Mannlíf

Verðlaun afhent á Brúnastöðum

Í maí á þessu ári fengu þau Hjördís og Jóhannes bændur á Brúnastöðum í Fljótum landbúnaðarverðlaunin sem veitt eru af atvinnuvegaráðuneytinu fyrir góðan búrekstur og nýsköpun í landbúnaði. Reyndar var það svo að verðlaunagripurinn, Biðukollan, var ekki tilbúinn en Hanna Katrín Friðriksdóttir ráðherra gerði sér ferð í Brúnastaði núna á laugardaginn eftir að hún hafði sett Sveitasælu, landbúnaðarsýningu á Sauðárkróki.
Meira

Bjór getur bjargað mannslífi

Eitt sérkennilegasta bæjarnafn á Íslandi er Íbishóll. Gömul kenning er að upphaflega hafi bærinn heitið Íbeitishóll á þeim forsendum að gott hafi verið að beita í landið. Önnur kenning, nokkuð langsótt, er að jörðin sé kennd við Íbis fuglinn en hann reyndar finnst ekki á Íslandi en er þekktur meðal annars á Spáni. Ekki svo gömul kenning er að þetta sé komið úr latínu en Ibis mun þýða uppspretta en margar vatnsuppsprettur eru á Íbishóli. Hvort eitthvað af þessu er rétt er aukaatriði því blaðamaður Feykis er kominn í Íbishól til að spjalla við Magnús Braga Magnússon hrossabónda og lífskúnstner sem þar býr ásamt sambýliskonu sinni Maríu Ósk Ómarsdóttur og syni hennar Ómari.
Meira

Vinnustofa um framtíðarsýn haldin á Borðeyri

Þriðjudaginn 26. ágúst sl. var haldin vinnustofa á Borðeyri í tengslum við sameiningarviðræður Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Þátttakendur voru lykilstarfsmenn sveitarfélaganna á þeim sviðum sem fjallað var um, kjörnir fulltrúar og fulltrúar úr fastanefndum.
Meira

Sæla á Svaðastöðum

Sveitasæla, Landbúnaðarsýning og Bændahátíð verður haldin í og við reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki laugardaginn 30. ágúst frá kl. 10 – 17. Í fréttatilkynningu segir: Á meðan á sýningu stendur er dýragarðurinn opinn, básar fyrirtækja inni og sýningarsvæði úti, handverk og matur beint frá býli, veitingasala, andlitsmálning, veltibíll, tónlist og fjör. Búast má við ýmsum óvæntum uppákomum á Sveitasælunni.
Meira

Hlaupið með bros á vörum í sjóðheitu sumarveðri

Þær stöllurnar í 550 rammvilltar sem stóðu fyrir Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Sauðárkróki nú síðastliðinn laugardag virðast vera með einhvern spes samning við veðurguðina. Þetta var í annað skiptið sem þessi sprellfjörugi og búbblandi viðburður er haldinn á Króknum og í bæði skiptin hafa sumarkjólarnir verið einmitt rétti klæðnaðurinn miðað við veður og hitastig.
Meira

Skagfirðingasveit gerir sér glaðan dag

Sagt var frá því fyrr í sumar að björgunarsveitin Skagfirðingasveit komst að því að hún var bara alls ekki að verða 60 ára á árinu heldur nálgast hún hundrað árin - já þið lásuð rétt, hundrað ár. Sveitarfólk kíkti nefnilega í Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og komust þau að því að sveitin var stofnuð árið 1932,en lagðist í dvala um 1953 en var síðar endurreist árið 1965, fyrir 60 árum.
Meira

Sögur af hestum og mönnum: Sæmundur og Heilalausi-Brúnn

Sæmundur á Syðstu-Grund hafði, fyrir utan að keyra vörubíl, mest gaman af því að þeysa um á sprækum hestum. Sæmi eins og hann var jafnan kallaður ræktaði hross í talsverðum mæli og voru þau mikið til komin út af merum sem hann kom með með sér frá Grófargili en þaðan var hann. Sæmi vildi hafa hrossin sín kraftmikil og lífleg. Sæmi sendi hross í tamningu til ýmsra tamningamanna í Skagafirði og þótti honum lítið til koma ef þeir gáfu þeim þá einkunn að þau væru þæg. Nei þau áttu að vera fangreist með örlítið tryllingsblik í auga.
Meira

Voru beðnar um að skila innkaupakerrunni sem fyrst í Skaffó

Nicola Hauk er einn af erlendu leikmönnum Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og stendur jafnan sína plikt í vörn Tindastóls með sóma en hún segir styrkleika sína felast í að spila boltanum, skalla og að verjast maður á mann. Nikola er 22 ára gömul, fædd í Heidelberg í Þýskaland en ólst upp í smábæ í 20 mínútna fjarlægð frá Heidelberg, reyndar smábæ á þýska vísu því íbúarnir eru hátt í 16 þúsund. Hún á einn bróðir, Bernhard, en foreldrar hennar eru Monika og Egino.
Meira

Mælifellskirkja hundrað ára / Ólafur Hallgrímsson skrifar

Mælifellskirkja í Skagafirði fagnaði hundrað ára afmæli á þessu vori. Mælifell er forn kirkjustaður og prestssetur þar sem kirkja hefur líklega staðið frá árdögum kristni í landinu, helguð heilögum Nikulási. Mælifellsprestar þjónuðu annexíunni Reykjum frá siðaskiptum og frá árinu 1907 einnig Goðdölum og Ábæ í Austurdal.
Meira

Forvitnilegt myndskeið frá heimsókn Kristjáns Eldjárns til Skagafjarðar fyrir 56 árum

Kvikmyndasafn Íslands hefur sett inn mikið efni eftir Vigfús Sigurgeirsson á vef sinn islandafilmu.is. Feyki barst ábending frá safninu um myndskeið frá opinberri heimsókn forsetahjónanna Kristjárns og Halldóru Eldjárns á Norðurlandi í ágúst árið 1969. Það er örugglega gaman fyrir fólk fætt fyrir og um 1960 að vita hvort það þekkir ekki einhver þeirra mýmörgu andlita sem ber fyrir sjónir.
Meira