Mannlíf

Það er ekki nokkur maður að gleyma leiknum í kvöld

Við minnum enn og aftur á leikinn í kvöld! Já einmitt, það er þriðji leikur Tindastóls og Álftaness í undanúrslitum Bónus deildar karla í kvöld og hefst kl. 19:15.
Meira

Vel heppnað Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju

Það var hugljúf og falleg stund í Sauðárkrókskirkju mánudagskvöldið 28. apríl þegar hið árlega Kirkjukvöld var haldið. Gestir kvöldsins voru rúmlega 100 manns og var dagskráin glæsileg að vanda. Sr. Karl Matthíasson tók fyrstur til máls og kynnti lögin eitt af öðru, eins og honum einum er lagið, en það var Kirkjukór Sauðárkrókskirkju sem hóf sönginn. Stjórnandi kórsins var að þessu sinni Helga Rós Indriðadóttir og spilaði Rögnvaldur Valbergsson organisti á hljómborð og Sigurður Björnsson var á trommum. Einsöngvarar kvöldsins voru þær Lára Sigurðardóttir og Guðrún Jónsdóttir.
Meira

„Sveitarfélögin eru um margt lík hvað varðar uppbyggingu og atvinnuhætti“

Umræða um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar rt nú í fullum gangi. Svo virðist sem töluverð hákvæðni ríki um að ferlinu verði fram haldið. Magnús Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokks í Húnaþingi vestra, er formaður verkefnisstjórnar óformlegra viðræðna fyrir hönd Húnaþings vestra og lagði Feykir fyrir hann nokkrar spurningar. Var hann m.a. spurður hvort hann teldi íbúa spennta fyrir sameiningu en þar vitnaði hann í orð hins þjóðkunna sr. Baldur heitinn í Vatnsfirði: ,,Í þessu máli er vissara að hafa tvær skoðanir.““
Meira

Forsætisráðherra heimsækir Skagafjörð

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra býður til opins fundar í Skagafirði mánudaginn 28. apríl. Ráðherra verður einnig með erindi á kirkjukvöldi á Sauðárkróki sama dag í tilefni Sæluviku. „Það hefur gefið mér mikið síðustu misseri að halda opna fundi með fólki um allt land og ég vil halda því áfram eins og ég get í nýju embætti. Ég hlakka til að koma í Skagafjörðinn og eiga opið og milliliðalaust samtal um það sem brennur helst á heimamönnum,“ segir Kristrún.
Meira

Sæluvikan sett og Faxi afhjúpaður á ný

Sæluvika Skagfirðinga var sett við hátíðlega athöfn á Sauðárkróki í dag. Gestir voru flestir mættir tímanlega fyrir kl. 13 eins auglýst hafði verið og voru umsvifalsust sjanghæjaðir út á Faxatorg í ískalt þokuloftið þar sem draugalegur Faxi beið þess að verða afhjúpaðir enn og aftur. Einar E. Einarsson, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar, flutti þar ágæta setningarræðu Sæluviku, sagði síðan nýjustu fréttir af Faxa og sýndi loks lipra takta við að færa listaverkið okkar góða úr plastklæðunum. Eftir stóð Faxi bronshjúpaður á nýjum stalli og hefur sennilega aldrei verið ferskari.
Meira

María og Sigurður hlutu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga í dag kynnti Hrefna Jóhannesdóttir frá Silfrastöðum og varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar val á þeim sem hlutu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2025 en þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin eru afhent. Þau komu nú í hlut heiðurshjónanna Maríu Guðmundsdóttur og Sigurðar Hansen frá Kringlumýri í Blönduhlíð og eru þau sannarlega vel að heiðrinum komin.
Meira

Sæluvikan sett í Safnahúsi Skagfirðinga í dag

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, verður dagana 27. apríl - 3. maí. Setningin verður í Safnahúsinu í dag, sunnudaginn 27. apríl, og hefst kl. 13:00. Þar verða m.a. veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og úrslit í Vísnakeppninni verða kunngerð.
Meira

„Jakkaföt, vesti og slaufa og að sjálfsögðu var maður með strípur“

Ragnar Smári Helgason ólst upp í Dalatúninu á Króknum og Hamri í Hegranesi en býr í Lindarbergi á Hvammstangi í Vestur-Húnavatnsýslu ásamt Kolbrúnu konu sinni og þremur börnum. Ragnar Smári vinnur hjá Vinnumálastofnun/Fæðingarorlofs-sjóði á Hvammstanga. Hann sagði Feyki örlítið frá þessum degi í lífi hans.
Meira

„Ein eftirminnilegasta gjöfin var skartgripaskrín handsmíðað af afa“

Arndís Katla Óskarsdóttir er úr Skagafirði og býr hjá foreldrum sínum á Skógarstígnum í Varmahlíð. Mamma hennar og pabbi eru Hafdís Arnardóttir og Óskar Már Atlason og systkini hennar eru Kristófer Bjarki, Hákon Helgi og Þórdís Hekla. Arndís Katla vinnur á Dvalarheimilinu Dalbær á Dalvík. Kærastinn hennar er þaðan svo hún er duglega að rúnta á milli fjarða. Arndís Katla sagði Feyki frá fermingjardeginum sínum sem var fyrir fjórum árum.
Meira

Rændi skrifblokk af miðasölumanni í Metró

Síðast stoppaði Dagurinn hjá Pálínu Ósk og Ísaki Einars skammt utan við Osló. Við kveðjum þau með virktum og ímyndum okkur að við röltum með bakpokann upp á veg, húkkum okkur far niður á höfn í norsku höfuðborginni og stökkvum síðan um borð í ferju á leið til Kaupmannahafnar. Siglum út lognsléttan og ofurfallegan Oslófjörð í síðdegissólinni, sofum af okkur smá velting á Norðursjónum yfir nóttina og komum síðan óstöðug af sjóriðu í land á Islands Brygge í Köben. Þar tekur Áróra Árnadóttir á móti okkur brosandi og fylgir okkur heim til sín þar sem við getum sest niður og náð áttum. Sem betur fer er stutt heim – hún býr á Islands Brygge.
Meira