Heilög hæna og snúðar á eftir

Matgæðingurinn Inga Rut. Aðsend mynd.
Matgæðingurinn Inga Rut. Aðsend mynd.

„Þegar mikið er að gera er gott að geta hent í fljótlegan og góðan rétt, nú eða þegar mann langar bara í eitthvað virkilega gott. Rétturinn er fljótlegur og einfaldur og alveg einstaklega djúsí og ekkert mál að græja hann á stuttum tíma. Eftirrétturinn er svo sykurbomba sem slær alls staðar í gegn,“ segir Inga Rut Hjartardóttir sem var matgæðingur í 43. tbl. Feykis 2017.  Inga er Skagfirðingur, fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti til Akureyrar með fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum þar sem hún lauk námi í sjávarútvegsfræði og starfar nú sem sjávarútvegsfræðingur hjá Wise lausnum á Akureyri. 

AÐALRÉTTUR
Heilög hæna 

1 kjúklingur
1 dós rjómalöguð kjúklingasúpa (Campells)
½ tsk karrý
1 bolli majones eða 1 dós sýrður rjómi
sítrónusafi
1 dós grænn aspas
raspur
ostur 

Aðferð:
Öllu skellt saman í skál og hrært vel. Sett í eldfast mót og raspur og ostur yfir. Skellt inn í ofn í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og ljósbrúnn.

 

EFTIRRÉTTUR
Mjúkir kanelsnúðar með glassúr 

Uppskriftin gefur 12-15 dúnmjúka snúða. 

1 bolli volg mjólk
¼ bolli bráðið smjör
5 msk. sykur
2½ tsk. ger
 

Öllu blandað saman og látið standa í 10 mínútur eða þar til gerið freyðir. 

1 stórt egg, örlítið þeytt
3½ bolli hveiti
¼ tsk. salt
olía 

Aðferð:
Bætið þeyttu egginu við mjólkurblönduna. Setjið nákvæmlega 3½ bolla af hveiti og einnig saltið saman við og blandið þar til komið er mjúkt deig (deigið gæti verið klístrað). Hnoðið deigið þar til það er slétt og teygjanlegt (í u.þ.b. 2 mínútur). Berið olíu inn í litla skál, setjið deigið í hana og breiðið rakt handklæði yfir. Leyfið þessu að lyfta sér í 30 mínútur í hita (eða þar til það tvöfaldast að stærð).
Rúllið deigið á borði, smyrjið bræddu smjörið yfir það og stráið brúnsykri og kanil jafnt yfir. Nuddið kanilblöndunni varlega ofan í smjörið. Rúllið deigið vel upp  og skerið í 12 til 15 sneiðar. Raðið sneiðunum á ofnplötu. Breiðið rakt stykki yfir og látið hefast í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til stærðin hefur tvöfaldast.

Hitið ofninn í 175°C og bakið í  um 25 mínútur. 

Krem
110 g rjómaostur
2 msk. bráðið smjör
2 msk. mjólk
1 tsk. vanilla extract
1 bolli flórsykur 

Öllu, nema flórsykri, er hrært saman, flórsykri bætt varlega saman við og hrært vel. Hellt yfir snúðana meðan þeir eru volgir. Berið fram volgt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir