Mannlíf

Edda Björg fær ljóð sitt á mjólkurfernurnar

Það segir frá því á heimasíðu Varmahlíðarskóla að á haustdögum efndi Mjólkursamsalan (MS) til ljóðasamkeppni meðal nemenda 8.-10.bekkja grunnskóla landsins. „Álitleg ljóð voru valin til prentunar á mjólkurfernum, eftir að jólamjólkurfernurnar fjara út. Nemendur Varmahlíðarskóla voru hvattir til þátttöku - og niðurstaða þess varð sú að Edda Björg Einarsdóttir frá Syðra-Skörðugili var valin ásamt 47 öðrum nemendum víðs vegar af landinu til að fá ljóð sitt birt á mjólkurfernu,“ segir í fréttinni.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira

Skagafjörður er mannauðshugsandi vinnustaður

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera mannauðshugsandi vinnustaður árið 2025 en frá þessu er sagt á heimasíðu sveitarfélagsins. Viðurkenningin er veitt leiðandi íslenskum vinnustöðum sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor. HR Monitor framkvæmir rauntíma mannauðsmælingar hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi.
Meira

Árleg Friðarganga Árskóla á föstudaginn

Föstudaginn 28. nóvember verður hin árlega friðarganga þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfunum. Lagt verður af stað kl. 8:30 frá Árskóla. Það er mikilvægt á þessum tímum að staldra við og sýna með samstöðu ósk um frið hjá öllum. Við hvetjum foreldra og aðra bæjarbúa til að taka þátt í þessum táknræna og hátíðlega viðburði með okkur.
Meira

Framlag sem verður seint fullþakkað

Brunavörnum Húnaþings vestra barst á dögunum myndarlegur styrkur frá Gærunum til kaupa á búnaði fyrir slökkviliðsmenn liðsins. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að í þetta skiptið hafi styrknum verið varið í kaup á ullarundirfatnaði og nýjum vinnuvettlingum á alla liðsmenn.
Meira

Týndar hænur eru helsta umræðuefnið í hverfisgrúppunni á Facebook | PÁLL ÁGÚST

Það er komið hálft ár síðan Feykir plataði einhvern brottfluttan til að segja frá lífinu og tilverunni í sínum nýju heimkynnum. Síðast var það hún Áróra Árnadóttir sem sagði okkur frá lífi hennar og ítalska kærastans Tommaso en þau búa á Islands Brygge í Kaupmannahöfn. Nú ímyndum við okkur að við kveðjum loksins Áróru, röltum með bakpokann framhjá Tivoli og inn á járnbrautastöðina í Köben. Þar úir og grúir af fólki á faraldsfæti og við förum í miðasölu, kaupum miða á rúmar 500 danskar og tökum toget til Esbjerg. Ferðin í gegnum danskt flatlendi tekur bara rétt rúmlega tvo og hálfan tíma ef allt gengur að óskum.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Jól í skókassa

Líkt og fleiri skólar á Norðurlandi vestra síðustu vikurnar þá tók Grunnskólinn austan Vatna þátt í fallega verkefninu Jól í skókassa. „Verkefnið er alþjóðlegt og miðar að því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að tryggja að öll börnin fái svipaðar gjafir er mælst til að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa,“ segir í frétt á vef GaV.
Meira

Lögreglan heimsótti Árskóla

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir frá því að löggan hafi heimsótt forvitna og fróðleiksfúsa nemendur í 6. bekk Árskóla í gær þar sem rætt var um störf lögreglunnar. Nemendur fengu að skrifa nafnlausar spurningar á blað meðan á heimsókninni stóð — og spurningarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar!
Meira

Pétur Sighvats úrsmiður og stöðvarstjóri á Sauðárkróki | 150 ára afmæli 6. nóvember 2025

Á þessu herrans ári, þann 6. nóvember 2025, verða liðin 150 ár frá fæðingardegi Péturs Sighvats, úrsmiðs og símstöðvarstjóra á Sauðárkróki, sem fæddist þennan dag árið 1875 á Höfða í Dýrafirði. Vegna þessara tímamóta hafa eftirfarandi minningabrot verið tekin saman til þess að rifja upp söguna sem hann var þátttakandi í en sú saga og saga Sauðárkróks og nærsveita áttu sér farsæla samleið.
Meira

„Með gleðina og keppnisskapið að vopni getur leikurinn unnist“

Húnvetningar eru duglegir að stunda blak og hefur Feykir áður sagt frá liði Hvatar á Blönduósi. Birnur í Húnaþingi vestra eiga sér lengri sögu í blakinu en þær eru nú með lið í 5. deild Íslandsmótsins. Feykir dembdi nokkrum spurningum á S. Kristínu Eggertsdóttur formann blakfélagsins Birna og hjúkrunarfræðing hjá HSV á Hvammstanga. Hún segir að iðkendur séu að jafnaði 12-14 talsins á æfingum, þeir yngstu eru í 9. bekk grunnskóla og svo upp úr, konur og karlar æfa saman og eru æfingar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Meira