Á 1307 rjúpnaveiðiferðir að baki
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
21.12.2015
kl. 11.47
Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki er titlaður veiðimaður í símaskránni og líklega eru fáir sem bera þann titil með meiri sóma, enda hefur hann gengið til rjúpna á hverju ári síðan 1943. Allan tímann hefur hann haldið veiðidagbækur sem er einstakt á landsvísu, ef ekki heimsvísu. Hann lætur það ekki aftra sér þó hann hafi misst aðra höndina í vinnuslysi fyrir rúmum 40 árum og sé nú orðinn hálfníræður. Og að sjálfsögðu eru rjúpur í jólamatinn hjá Sigurfinni.
Meira