Mannlíf

Þorrablót Lýtinga í beinu streymi í kvöld

„Já, við mælum með að fólk safnist saman í sinni þorra-kúlu fyrir framan skjáinn. Hafa borðhaldið klukkan 19. Opnað verður fyrir streymið klukkan 20,“ segir Evelyn Ýr Kuhne frá Lýtingsstöðum þegar Feykir spyr hvernig þorrablót Lýtinga fari fram að þessu sinni en eins og Evelyn nefnir þá verður þorrablótinu streymt í kvöld. Það er sjálfsagt óþarfi að nefna það en blótinu er að sjálfsögðu streymt vegna samkomutakmarkana tengdum Covid.
Meira

FNV mætir til leiks í Gettu betur í kvöld

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er komin af stað enn einn veturinn. Þrjár viðureignir fóru fram í gærkvöldi en í kvöld mætir lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til leiks. Fram kemur á heimasíðu skólans að mótherji FNV í fyrstu umferð keppninnar sé Tækniskólinn í Reykjavík og hefst viðureignin kl. 19:40 í kvöld.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga fær aðstöðu í prestssetrinu í Glaumbæ

Skrifstofur og aðstaða starfsfólks Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ mun á næstu vikum færast yfir í prestssetrið í Glaumbæ. Í frétt á Facebook-síðu safnsins segir að góð vinnuaðstaða sé í prestssetrinu og rými til að búa vel að öllu starfsfólki, bæði fastráðnu og sumarstarfsfólki.
Meira

Ótrúlega erfið ákvörðun að þurfa að loka

„Béskotans Covid veiran komst í bakaríið,“ segir Róbert Óttarsson í Sauðárkróksbakaríi þegar Feykir hafði samband við hann í tilefni af því að sjá mátti á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi að bakaríinu á Króknum hefði verið lokað í óákveðinn tíma vegna Covid. „Og í framhaldinu er þetta gert til að verja starfsfólkið okkar því ekki viljum við að þetta nái um allt fyrirtækið, flestir eru sem betur fer bólusettir,“ segir bakarameistarinn. Það fjölgar enn þeim sem krækt hafa í Covid en nú eru yfir tíu þúsund landsmenn í einangrun og að sjálfsögðu finna fyrirtæki og stofnanir fyrir því og sum hver hafa þurft að loka vegna útbreiðslu veirunnar þrjósku.
Meira

Árið 2021: „Manni leggst alltaf eitthvað til“

Feykir plataði söngvaskáldið góða, Svavar Knút, til að henda í eitt ársuppgjör. Pilturinn er að handan, eða austan Vatna, en býr í Bogahlíð borgar óttans. Svavar Knútur hefur verið duglegur við alls kyns tónleikahald um allar trissur á Covid-tímum og þá ekki hvað síst skellt í netútsendingar í tíma og ótíma, enda happdrætti að plana meiriháttar tónleikaferðir síðustu misserin. Hann er vatnsberi í skónúmeri 45 og þegar hann er beðinn um að lýsa árinu í þremur orðum segir hann: „Tími með börnunum.“
Meira

Árið 2021: „Verbúðin byrjar einstaklega vel!“

Feykir náði í skottið á Blönduósingnum Auði Húnfjörð sem starfar nú sem sölumaður hjá Fréttablaðinu, er bogmaður og býr í Hafnarfirði. Hún var beðin um að gera upp árið í stuttu máli en fyrst að skýra tengslin norður. „Föðurættin mín er frá Blönduósi, Húni afi minn og Óskar pabbi minn áttu bakaríið Krútt. Ég flutti frá Blönduósi um aldamótin og er nýlega farin að koma aftur í heimsókn í bæinn þar sem sonur minn og tengdadóttir búa í sveitinni með börnum sínum tveimur,“ segir Auður.
Meira

Árið 2021: Lífið er hverfult og morgundagurinn allt annað en sjálfsagður!

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Ránarbrautinni á Skagaströnd gerir nú upp árið. Hún er skólastjóri, organisti, tónlistarkona, starfsmaður útfararþjónustu o.s.frv. Hún er bogmaður og lýsir árinu sem skrítnu, skemmtilegu og erfiðu.
Meira

Árið 2021: Á heimsvísu stendur Jurgen Klopp upp úr!

Áskell Heiðar Ásgeirsson svarar í dag ársuppgjörinu í Feyki. Kappinn býr í Túnahverfinu á Króknum og er framkvæmdastjóri 1238 : Baráttan um Ísland auk þess sem hann er stundakennari við Háskólann á Hólum og Bræðslustjóri og þá er nú sennilega ekki allt upp talið. Hann notar þessi þrjú orð til að lýsa árinu 2021: „Skin og skúrir.“
Meira

Árið 2021: „Við bændur munum ekki sakna þurrkanna“

Nyrst á Skaga, út við ysta haf, býr Karen Helga Rabølle Steinsdóttir ásamt Jóni Helga manni sínum og tveimur ungum herramönnum. Þau búa nánar tiltekið í Víkum þar sem þau reka sauðfjárbú en Karen vinnur að auki á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd. Auk þess er hún sporðdreki. Feykir plataði hana til að gera upp árið 2021 sem hún lýsir svona í þremur orðum: „ Leið of fljótt.“
Meira

Jólahúnar láta gott af sér leiða

Jólahúnar héldu nú fyrir jólin tónleika á Blönduósi og Hvammstanga sem tókust vel en með kjörorð Skúla heitins á Tannstaðabakka, Samstaða og kærleikur, að leiðarljósi, rann allur ágóði af tónleikunum til góðgerðarmála.
Meira