Mannlíf

Nína og Beebee mæta á Drangey Music Festival

Þá er tæpur mánuður í tónlistarhátíð sumarsins á Norðurlandi, Drangey Music Festival - þar sem vegurinn endar, sem verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní nk. Ný tónlistaratriði hafa bæst við dagskránna en Stebbi og Eyfi og Beebee and the bluebirds ætla að stíga á svið hátíðarinnar, auk strákanna í Úlfur Úlfur, Retro Stefson og Sverri Bergmann.
Meira

Rave-próflokaball með DJ Heiðari Austmann

Próflokaball verður haldið í Félagsheimilinu Blönduósi laugardaginn 4. júní og mun DJ Heiðar Austmann sjá um að þeyta skífum. Á ballinu verður Rave þema; UV blacklight, rosalegt ljósashow, glow sticks og Neon litir. Mælst er til þess að allir mæti í hvítum fötum.
Meira

Skagafjörður til umfjöllunar í Norðurþýska ríkissjónvarpinu

Þátturinn „Ostsee report“, eða Eystrasalts tíðindi í lauslegri þýðingu, verður sýndur á Norðurþýsku ríkissjónvarpsstöðinni NDR í dag kl. 16:00, eða kl. 18:00 að þýskum tíma. Þátturinn er klukkutíma langur og hefur verið mánaðarlega á dagskrá NDR í rúm 30 ár. Í honum er fjallað er um fólk í Norður Evrópu; Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Rússlandi svo dæmi séu nefnd og er um að ræða einskonar „Landa“ þeirra Þjóðverja. Að þessu sinni er að hann að stórum hluta tekinn upp í Skagafirði.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna 2016

Byggðasafn Skagfirðinga hefur verið tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna 2016, ásamt Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafns og sýn­ing­arinnar Sjón­ar­horns. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Tilkynnt var um tilnefningarnar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í gær, þegar Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi var haldinn hátíðlegur.
Meira

Sæmdur gullmerki Kiwanis á sextugsafmælinu

Ólafur Jónsson á Hellulandi í Skagafirði var á dögunum sæmdur gullmerki Kiwanis í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Ólafur hefur unnið frábært og óeigingjarnt starf fyrir kiwanisklúbbin Drangey, sem og á landsvísu.
Meira

Afhentu Ívari Elí 110 þúsund krónur úr bekkjarsjóði

Formenn 10. bekkjar í Árskóla á Sauðárkróki, Róbert Smári Gunnarsson og Alexandra Ósk Guðjónsdóttir afhentu nýlega Ívari Elí Sigurjónssyni, fimm ára flogaveikum dreng á Sauðárkróki, 110 þúsund krónur úr bekkjarsjóði 10. bekkjar. Eins og Feykir hefur greint frá glímir hefur Ívar Elí í nærri tvö ár glímt við alvarlega flogaveiki og þarf á næstunni að fara til Boston til rannsókna og lækninga.
Meira

Vinjettuhátíð á Hólum í Hjaltadal

Ármann Reynisson er fæddur árið 1951 og hefur tekið virkan þátt í menningar- og viðskiptalífi á Íslandi allt frá því hann snéri heim frá Englandi að loknu námi við London School of Economics. Feykir hafði samband við Ármann og fékk að heyra aðeins um hans bakgrunn og þá list að skrifa vinjettur, sem hefur undið upp á sig frá því að fyrsta bókin kom út árið 2001.
Meira

Fyrstu tvö bindi Dalalífs endurútgefin hjá Forlaginu

Fyrstu tvö bindi Dalalífs hafa nú verðið endurútgefin hjá Forlaginu, á 70 ára útgáfuafmæli skáldkonunnar. Er þetta í fjórða sinn sem þetta höfuðverk Guðrúnar kemur út. Fyrsta bindið skipar nú fjórða sætið a metsölulista Eymundsson en annað bindið sjötta sætið.
Meira

Reynir Snær gítarleikari á heiðurstónleikum Prince í Eldborg

Heiðurtónleikar Prince verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu um aðra helgi, laugardaginn 21. maí. Hljómsveitin sem þar kemur fram ásamt söngvaranum Seth Sharp er m.a. skipuð ungum gítarleikara frá Sauðárkróki, Reyni Snæ Magnússyni.
Meira

Síðustu forvöð að sjá Fullkomið brúðkaup

Nú eru síðustu forvöð að sjá Sæluvikusýningu Leikfélags Sauðárkróks, fullkomið brúðkaup. Aðsókn hefur verið með ágætum og góður rómur gerður að sýningunni, að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns Leikfélagsins.
Meira