Mannlíf

Velkomin á Mark Watson daginn

Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ 18. júlí. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans Dagur íslenska fjárhundsins.
Meira

Opið fjós á Ytri-Hofdölum

Á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi hefur risið stór myndarlegt fjós. Húsið er 1030fm2. Legubásar eru fyrir 65 kýr og svo er aðstaða fyrir kvígu uppeldi. Einn mjaltaróbóti er á staðnum. Þórdís og Þórarinn Halldórsbörn erum bændur á bænum
Meira

HÚNAVAKA : „Það verður ekki auðvelt að velja“

Nú er það Maríanna Þorgrímsdóttir sem rabbar við Feyki um Húnavöku. „Ég bý á Holti á Ásum og þessa dagana er ég nú bara í sumarfríi,“ segir hún þegar spurt er um heimilisfang og stöðu. „Ég ætla að steikja vöfflur að Sunnubraut 4 í Vilkó Vöfluröltinu á föstudaginn, annað er svo sem ekki ákveðið en það er svo margt í boði í ár að það verður ekki auðvelt að velja.“
Meira

Húnavaka, gleði og fjör

Hin árlega Húnavaka verður haldin á Blönduósi um næstu helgi. Mikið verður um dýrðir og margt í boði. Feykir hafði samband við Kristínu Ingibjörgu Lárusdóttur, Menningar- og tómstundarfulltrúa á Blönduósi og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

Eldur í Húnaþingi mun loga 22. til 27. júlí

Eldur í Húnaþingi er árleg hátíð á Hvammstanga sem hóf göngu sína árið 2003. Hátíðin hefur tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungi fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda.
Meira

HÚNAVAKA : „Mikið af öllu því góða!“

Það styttist í Húnavöku og Feykir tekur púlsinn á nokkrum útvöldum. Nú er það Hrefna Björg Ásmundsdóttir, verslunarstjóri í Kjörbúðinni sem svarar nokkrum laufléttum Húnavökuspurningum en Hrefna býr á Skúlabraut á Blönduósi ásamt sínum manni og þremur börnum.
Meira

Forseti Íslands heimsækir Hóla

Hólahátíðin verður helgina 16.-17. ágúst. Að þessu sinni verður Hólahátíð barnanna laugardaginn 16. ágúst og mun skátafélagið Eilífsbúar sjá um dagskrá fyrir börn og fjölskyldur í fögru umhverfi Hólastaðar. Farið verður í leiki og þrautir, gengið um í skóginum, söngstund í kirkjunni og grillað við Auðunarstofu. Á sunnudeginum verður að venju hátíðarmessa í Hóladómkirkju kl. 14, síðan veitingar efir messu og hátíðardagskrá í kirkjunni kl. 16:10.
Meira

Eyrarsundsbrúin tekin og étin

„Það viðurkennist hér með að ég hef aldrei lagt mikinn metnað í hlaupalífsstílinn og látið duga að spretta á eftir rollum heima, svona þegar líður að hausti, og ríf nú frekar í lóðin heldur en að láta reyna á þolið ef ég kemst upp með það. Ég vissi að ég þyrfti að skipta um gír ef ég ætlaði nú að lifa þetta af og þó ég hafi haft meira en heilt ár til undirbúnings þá vissulega færði ég mig ekki yfir í þann gír fyrr en tveimur mánuðum fyrir hlaupið – eins og konu með frestunaráráttu á hæsta stigi einni er lagið,“ segir Rebekka Hekla Halldórsdóttir en hún tók ásamt vinkonum sínum þátt í Brúarhlaupinu milli Danmerkur og Svíþjóðar nú í júní.
Meira

Höfðingi heimsóttur á Löngumýri

Blaðamaður Feykis kom á Löngumýri á dögunum í fréttaleit. Þar rakst hann á bráðmyndarlegan mann og tók hann tali. Það kemur í ljós að maðurinn heitir Harladur Jójannsson, 96 ára Grímseynngur og sex mánuðum betur.
Meira

Krakkarnir í Sumarfjöri opna kaffihús fyrir eldri borgara

Í Húnabyggð er í gangi fjörugt verkefni fyrir krakka 6 til 12 ára. Þetta er 6 vikna námskeið þar sem í boði er skemmtileg og fjölbreytt sumardagskrá þar sem börnum stendur til boða ýmislegt skemmtilegt. Um er að ræða „Sumarfjör” þar sem lögð er áhersla á leiki, skemmtun og fræðslu. Boðið er upp á íþróttir, leiki, listir, fræðslu, sundpartý og ýmislegt fleira.
Meira