætlar að vera með sýningu á Mælifelli í næstu viku. Sagðist hann hlakka mikið til að koma og gleðja fjölskyldur á Króknum. Hann segir sýninguna vera troðfulla af flottum sjónhverfingum og nýjum atriðum sem hafa aldrei sést áður á Íslandi.
Meira

Brúðuverkið Engi sýnt á Hvammstanga

Engi er frumsamið brúðuverk fyrir börn 3+, skapað af Gretu Clough. Það verður sýnt þann 1. maí í Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 14 og kl. 18. Sýningin er 45 mínútur að lengd, ekkert hlé er sýningunni og ekkert er talað.
Meira

Vor í lofti hjá Lillukórnum

Hinir árlegu vortónleikar Lillukórsins verða að þessu sinni í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 30. apríl n.k. og hefjast klukkan 14. Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdóttir og stjórnandi og undirleikari Sigurður Helgi Oddsson.
Meira

Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju í kvöld

Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju er árviss viðburður í Sæluviku Skagfirðinga og verður það í Sauðárkrókskirkju í kvöld, mánudagskvöldið 25. apríl kl. 20. Að vanda verður boðið upp á song, hljóðfæraleik og ræðuhöld.
Meira

„Ýmsar sögur segja má af Sæluvikum góðum“ - Sæluvika Skagfirðinga er hafin

Sæluvika Skagfirðinga var sett í blíðaskaparveðri í gær en athöfnin fór fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Þá var opnuð glæsileg myndlistarsýning Hallrúnar Ásgrímsdóttur, tilkynnt úrslit í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga og opinberað hver hlyti fyrstu Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem afhent verða í Sæluviku ár hvert framvegis. Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar léku nokkur lög á milli ávarpa.
Meira

Sýning í Bílskúrs Galleríi á morgun

Hand / work, eða Handa vinna, er sýning listamanna sem dvelja í Kvennaskólanum á Blönduósi sem haldin verður í Bílskúrs Gallerí að Árbraut 31 Blönduósi á morgun, 26. apríl, frá kl. 17 - 19. Allir eru boðnir velkomnir.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga sett í dag - Lista- og menningarhátíð 24.–30. apríl 2016

Sæluvika Skagfirðinga, lista- og menningarhátíð, hefst um helgina. Í Sæluviku verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um fjörðinn. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins og nær saga hennar allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngu sína.
Meira

Myndlistarsýning Hallrúnar

Listasafn Skagfirðinga stendur fyrir myndlistarsýningu Hallrúnar Ásgrímsdóttur nema við Myndlistarskólann á Akureyri. Hallrún er frá Tumabrekku í Óslandshlíð.
Meira