Mannlíf

Hopp og hí í Fljótunum

Næstkomandi sunnudag verður sannkölluð fjölskyldustemning í Fljótunum en þá heldur Ferðaþjónustan á Sólgörðum fjölskyldudag. Margt skemmtilegt verður í boði, m.a. stærðar hoppukastali sem börnin fá aldrei nóg af að leika sér í og vekur alltaf mikla lukku. Einnig gefst tækifæri á að æfa sig í að skjóta af boga og einnig verður boðið upp á bogabolta en hann er blanda af brennibolta og að skjóta af boga. Þar er aldurstakmark 14 ára og kostar 2.000 krónur að taka þátt í honum. Sundlaugin verður opin svo og leikvöllurinn við skólann.
Meira

Listaflóð á vígaslóð – Sýningu Ásbjargar frá Kúskerpi framhaldið næstu helgi

Sýning á handverki Ásbjargar frá Kúskerpi, sem sett var upp um síðustu helgi í Kakalaskála á Kringlumýri í Skagafirði í tilefni menningarhátíðarinnar Listaflóð á vígaslóð, verður framhaldið um næstu helgi.
Meira

Perlað af Krafti á Landsmótinu

Einn af viðburðum Landsmótsins á Sauðárkróki síðustu helgi var Perlað af Krafti þar sem keppst var við að ná Íslandsmeti í perlun armbanda. Um 250 manns lögðu leið sína í Árskóla og perluðu af kapp
Meira

Síðasti dagur Landsmótsins

Nú er síðasti dagur landsmótsins runninn upp. Dagurinn í gær var var hinn besti og létu menn veðrið ekki mikið á sig fá. Keppt var í fjölmörgum greinum og um kvöldið var svo skemmtikvöld með Geirmundi Valtýssyni og gríðarlega vel sótt Pallaball langt inn í nóttina að því er segir á vef landsmótsins.
Meira

Fjörið heldur áfram á Landsmóti

Fjörið heldur áfram á Landsmóti og láta gestir rigninguna lítið á sig fá enda von til þess að stytti upp von bráðar. Dagurinn hófst með morgunjóga og æsispennandi keppni í 65 km götuhjólreiðum. Fjörið heldur svo áfram þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Að sögn Pálínu Hraundal, verkefnisstjóra, eru margir enn að koma í þjónustumiðstöðina að sækja armbönd og er búist við miklu fjöri í allan dag.
Meira

Mikið um að vera á Landsmóti

Nú er annar dagur Landsmótsins hafinn og hefur það farið vel af stað. Talsverður fjöldi fólks er mættur á Sauðárkrók til þess að taka þátt í viðburðum helgarinnar og á sá fjöldi væntanlega eftir að margfaldast þegar líður á daginn.
Meira

Bændamarkaður á Hofsósi á laugardaginn

Bændamarkaður á Hofsósi verður næst haldinn á laugardaginn kemur, þann 14. júlí, klukkan 13-16. Markaðurinn er haldinn í gamla pakkhúsinu og þar munu bændur og aðrir frumframleiðendur og handverksfólk í Skagafirði bjóða vöru sína til sölu. Meðal varnings sem í boði verður má nefna, fisk og kjöt, egg og blóm, grænmeti og kryddjurtir og ýmislegt fleira.
Meira

Góð aðsókn að Maríudögum

Góð þátttaka var á Maríudögum sem nú voru haldnir í níunda sinn að Hvoli í Vesturhópi dagana 30. júní og 1. júlí sl. Maríudagar eru haldnir til minningar um Maríu Hjaltadóttur fyrrum húsmóður á Hvoli.
Meira

Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin á Hofsósi nú um helgina og er dagskráin stútfull af skemmtilegum uppákomum sem ættu að höfða til flestra, ungra jafnt sem aldinna og allra þar á milli.
Meira

Húni 2017 komin út

Út er komið 39. árgangur Húna, ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga. Á heimasíðu USVH segir að að vanda séu í ritinu frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst.
Meira