Andavefjur, Tagliatelle og frönsk súkkulaðikaka

Sunna og Davíð Þór. Mynd: Úr einkasafni
Sunna og Davíð Þór. Mynd: Úr einkasafni

Sunna Gylfadóttir og Davíð Þór Helgason voru matgæðingar vikunnar í tbl 34 í Feyki. Sunna er fædd og uppalinn á Skagaströnd en Davíð er frá Sauðárkróki. Sunna flytur á Krókinn árið 2006 en í dag vinnur Sunna í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem deildarstjóri í stærðfræði- og raungreinum. Davíð er háseti á Málmey SK 1 og eiga þau saman hana Iðunni Ölmu sem er í skólahóp í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.  

 

RÉTTUR 1

Andavefjur

4 stokkandabringur

2 msk Pataks Curry Paste

ólífuolía

salt og pipar

4 msk. Mango Chutney

4 stk. vefjur t.d. frá Mission

1 stk. lime

ferskt kóríander

blaðlaukur

paprika

salat eftir smekk

Aðferð:

Skerið bringurnar í bita og steikið upp úr ólífuolíu. Kryddið með salti og pipar. Bætið karrýmaukinu út á og steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjötið er tilbúið eftir smekk hvers og eins. Stráið söxuðu kóríander yfir og kreistið safann úr límónunni yfir. Setjið í vefjur með smátt skornum blaðlauk og papriku ásamt salati.

RÉTTUR 2

Tagliatelle með parmaskinku og feyki
fyrir 4
500 g tagliatelle pasta
1 bréf af parmaskinku
klettasalat
1 box kirsuberjatómatar
1 msk. rauðvínsedik
250 ml rjómi

Feykir ostur frá KS

pipar

Aðferð:

Raðið parmaskinkunni á ofnplötu með bökunarpappír og hitið í 200°C heitum ofni í um 5-6 mínútur.

Takið úr ofni og skerið parmaskinkuna í munnbita. Hellið rjómanum í pott og bætið parmaskinkunni saman við, rífið eins mikið af Feyki og þið viljið ofan í. Því meira því betra. Látið malla þar til rjóminn hefur þykknað örlítið.
Kremjið tómatana. Setjið olíu á pönnu og steikið þá við meðalhita í 3-4 mínútur. Lækkið hitann og bætið rauðvínsediki á pönnuna og veltið tómötunum upp úr því. Takið til hliðar og geymið.  Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á pakkningu. Bætið pasta saman við parmaskinkurjómann, tómatana og klettasalat að eigin smekk. Blandið varlega saman og kryddið með pipar.

RÉTTUR 3

Frönsk súkkulaðikaka

Botn:

2 dl sykur

200 g smjör

200 g suðusúkkulaði

1 dl hveiti

4 stk. egg

Súkkulaðikrem:

150 g suðusúkkulaði

70 g smjör

2-3 msk. síróp

Aðferð-botn:

Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi við 170°C í 30 mínútur.

Aðferð–krem:

Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið svolítið og berið síðan á kökuna.

Gott er að bera kökuna fram með rjóma, ís og jarðarberjum.

Þau skoruðu á Jón Gunnar Helgason og Ingu Skagfjörð sem eru einmitt matgæðingar í tbl 36 sem kom út á miðvikudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir