Mannlíf

Hrói höttur frumsýndur á morgun - Myndband

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir á morgun fjölskylduleikritið Hróa hött eftir Guðjón Sigvaldason í leikstjórn Bryndísar Óskar Þ. Ingvarsdóttur. Hrói mætir á sviðið klukkan 18, vopnaður boga og örvum og hittir alla sína skemmtilegu vini sem löngu eru orðnir þekktir. Feykir mætti á æfingu og tók upp smá vídeó af kappanum, vinum hans sem og óvinum.
Meira

Margt til skemmtunar um Laufskálaréttarhelgi

Hin árlega Laufskálarétt í Hjaltadal verður haldin nú um helgina og má búast við að þar verði margt um manninn að vanda. Smalað verður í fyrramálið en þá fer fjöldi fólks ríðandi fram í Kolbeinsdal til að sækja stóðið sem rekið verður til réttar á Laufskálum.
Meira

List fyrir alla í grunnskólunum

Grunnskólanemendur á Norðurlandi vestra fengu góða heimsókn í gær og fyrradag þegar hljómsveitin Milkywhale hélt tónleika á sex stöðum á svæðinu. Tónleikarnir eru á vegum barnamenningarverkefnisins List fyrir alla sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og er því ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum, óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum og stefnt að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Hægt er að kynna sér verkefnið betur á heimasíðunni List fyrir alla.
Meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands mun standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land, alla miðvikudaga í september að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga, vítt og breitt um landið, og verður fyrsta gangan í dag, 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangurinn með verkefninu að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Skagfirsku dægurlögin í Salnum í Kópavogi

Skagfirðingum í Reykjavík, sem og öðrum, gefst nú loksins tækifæri til að heyra og sjá tónleikana sem slógu svo rækilega í gegn í vor á Sæluvikunni á Sauðárkróki, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikanna.
Meira

Vetrarstarf að hefjast hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Leikfélag Sauðárkróks er nú farið að huga að vetrarstarfinu og boðar til fundar í kvöld í gamla Tengilshúsinu eða Puffins and friends að Aðalgötu 26.
Meira

Stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt

Helgina 15.-17. september næstkomandi verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og hefst dagskráin á föstudagskvöldið með handverksmarkaði og súpukvöldi í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira

Hátíð í Húnavatnshreppi

Íbúahátíð Húnavatnshrepps verður haldin næsta föstudagskvöld, þann 25. ágúst. Hátíðin verður haldin í Húnavallaskóla og hefst hún kl. 20:30.
Meira

Skagfirsku danslögin í Salnum

Tónleikarnir Skagfirsku danslögin sem fram fóru í vor á Sæluvikunni á Sauðárkróki, verða endurteknir þann 4. nóvember í Salnum í Kópavogi. Miðasala er hafin á á www.salurinn.is og á www.tix.is en einnig er hægt hringja í Salinn og kaupa miða, að sögn Huldu Jónasdóttur skipuleggjanda.
Meira

Fjör og frískir fætur á Króksmóti um helgina

Króksmót Tindastóls og FISK Seafood fór fram nú um helgina á Sauðárkróki. Þátttaka var með ágætum og óhætt að fullyrða að veðrið hafi verið Króksurum og gestum þeirra hliðhollt því varla er hægt að tala um að hreyft hafi vind svo nokkru næmi frá því að gestir tóku að streyma á Krókinn síðastliðinn föstudag í logni og heiðskýru og þangað til mótinu lauk – þá fór hinsvegar að rigna.
Meira