Mörg og fjölbreytt verkefni á tjaldsvæðunum
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
10.07.2024
kl. 08.59
Loksins stefnir í sæmilega suðræna viku hér norðan heiða með hitatölum vel norður af tíu gráðunum en að vísu með dassi af sunnanvindi á köflum. Það eru því væntanlega einhverjir farnir að plana ferðalög með hjólhýsi eða tjald og því ekki vitlaust að taka stöðuna á tjaldsvæðunum. Feykir hafði samband við Hildi Magnúsdóttur hjá Álfakletti en hún og eiginmaðurinn, Halldór Gunnlaugsson, sem búa á Ríp 3 í Hegranesi, hafa síðan árið 2011 rekið tjaldsvæðin í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hofsósi og á Hólum í Hjaltadal undir merkjum Tjöldum í Skagafirði.
Meira
