Leiðrétt uppskrift að laxarúllum

Í matarþætti vikunnar í nýjasta tölublaði Feykis (11.2020) urðu þau mistök að eitt orð féll niður. Það var í uppskrift að laxarúllum en laxinn í þeim á að vera REYKTUR. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist uppskriftin hér að neðan eins og hún á að vera:

Laxarúllur

1 rúllubrauð, skorið langsum þannig að fáist tvær smærri rúllur
150 g rjómaostur
2 msk. majones
200 g reyktur lax, skorinn í litla bita
sítrónupipar

Aðferð:
Allt hrært saman og smurt á rúllubrauðið, rúllað upp og kælt.
Gott að frysta og skera niður í sneiðar hálffrosið. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir