feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
27.07.2023
kl. 14.00
oli@feykir.is
Feykir frétti af því fyrir eintóma tilviljun í kaffitíma sínum að hin stuðvæna Danssveit Dósa, sem er skagfirsk hljómsveit eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt, fékk nokkuð óvenjulegt verkefni upp í hendurnar á dögunum. Eða kannski öllu heldur, staðsetning giggsins var óvenjuleg. Hljómsveitarstjórinn, Sæþór Már Hinriksson, gítarleikari og afleysingablaðamaður Feykis, fékk nefnilega upphringingu frá Ástþóri Skúlasyni bónda á Melanesi á Rauðasandi á Barðaströnd. Hann vantaði hljómsveit til að spila í 50 ára afmælisveislu sinni sem hann vitaskuld vildi halda heima hjá sér. Veislan var um síðustu helgi og það var því ekki annað í stöðunni fyrir Feyki en að forvitnast um ferðalagið hjá starfsmanni sínum.
Meira