Mannlíf

Perlað af Krafti á Landsmótinu

Einn af viðburðum Landsmótsins á Sauðárkróki síðustu helgi var Perlað af Krafti þar sem keppst var við að ná Íslandsmeti í perlun armbanda. Um 250 manns lögðu leið sína í Árskóla og perluðu af kapp
Meira

Síðasti dagur Landsmótsins

Nú er síðasti dagur landsmótsins runninn upp. Dagurinn í gær var var hinn besti og létu menn veðrið ekki mikið á sig fá. Keppt var í fjölmörgum greinum og um kvöldið var svo skemmtikvöld með Geirmundi Valtýssyni og gríðarlega vel sótt Pallaball langt inn í nóttina að því er segir á vef landsmótsins.
Meira

Fjörið heldur áfram á Landsmóti

Fjörið heldur áfram á Landsmóti og láta gestir rigninguna lítið á sig fá enda von til þess að stytti upp von bráðar. Dagurinn hófst með morgunjóga og æsispennandi keppni í 65 km götuhjólreiðum. Fjörið heldur svo áfram þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Að sögn Pálínu Hraundal, verkefnisstjóra, eru margir enn að koma í þjónustumiðstöðina að sækja armbönd og er búist við miklu fjöri í allan dag.
Meira

Mikið um að vera á Landsmóti

Nú er annar dagur Landsmótsins hafinn og hefur það farið vel af stað. Talsverður fjöldi fólks er mættur á Sauðárkrók til þess að taka þátt í viðburðum helgarinnar og á sá fjöldi væntanlega eftir að margfaldast þegar líður á daginn.
Meira

Bændamarkaður á Hofsósi á laugardaginn

Bændamarkaður á Hofsósi verður næst haldinn á laugardaginn kemur, þann 14. júlí, klukkan 13-16. Markaðurinn er haldinn í gamla pakkhúsinu og þar munu bændur og aðrir frumframleiðendur og handverksfólk í Skagafirði bjóða vöru sína til sölu. Meðal varnings sem í boði verður má nefna, fisk og kjöt, egg og blóm, grænmeti og kryddjurtir og ýmislegt fleira.
Meira

Góð aðsókn að Maríudögum

Góð þátttaka var á Maríudögum sem nú voru haldnir í níunda sinn að Hvoli í Vesturhópi dagana 30. júní og 1. júlí sl. Maríudagar eru haldnir til minningar um Maríu Hjaltadóttur fyrrum húsmóður á Hvoli.
Meira

Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin á Hofsósi nú um helgina og er dagskráin stútfull af skemmtilegum uppákomum sem ættu að höfða til flestra, ungra jafnt sem aldinna og allra þar á milli.
Meira

Húni 2017 komin út

Út er komið 39. árgangur Húna, ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga. Á heimasíðu USVH segir að að vanda séu í ritinu frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst.
Meira

Vídeólist að Kleifum við Blönduós

Sigurður Guðjónsson sýnir á Blönduósi innsetninguna „INNLJÓS“ sem samanstendur af þremur vídeóverkum. Um er að ræða nýja umgjörð verksins en verkin vöktu óskipta athygli gesta í kapellu Sankti Jósefsspítalans í Hafnarfirði síðastliðið haust og færði sýningin Sigurði Íslensku Myndlistarverðlaunin 2018. Sýningin er haldin í samvinnu við ábúendur á Kleifum og eru öll verkin á sýningunni í eigu Listasafns ASÍ. Opnar hún þann 7. júlí kl. 15:00 og eru allir velkomnir.
Meira

VSOT í Bifröst í kvöld

Hinir margrómuðu VSOT tónleikar verða haldnir i Bifröst í kvöld og samkvæmt síðustu fréttum hefjast þeir klukkan 20. Að sögn Þórólfs Stefánssonar, eins skipuleggjanda tónleikanna, verður þetta hátíð gleðinnar, kærleikans og vináttu og ekki síst hátíð listamanna sem eru búsettir á Krók eða af Króknum.
Meira