Eplakaka með mulningi

Bjarney og Pétur. Aðsend mynd.
Bjarney og Pétur. Aðsend mynd.

Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason á Neðri-Torfustöðum í Miðfirði voru matgæðingar í síðasta tölublaði Feykis, því 38. á þessu ári. Bjarney og Pétur buðu upp á gúllassúpu sem lengi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni ásamt uppskrift að brauðbollum og einnig piparmintunammi. Þau sendu okkur eina uppskrift til, að ljúffengri eplaköku en vegna plássleysis var ekki hægt að birta hana í blaðinu og fylgir hún því hér á eftir.

Eplakaka 

Fyllingin:
4 græn epli, afhýdd og skorin í bita
3 msk smjör, brætt
2 msk hveiti
3 msk mjólk
1 msk sítrónusafi
1 tsk vanilla
1 tsk kanill
3 msk púðursykur 

Öllu blandað mjög vel saman og sett í eldfast form. Söxuðu Snickers súkkulaði dreift yfir, magn eftir smekk. 

Mulningur
½ bolli hveiti
½ bolli haframjöl
½ bolli púðursykur
½ tsk lyftiduft
75 g smjör 

Mulið saman og dreift yfir fyllinguna. Bakað við 180 °C í 30-40 mínútur eða þar til kakan hefur fengið fallegan lit. Borin fram með rjóma eða ís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir