Mannlíf

Að vera í Tindastólsliðinu er að vera hluti af fjölskyldu

Í markinu hjá Stólastúlkum í sumar stendur Amber Michel, 23 ára bandarísk stúlka frá San Diego í Kaliforníuhreppi þar sem foreldrar hennar búa ásamt bróðir hennar. Hún lauk bakkalárgráðu í viðskipta markaðssetningu í vetur við háskólann í San Diego. Amber er sannkallaður herforingi fyrir aftan vörn Tindastóls, lætur vel í sér heyra og er áræðin og kraftmikil. Hún er ein af þremur bandarískum stúlkum sem styrkja lið Tindastóls, hinar eru Murielle Tiernan og Jackie Altschuld, en þær komu til landsins í maí.
Meira

Hátíðarstemning austan Vatna á þjóðhátíðardaginn

17. júní var fagnað með ýmsum, og víða óhefðbundnum, hætti þetta árið og settu eftirköst COVID-19 víða mark sitt á hátíðahöld dagsins. Á Hofsósi var ýmislegt í boði, m.a. var teymt undir börnum, hægt var að skella sér á róðrarbretti og ungir og aldnir nutu blíðunnar í sundlauginni þar sem sápurennibrautin vakti ánægju yngri kynslóðarinnar.
Meira

Sumri fagnað á Hvammstanga

Íbúar Húnaþings vestra kveðja veturinn án saknaðar enda hefur hann verið þeim erfiður fyrir margra hluta sakir. Sú hefð hefur verið við lýði á Hvammstanga allt frá árinu 1957 að Vetur konungur afhendi Sumardísinni veldissprota sinn með táknrænum hætti eftir skrúðgöngu íbúa um staðinn. Engin hátíðahöld voru þar í gær en kirkjukór Melstaðarprestakalls ásamt sóknarpresti mætti við sjúkrahúsið og söng fyrir íbúa Nestúns í blíðunni.
Meira

Karlakórinn Heimir á faraldsfæti - Uppfært, tónleikum Heimis á Blönduósi frestað!

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að fresta tónleikum Karlakórsins Heimis sem fyrirhugað var að halda á Blönduósi fimmtudagskvöldið 20. febrúar. Heimismenn eru þó ekki af baki dottnir, og munu heimsækja Blönduós við fyrsta tækifæri, það verður nánar auglýst síðar.
Meira

Fjölmenni á fyrirlestrinum Sigrum streituna

Fyrsti viðburðurinn á vegum Heilsueflandi Samfélags í Skagafirði var haldinn í gær í Árskóla á Sauðárkróki og fór þátttaka fram úr björtustu vonum en fyrirlesturinn Sigrum streituna sem fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hélt var öllum opinn. Um 150 manns mættu en fyrirlesturinn er byggður á bókinni Á eigin skinni sem Sölvi sendi nýverið frá sér en þar fer hann yfir þær aðferðir sem hann hefur reynt til að ná betri heilsu.
Meira

Kótelettur, skemmtun og harmonikkuball

Föstudaginn 18. október ætlar Eldridansaklúbburinn Hvellur að halda upp á 35 ára afmælið sitt með skemmtun í Ljósheimum. Boðið verður upp á kótelettur og meðlæti, kaffi og eftirrétt að hætti húsráðenda. Borðhaldið hefst kl 19:00. Gunnar á Löngumýri stjórnar borðhaldi og skemmtir og danshópur sýnir línudans. Að skemmtun lokinni og til miðnættis verður ball, þar sem Aðalsteinn Ísfjörð, Elín frá Egg og Guðmundur Ásgeirsson þenja nikkurnar og Sigurður Baldursson slær taktinn á trommurnar.
Meira

Meira en 40 viðburðir í boði á Eldi í Húnaþingi

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett á morgun, fimmtudaginn 25. júlí, og kennir þar margra grasa eins og endranær en þetta er í 17. sinn sem hátíðin er haldin. Hún stendur til sunnudags og rekur hver viðburðurinn annan á dagskránni sem er stútfull af spennandi atriðum.
Meira

Heilmikil dagskrá á Húnavöku

Mikið verður um að vera á Blönduósi nú um helgina en bæjar- og fjölskylduhátíðin Húnavaka hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt og ættu allar kynslóðir að geta fundið sér eitthvað til skemmtunar.
Meira

Vel heppnaðir Maríudagar

Maríudagar voru haldnir að Hvoli í Vesturhópi 29. og 30 júní en Maríudagar eru til minningar um Maríu Hjaltadóttur, fyrrum húsmóður á Hvoli. Að þessu sinni heimsóttu okkur liðlega 200 manns og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Meira

Fjöldi gesta og allir til fyrirmyndar á Hofsós heim

Hofsós heim, bæjarhátíð Hofsósinga, var haldin um helgina í björtu veðri en vindurinn var þó örlítið að flýta sér að margra mati. Þar var margt til skemmtunar, gönguferðir, sýningar, kjötsúpa og kvöldvaka, leikir og listasmiðja, markaðir og margt, margt fleira.
Meira