Mannlíf

Mjallhvít og dvergarnir sjö slógu í gegn

Leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst þann 9. mars sl. Áætlað var að sýna alls átta sinnum en vegna mikilla vinsælda var boðið upp á tvær aukasýningar sl. mánudag en um 800 manns hafa séð leikritið að talið er. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði.
Meira

Efnilegir upplesarar í Varmahlíðarskóla

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Varmahlíðarskóla sl. fimmtudag. Sextán efnilegir upplesarar sem allir eru í 7. bekk skólans tóku þátt og bar lestur þeirra vott um innlifun og vandvirkni, en þau höfðu æft sig í nokkrar vikur undir stjórn umsjónarkennara bekkjarins, Sigrúnar Benediktsdóttur.
Meira

Söngperlur Ellýjar og Vilhjálms í Hofi á Akureyri

Á fimmtudagskvöldið verða Söngperlur Ellýjar og Vilhjálms fluttar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Eru þetta lokatónleikarnir, en dagskrána hafa Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar flutt við miklar vinsældir síðan í fyrra vor.
Meira

Fjólubláa liðið leiðir Húnvetnsku liðakeppnina

Þriðja keppniskvöld vetrarins í Húnvetnsku liðakeppninni var á föstudagkvöldið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T7 í barna-, unglinga- og 3. flokki og einnig í slaktaumatölti í opnum flokki. „Frábært kvöld og allir kátir,“ segir í frétt á vefsíðu Þyts.
Meira

Aukasýning á Mjallhvíti og dvergunum sjö í dag

Í dag klukkan 17 verður aukasýning á leikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, í Félagsheimilinu Bifröst. Uppsetningin er í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar.
Meira

Myndskeið frá Mjallhvíti og dvergunum sjö

Mjallhvít og dvergarnir sjö, leiksýning nemenda í 10. bekk Árskóla, sem er til sýningar um þessar mundir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki hefur vakið mikla lukku, eins og greint var frá á feykir.is í gær. Hér má sjá myndskeið Skottu Film frá sýningunni en eins og sjá má leggja nemendur skólans allt í sölurnar til að gera sýninguna sem glæsilegasta.
Meira

Rómantískir kjólar og töff jakkaföt í fermingartískunni

Já, það eru tískustraumar í fermingarfatnaðinum eins og í öllu öðru. Undanfarin ár hefur hann reyndar verið nokkuð svipaður, helstu breytingar hafa verið á sniðum og eitthvað í litum. Mest áberandi eru sætir kjólar á stelpurnar og flott jakkaföt á strákana.
Meira

Mjallhvít frumsýnd í Bifröst

Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst í gær. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði. „Mjallhvít er ofsótt af afbrýðisamri stjúpmóður sinni, drottningunni, og leitar skjóls úti í skógi hjá sjö dvergum. Drottningin gefur Mjallhvíti eitrað epli, en prinsinn finnur hana og vekur hana af dvala,“ segir um söguþráð leikritsins eftir hinu sívinsæla Grímsævintýri.
Meira

Draugagangur í Kvennaskólanum

Fimmta kynningarmyndskeiðið um textíl á Norðurlandi vestra sem Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur framleitt í samstarfi við Textílsetrið á Blönduósi er komið út. Í myndskeiðinu er fjallað um Kvennaskólann og er það Aðalbjörg Ingvarsdóttir, fyrrum skólastjóri skólans sem sér um kynninguna.
Meira

Stórsýningin „Árið er...lögin sem lifa“ í Sæluviku

Sýningin „Árið er… lögin sem lifa“ verður haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í Sæluviku, föstudaginn 29. apríl. Þar verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur. Fram koma meðal annarra Magni Ásgeirsson, Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir og fjöldi skagfirskra söngvara.
Meira