Mannlíf

Góðir gestir heimsóttu Drangey SK 2

Síðastliðinn þriðjudag fengu 16 nemendur og sex kennarar leiðsögn um Drangey SK 2 í Sauðárkrókshöfn. Í frétt á vef FISK Seafood segir að hópurinn, sem samanstóð af nemendum og kennurum frá Íslandi, Tékklandi, Spáni og Póllandi, sé að vinna verkefni á vegum Erasmus+ sem fjallar um alþjóðlegar upplýsingatæknikeppnir til að efla gæði framhaldsskólamenntunar.
Meira

Landsmót SAMFÉS fer fram á Blönduósi um helgina

Dagana 3.–5. október verður Landsmót Samfés haldið á Blönduósi. Samkvæmt frétt Húnahornsins má búast við að um 360 ungmenni frá 80 félagsmiðstöðvum leggi leið sína til Blönduóss, auk 80 starfmanna mótsins. Landsmót Samfés, sem haldið er að hausti ár hvert, var haldið í fyrsta sinn á Blönduósi 1990 þar sem 25 aðildarfélagar Samfés komu saman. Þetta er því í 35. sinn sem mótið er haldið og ríkir mikil eftirvænting í bænum og á meðal þátttakenda.
Meira

Logi mættur enn og aftur að kenna dans í Árskóla

Það er sem betur fer ekki bara lestur, reikningur og skrift sem börnin í Árskóla á Sauðárkróki þurfa að vera með á hreinu. Í gær mætti Logi Vígþórs enn eitt árið í skólann til að hrista feimnina úr börnunum og kenna þeim að dansa.
Meira

Stóðréttir í Víðidalstungurétt á laugardaginn

Stóðréttir fara fram í Víðidalstungurétt í Vestur-Húnavatnssýslu á laugardaginn og það verður að sjálfsögðu mikið hafarí. Stóðið verður rekið til Víðidalstunguréttar klukkan 11 en kaffisala verður í réttarskúr kvenfélagsins Freyju. Um kvöldið verður síðan stóðréttarball og hefst það kl. 23.
Meira

Kvöldopnun í Aðalgötunni á Króknum 2. október

Hin árlega kvöldopnun í Aðalgötunni á Sauðárkróki verður fimmtudaginn 2. október frá kl. 20-22. Fyrirtækin í götunni verða með opið hjá sér með skemmtilegri kvöldstemningu og er tilvalið að kíkja á röltið og hafa gaman.
Meira

Sögusmiðir létu til sín taka í Árskóla

Svakalega sögusmiðjan heimsótti Árskóla á Sauðárkróki fyrir helgina. Það voru þær Eva Rún og Blær sem sögðu frá ýmsu skemmtilegu í sambandi við sögugerð og hvernig hægt er að virkja ímyndunaraflið í gerð bæði myndar og texta.
Meira

Drottning stóðréttanna dró til sín fólk allsstaðar að

Laufskálaréttarhelgin hafði sama aðdráttaraflið og undanfarin ár. Mikið var um að vera víðsvegar um fjörðinn, opin hesthús á föstudeginum stórsýning í Svaðastaðahöllinni um kvöldið þar sem mikil stemning var í fólki og hestum. Talið er að það hafi verið um 600 manns sem mættu þangað og skemmtu sér fallega. Einhverjir héldu áfram fram í nóttina á Kaffi Krók þar sem Sæþór hélt uppi stuðinu eða skelltu sér fram í sveit á hótelið í Varmahlíð þar sem Logi og Gummi spiluðu fram eftir nóttu.
Meira

Sr. Margrét Rut sett í embætti og er að koma sér fyrir á Skagaströnd

Innsetningarmessa var í Hólaneskirkju á Skagaströnd síðastliðinn sunnudag. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis setti þa sr. Margréti Rut Valdimarsdóttur inn í embætti prests í Húnavatnsprestakalli. Margrét Rut lauk námi í vor og var vígð þann 24. ágúst sl. Hún er þriðji presturinn í Húnavatnssýslum og býr á Skagaströnd. Feykir náði smá spjalli við hana í morgun.
Meira

Mennta- og barnamálaráðherra hvattur til samtals um Vinaliðaverkefnið

Á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar í gær var meðal annars fjallað um styrkumsókn vegna Vinaliðaverkefnisins sem Árskóli á Sauðárkróki hefur verið í fararbroddi fyrir á landinu. Fram kemur að sveitarfélagið Skagafjörður hafi rekið verkefnið frá árinu 2012 og stukku í framhaldinu fleiri skolar á vinaliðavagninn. Í Covid-faraldrinum kvarnaðist úr hópnum og er nú svo komið að verkefnið stendur ekki undir sér fjárhagslega. Sótt var um styrk til mennta- og barnamálaráðuneytisins en ráðuneytið taldi sig ekki hafa tök á því að styrkja verkefnið.
Meira

Fyrstu skref í sorg í Skagafirði

Í dag, þriðjudaginn 30. september, mun Sindri Geir Óskarsson prestur í Glerárkirkju og starfsmaður Sorgarmiðstöðvar flytja erindið Fyrstu skref í sorg á Löngumýri í Skagafirði. Dagskráin hefst kl. 18:00.
Meira