Mannlíf

Kvöldopnun í Aðalgötunni á Króknum 2. október

Hin árlega kvöldopnun í Aðalgötunni á Sauðárkróki verður fimmtudaginn 2. október frá kl. 20-22. Fyrirtækin í götunni verða með opið hjá sér með skemmtilegri kvöldstemningu og er tilvalið að kíkja á röltið og hafa gaman.
Meira

Sögusmiðir létu til sín taka í Árskóla

Svakalega sögusmiðjan heimsótti Árskóla á Sauðárkróki fyrir helgina. Það voru þær Eva Rún og Blær sem sögðu frá ýmsu skemmtilegu í sambandi við sögugerð og hvernig hægt er að virkja ímyndunaraflið í gerð bæði myndar og texta.
Meira

Drottning stóðréttanna dró til sín fólk allsstaðar að

Laufskálaréttarhelgin hafði sama aðdráttaraflið og undanfarin ár. Mikið var um að vera víðsvegar um fjörðinn, opin hesthús á föstudeginum stórsýning í Svaðastaðahöllinni um kvöldið þar sem mikil stemning var í fólki og hestum. Talið er að það hafi verið um 600 manns sem mættu þangað og skemmtu sér fallega. Einhverjir héldu áfram fram í nóttina á Kaffi Krók þar sem Sæþór hélt uppi stuðinu eða skelltu sér fram í sveit á hótelið í Varmahlíð þar sem Logi og Gummi spiluðu fram eftir nóttu.
Meira

Sr. Margrét Rut sett í embætti og er að koma sér fyrir á Skagaströnd

Innsetningarmessa var í Hólaneskirkju á Skagaströnd síðastliðinn sunnudag. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis setti þa sr. Margréti Rut Valdimarsdóttur inn í embætti prests í Húnavatnsprestakalli. Margrét Rut lauk námi í vor og var vígð þann 24. ágúst sl. Hún er þriðji presturinn í Húnavatnssýslum og býr á Skagaströnd. Feykir náði smá spjalli við hana í morgun.
Meira

Mennta- og barnamálaráðherra hvattur til samtals um Vinaliðaverkefnið

Á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar í gær var meðal annars fjallað um styrkumsókn vegna Vinaliðaverkefnisins sem Árskóli á Sauðárkróki hefur verið í fararbroddi fyrir á landinu. Fram kemur að sveitarfélagið Skagafjörður hafi rekið verkefnið frá árinu 2012 og stukku í framhaldinu fleiri skolar á vinaliðavagninn. Í Covid-faraldrinum kvarnaðist úr hópnum og er nú svo komið að verkefnið stendur ekki undir sér fjárhagslega. Sótt var um styrk til mennta- og barnamálaráðuneytisins en ráðuneytið taldi sig ekki hafa tök á því að styrkja verkefnið.
Meira

Fyrstu skref í sorg í Skagafirði

Í dag, þriðjudaginn 30. september, mun Sindri Geir Óskarsson prestur í Glerárkirkju og starfsmaður Sorgarmiðstöðvar flytja erindið Fyrstu skref í sorg á Löngumýri í Skagafirði. Dagskráin hefst kl. 18:00.
Meira

Heilsudagar í Húnabyggð komnir í gang

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í Húnabyggð er metnaðarfull dagskrá í gangi í tilefni átaksins sem Húnvetningar kjósa að kalla Heilsudaga í Húnabyggð og eru íbúar hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í viðburðum sem boðið verður upp á.
Meira

Miðasala á leikinn í Laugardalnum hafin og Skagafjöður býður í rútuferð

Það er alltaf stemmari í því að klára tímabil í sportinu á risaviðureign. Eftir töluvert basl í neðri deildum á liðnum árum er þetta þó það knattspyrnupiltarnir í liði Tindastóls fá að upplifa nú á föstudaginn þegar þeir reima á sig fótboltaskóna á föstudaginn og fá að sýna listir sínar á sjálfum þjóðarleikvangi Íslands, Laugardalsvellinum. Tilefnið er úrslitaleikur í neðrideildarbikar Fótbolta.nets.
Meira

Opinn kynningarfundur vegna Landsmóts hestamanna

Það styttist í Landsmót hestamanna á Hólum 2026 og af því tilefni fer fram opinn kynningarfundur fer fram í Tjarnarbæ á morgun, miðvikudaginn 24. september 2025 kl 18:00. Boðið verður upp á súpu og áætlað er að fundurinn taki rúma klukkustund.
Meira

Jákvæðni kostar ekkert | Leiðari 35. tölublaðs Feykis

Í síðustu viku var tilkynnt um að gengið hafi verið til samninga við Arkís arkitekta um hönnun á menningarhúsi á Sauðárkróki og eiga framkvæmdir að hefjast næsta vor. Um er að ræða glæsilega viðbyggingu við Safnahús Skagfirðinga sem er ætlað að vera miðstöð skagfirskrar lista- og menningarstarfsemi. Sannarlega góðar fréttir enda hefur verið beðið eftir þessu húsi í 20 ár og sennilega gott betur.
Meira