Mannlíf

Fyrstu skref í sorg í Skagafirði

Í dag, þriðjudaginn 30. september, mun Sindri Geir Óskarsson prestur í Glerárkirkju og starfsmaður Sorgarmiðstöðvar flytja erindið Fyrstu skref í sorg á Löngumýri í Skagafirði. Dagskráin hefst kl. 18:00.
Meira

Heilsudagar í Húnabyggð komnir í gang

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í Húnabyggð er metnaðarfull dagskrá í gangi í tilefni átaksins sem Húnvetningar kjósa að kalla Heilsudaga í Húnabyggð og eru íbúar hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í viðburðum sem boðið verður upp á.
Meira

Miðasala á leikinn í Laugardalnum hafin og Skagafjöður býður í rútuferð

Það er alltaf stemmari í því að klára tímabil í sportinu á risaviðureign. Eftir töluvert basl í neðri deildum á liðnum árum er þetta þó það knattspyrnupiltarnir í liði Tindastóls fá að upplifa nú á föstudaginn þegar þeir reima á sig fótboltaskóna á föstudaginn og fá að sýna listir sínar á sjálfum þjóðarleikvangi Íslands, Laugardalsvellinum. Tilefnið er úrslitaleikur í neðrideildarbikar Fótbolta.nets.
Meira

Opinn kynningarfundur vegna Landsmóts hestamanna

Það styttist í Landsmót hestamanna á Hólum 2026 og af því tilefni fer fram opinn kynningarfundur fer fram í Tjarnarbæ á morgun, miðvikudaginn 24. september 2025 kl 18:00. Boðið verður upp á súpu og áætlað er að fundurinn taki rúma klukkustund.
Meira

Jákvæðni kostar ekkert | Leiðari 35. tölublaðs Feykis

Í síðustu viku var tilkynnt um að gengið hafi verið til samninga við Arkís arkitekta um hönnun á menningarhúsi á Sauðárkróki og eiga framkvæmdir að hefjast næsta vor. Um er að ræða glæsilega viðbyggingu við Safnahús Skagfirðinga sem er ætlað að vera miðstöð skagfirskrar lista- og menningarstarfsemi. Sannarlega góðar fréttir enda hefur verið beðið eftir þessu húsi í 20 ár og sennilega gott betur.
Meira

Margt um manninn og góð hross í sviðsljósinu

Það styttist í Laufskálaréttarhelgina sem sumum þykir vera aðal helgi ársins. Feykir hafði samband við Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur hjá Flugu sem stendur fyrir árlegri Laufskálaréttarsýningu í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn fyrir réttarhald en það byrjar venju samkvæmt um klukkan 13 á laugardeginum.
Meira

Frábær þátttaka í Fjölskylduhlaupi í tilefni af Gulum september

Samstaða, jákvæðni og gleði ríkti í Fjölskylduhlaupinu sem fór fram í gær á Sauðárkróki. Hlaupið var samstarfsverkefni KS og Vörumiðlunar, með því vildu félögin leggja verkefninu Gulur september lið. Verkefnið er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir.
Meira

Íþróttahátíð í Skagafirði - Allir með!

UMSS og Svæðisstöðvar íþróttahéraða standa fyrir íþróttahátíð í Skagafirði í matsal Árskóla og íþróttahúsi Sauðárkróks fimmtudaginn 11. september og verður dagskráin tvíþætt. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra).
Meira

Geðlestin stoppar í Gránu í Gulum september

Geðlestin verður á Sauðárkróki í Gulum september, nánar tiltekið þriðjudaginn 23. september kl. 20:00 í Gránu. Gulur september er forvarnarátak sem er ætlað að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Geðhjálp býður öllum til samtals um geðrækt og mikilvægi hennar út lífið og að eiga saman góða stund sem lýkur með stuttum tónleikum þeirra félaga Emmsjé Gauta og Þormóðs. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og með‘í.
Meira

Skemmtikraftar Laufskálaréttarballsins kynntir til leiks

Það styttist í Laufskálarétt sem fram fer 27. september sem þýðir að sjálfsögðu að það er jafn stutt í Laufskálaréttarballið sem margur bíður eftir með óþreyju. Ballið verður venju samkvæmt í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Nú er búið að tilkynna hverjir muni sjá um að halda stuðinu í hæstu hæðum á þessu stærsta sveitaballi haustsins.
Meira