Lambakonfekt, fylltar beikondöðlur og skyrterta

Guðrún og Arnar matgæðingar í tbl 24, 2021. AÐSEND MYND.
Guðrún og Arnar matgæðingar í tbl 24, 2021. AÐSEND MYND.

Matgæðingar í tbl 24, 2021, voru þau Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar Ólafur Viggósson en það voru Vigdís og Þröstur á Skagaströnd sem skoruðu á Guðrúnu og Arnar að taka við því þau eru miklir matgæðingar og höfðingjar heim að sækja. Guðrún og Arnar búa einnig á Skagaströnd og eru bæði fædd og uppalin þar. Guðrún er aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum og Arnar er yfirmaður íþróttamannvirkja á staðnum. Þau eiga saman tvö börn sem verða 15 og 19 á þessu ári. 

FORRÉTTUR
Fylltar beikondöðlur u.þ.b. 25 döðlur
    5 msk. rjómaostur
    1 pakki beikon

Aðferð: Skerið smá rauf í döðlurnar. Setjið rjómaostinn í zip-lock poka og klippið lítið gat á endann. Sprautið rjómaostinum í hverja döðlu. Klippið beikonið í tvennt og vefjið því síðan utan um döðlurnar. Gott að miða við að minnsta kosti 1½ til 2 hringi af beikoni á hverja. Grillið þar til beikonið fer að dökkna.

AÐALRÉTTUR
Lambakonfekt
Lambakonfektið er makað með kryddlegi sólarhring áður en eldað, algjört lykilatriði.

Kryddlögurinn:
    4 pressuð hvítlauksrif                                                                                                                                                                    1 cm pressað ferskt engifer
    2 tsk. rósmarín
    1 tsk. púðursykur
    salt og pipar eftir smekk
    1/2 dl góð olífuolía
    2 msk. dijon sinnep

Haselback kartöflur:
    smjör
    rósmarin
    hvítlauksgeirar
    salt

Aðferð: Kartöflur settar í eldfast form, skorin rifa í þær með u.þ.b. 2 mm millibili. Smjör, rósmarín, 4 pressaðir hvítlauksgeirar og dass af salti sett í pott. Brætt saman og hellt yfir kartöflurnar, það þarf að passa að lögurinn komist inn í kartöflurnar. Sett í ofn við 180°C í 30-45 mín, tekið út og ausið yfir á
u.þ.b. 15 mín. fresti.

Góð blanda af fersku grænmeti ásamt bláberjum og vínberjum er einnig gott meðlæti.

EFTIRRÉTTUR                                                                                                                                                  Saltkaramelluskyrterta
    500 g af þeyttum rjóma
    3 dósir nýja KEA skyrið með saltkaramellu
    1 pakki af Lu kanilkexi

Aðferð: Blandið varlega saman. Pakki af Lu kanilkexi mulið í botn á formi eða í skálar. Rjóma og skyrblöndunni bætt við. Gott að setja blöndu af ferskum berjum yfir ásamt smá kreistu af sítrónu.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir