Mannlíf

Uppskeruhátíð búgreina í Austur-Húnavatnssýslu

Í lok nóvember komu bændur og hestamenn í Austur-Húnavatnssýslu saman og gerðu sér glaðan dag á Blönduósi. Verðlaunaafhendingar voru fyrir góðan árangur í hverri búgrein fyrir sig.
Meira

Afmælis- og jólatónleikar í boði FISK Seafood

Þann 23. desember n.k. eru liðin 60 frá stofnun Fiskiðju Sauðárkróks, sem nú heitir FISK Seafood. Af því tilefni hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða til glæsilegra afmælis- og jólatónleika í Miðgarði í Skagafirði. Á tónleikunum koma m.a. fram Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðnadóttir, Karlakórinn Heimir og fleira söngfólk úr Skagafirði. Tónlistarstjórar verða þeir Stefán Gíslason og Einar Þorvaldsson og umsjón með tónleikunum hefur Áskell Heiðar Ásgeirsson.
Meira

Æsispennandi keppniskvöld hjá Skagfirðingum

Skagfirðingar hafa setið límdir við sjónvarpsskjái sína í kvöld, það er þeir sem ekki voru í beinni útsendingu að fylgjast með körfubolta, leitinni að bestu röddinni eða æsispennandi spurningakeppni. Þó ekki yrðu skagfirskir sigrar á neinum þessarra vígstöðva stóðu fulltrúar héraðsins sig með stakri prýði og buðu upp á spennandi keppni, hver á sínu sviði.
Meira

Upplestri á aðventu frestað til sunnudags

Vegna slæmrar veðurspár verður áður auglýstum Upplestri á aðventu, sem vera átti í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á morgun kl. 15:00, frestað til sunnudags. Hefst hann í staðin á sunnudaginn, 6. dsember, klukkan 14:00. Boðið er upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Meira

Skemmtilegar flíkur sem eru áberandi núna

Í seinasta pistli fjallaði ég um netverslanir á Íslandi og því miður eru þær ekkert rosalega margar en það er alltaf ný og ný að bætast við í flóruna, mér til mikillar ánægju. En á meðan ég ráfaði um á netinu að leita þær uppi gaf ég mér tíma til að skoða fataúrvalið í hverri og einni. Það voru nefnilega nokkrar flíkur sem gripu augað mitt strax því þær voru bæði áberandi og pínu öðruvísi þegar á heildina var litið. Mig langar því til að taka þær fyrir í þessum pistli. Því þetta geta verið fallegar og klæðilegar flíkur sem geta gert mikið fyrir heildar „lookið“.
Meira

Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði

Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði í annarri umferð spurningarkeppninnar Útsvars sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV á föstudagskvöldið. Í fyrstu umferð sigruðu Skagfirðingar lið Ísafjarðar.
Meira

„Börnin vildu endilega setja þetta á disk“

Hin 76 ára Erla Gígja Þorvaldsdóttir á Sauðárkróki hefur árum saman dundað við lagasmíðar sér til ánægju. Á dögunum kom út hennar fyrsti geisladiskur. Lögin fjórtán á disknum eru öll eftir hana, flutt af hinum ýmsu tónlistarmönnum, við texta eftir höfunda sem flestir eru skagfirskir.
Meira

Tveir af fjórum sem keppa til úrslita eru Skagfirðingar

Skagfirðingarnir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson og eru komnir í úrslit keppninnar The Voice Ísland sem fram hefur farið á Skjá einum í vetur. Það má því segja að Skagfirðingar eigi helming þeirra fjögurra keppenda sem keppa til úrslita annað kvöld.
Meira

Nemanda Varmahlíðarskóla veitt verðlaun á Bessastöðum

Ása Sóley Ásgeirsdóttir, nemandi í 10. bekk Varmahlíðarskóla, hlaut verðlaun síðastliðinn laugardag fyrir verkefni Forvarnardagsins. Á vef Varmahlíðarskóla kemur fram að henni hafi verið boðið af því tilefni til síðdegisboðs á Bessastöðum, ásamt fjölskyldu og skólastjóra. Verðlaunin voru veitt fyrir að leysa netratleik en sex nemendum tókst verkið, þremur grunnskólanemendum og þremur framhaldsskólanemendum.
Meira

Geirmundur með tvenna útgáfutónleika á sunnudaginn

Tónlistarmanninn Geirmund Valtýsson þarf ekki að kynna fyrir Skagfirðingum né öðrum landsmönnum, enda hefur hann verið að í áratugi og slær hvergi af. Nýjasta framlag Geirmundar er platan Skagfirðingar syngja, þar sem hann teflir fram fjölda nýrra laga, í flutningi hinna ýmsu Skagfirðinga á öllum aldri.
Meira