Matgæðingar

Svínakjötspottréttur og Marsipan- eplakaka

Matgæðingurinn Elínborg frá Hóli átti uppskriftir í 11. tölublaði Feykis árið 2015 „Þessar uppskriftir urðu fyrir valinu hjá mér. Báðar eru í uppáhaldi og mikið notaðar, sérstaklega pottrétturinn. Í honum er magnið af hverju hráefni alls ekki heilagt, heldur er um að gera að breyta og bæta eftir því sem smekkur manna býður,“ segir Elínborg Ásgeirsdóttir á Hóli í Skagafirði.
Meira

Parmaskinkusalat og grillaðir þorskhnakkar

„Uppskriftirnar eru hugdettur og samtíningur úr ísskápnum eftir matarlöngun hverju sinni og eru gerðar eftir tilfinningu og smekk, oftast erum við frekar kærulaus í eldhúsinu og sullum bara einhverju saman sem okkur finnst gott og langar í, það þarf ekki alltaf uppskriftir. Þær tilraunir hafa oftar en ekki tekist og þessar hafa staðið upp úr,“ segja Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal frá Blönduósi sem voru matgæðingar vikunnar í 10. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

„Indverskur matur í miklu uppáhaldi"

„Við hjónin höfum afskaplega gaman af því að elda og borða góðan mat. Indverskur matur er í miklu uppáhaldi og þegar við eldum hann þá viljum við gera sem mest frá grunni sem tekur stundum dágóðan tíma en er alveg afskaplega gott,“ segja þau. „Þegar við eldum þá erum við sjaldnast með forrétt, höfum frekar fleiri tegundir af meðlæti. Það er líklega bara á jólum og áramótum sem við erum með forrétti, og örfá önnur hátíðleg tækifæri. Við eigum nokkrar uppáhalds indverskar uppskriftir sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina. Máltíðin sem við deilum með lesendum Feykis er í sérstöku uppáhaldi og er elduð reglulega á heimilinu. Indverskur kjúklingur með einföldu meðlæti. Uppskriftin er komin frá vinkonu okkar, Svanbjörgu Helenu Jónsdóttur, sem að okkar mati er Martha Stewart okkar Íslendinga. Frábær kokkur sem nær að galdra fram kræsingar nánast fyrirhafnarlaust. Þessi máltíð var ein sú fyrsta sem ég eldaði fyrir Alfreð þegar við vorum að kynnast á sínum tíma og hefur líklega orðið til þess að hann fékk á mér matarást sem hefur ekki dofnað síðan.
Meira

Mexíkóskt lasagna og Tagliatelle-Kjúklingur

Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós voru matgæðingar vikunnar í 8. tölublaði Feykis árið 2015. Þær buðu upp á Mexíkóskt lasagna og Tagliatelle-Kjúkling og Toblerone-ís í eftirrétt. „Okkur systrunum finnst rosalega gaman að dúlla okkur í eldhúsinu og finnst okkur báðum mjög gaman að því að elda og baka. Við gleðjum stundum foreldra okkar þegar þeir koma úr fjósinu og þá erum við búnar að skella einhverju einföldu í eldfast mót og í ofninn, þá erum við langflottastar,“ segja Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardætur, sælkerar vikunnar frá Birkihlíð í Skagafirði.
Meira

Bragðsterkir og einfaldir réttir

Erla Jónsdóttir og Jóhann Ingi Ásgeirsson frá Kambakoti í fyrrum Vindhælishreppi voru matgæðingar vikunnar í 32. tölublaði Feykis árið 2012. „Hérna koma mjög bragðsterkir og einfaldir réttir, það fer lítill tími í matreiðsluna sem er e-ð sem hentar mér mjög vel að minnsta kosti,“ sögðu þau Erla og Jóhann um uppskriftirnar sínar.
Meira

Góður kjúlli og djúsí desert

Kristrún Snjólfsdóttir og Sigurbjörn Bogason frá Sauðárkróki voru matgæðingar vikunnar í 31. tölublaði Feykis þessa vikuna. „Við viljum byrja á því að þakka Rögnu og Pétri fyrir áskorunina. Við ákváðum að senda hér uppskrift af forrétti sem hefur verið hjá okkur á jólum og áramótum, sumir fjölskyldumeðlimir vilja reyndar sleppa ananas, aðrir rækjum þannig að það er sérlagað fyrir hvern og einn. Kjúklingur er í miklu uppáhaldi á heimilinu og því fannst okkur kjörið að hafa eina kjúlla uppskrift og þessi finnst okkur fljótleg og góð. Eftirrétturinn er svo mjög djúsí og ekki verra ef berin eru heimaræktuð," sögðu þau um uppskriftirnar sem fylgja hér á eftir.
Meira

Tvær með kartöflum og dísætur desert

Þorbjörg Valdimarsdóttir og Hannes Þór Pétursson bændur í Helguhvammi í Miðfirði, Húnaþingi vestra, voru matgæðingar vikunnar í 30. tbl Feykis árið 2012. Þau buðu upp á tvær uppskriftir með kartöflum og dísætan eftirrétt.
Meira

Svínakjöt í súrsætri sósu og rabarbarakaka

Þau Ragna Jóhannsdóttir og Pétur Valdimarsson á Sauðárkróki voru Matgæðingar vikunnar í 28. tölublaði Feykis 2012, Þau buðu upp á grænmetissúpu með tortellinni í forrétt, svínakjöt í súrsætri sósu í aðalrétt og rabarabaraköku með ristuðu kókosmjöli í eftirrétt.
Meira

Ítalskar uppskriftir frá Skagaströnd

Í matarþætti Feykis í 19. tölublaði sem kom út þann 18. maí síðastliðin reyndist ekki pláss fyrir eftirréttinn sem fylgdi þættinum. Því birtum við hér matarþátt þessa tölublaðs í heild sinni.
Meira

Tekur því illa ef aðrir þvælast fyrir í eldhúsinu

„Eitt af því allra skemmtilegasta sem ég geri er að elda góðan mat.,“ segir Gísli Einarsson, ritstjóri Landans og tengdasonur Skagafjarðar, en hann gefur lesendum uppskrift af önd í bláberjabruggi í Jólablaði Feykis.
Meira