Matgæðingar

Gúllassúpa með focaccia brauði

Sólborg Indíana Guðjónsdóttir var matgæðingur Feykis í 40. tbl. 2017: „Ég ólst upp í firðinum fagra og á mikla tengingu þangað. Í dag eyði ég nær öllum mínum frítíma þar. Matur hefur alltaf verið mér ofarlega í huga og hef alltaf borðað vel. Bestu stundir lifsins eru líklega tengdar mat af einhverju leyti. Margar sögur eru til af mér í eldhúsinu og standa tvær líklega upp úr. Önnur fjallar um það þegar ég sauð upp af kartöflunum og brenndi þær. Hin er þegar ég bauð systur minni, sem er kokkur, í mat og hafði pakkapasta,“ segir skagfirski matgæðingurinn Sólborg Indíana. Hún gefur okkur uppskrift af gúllassúpu sem hún segir að hafi verið elduð oft á hennar heimili við ýmis tilefni. „Hún er einföld og bragðgóð. Ég fékk uppskriftina í upphafi af Eldhússögum. Ég hef ég lika oft Focaccia brauð með, sem einfalt í bakstri,“ segir Sólborg.
Meira

Eplakaka með mulningi

Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason á Neðri-Torfustöðum í Miðfirði voru matgæðingar í síðasta tölublaði Feykis, því 38. á þessu ári. Bjarney og Pétur buðu upp á gúllassúpu sem lengi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni ásamt uppskrift að brauðbollum og einnig piparmintunammi. Þau sendu okkur eina uppskrift til, að ljúffengri eplaköku en vegna plássleysis var ekki hægt að birta hana í blaðinu og fylgir hún því hér á eftir.
Meira

Toskönsk kjúklingasúpa og danskur grautur

Kristín Guðmundsdóttir, vefhönnuður hjá Dóttir vefhönnun, og Þorvaldur Björnsson, kokkur í Skólabúðunum á Reykjaskóla, sáu um matarþátt Feykis í 39. tbl. Feykis árið 2017. Þau voru þá nýflutt​ ​aftur​ ​norður​ ​í​ ​land​ ​eftir​ tíu​ ​ára​ ​búsetu​ ​í​ ​Kaupmannahöfn en​ ​Þorvaldur​ er uppalinn í Miðfirðinum en ​Kristín​ í​ ​Reykjavík.​ ​„Við​ ​höfum​ ​sest​ ​að​ ​í​ ​Hrútafirði​ ​með​ ​börnin​ ​fjögur sem​ ​ganga​ ​í​ ​leikskóla,​ ​grunnskóla​ ​og​ ​framhaldsskóla​ ​á​ ​Hvamsmtanga.​ ​Í Kaupmannahöfn​ ​var​ ​Þorvaldur​ ​yfirkokkur​ ​á​ ​dönskum​ ​veitingastað​ ​og​ ​leggur​ ​hér​ ​fram uppskrift​ ​af​ ​toskanskri​ ​kjúklingasúpu​ ​og​ ​uppáhalds​ ​eftirrétti​ ​Danans​ ​sem​ ​heitir Rødgrød​ ​med​ ​fløde,​ ​borið​ ​fram​ ​á​ ​danska​ ​vísu​ ​“röðgröððð​ ​meðð​ ​flöðöehh”. sem myndi þýðast​ ​yfir​ ​á​ ​íslensku​ ​“berjagrautur​ ​með​ ​rjóma”, sögðu þau Kristín og Þorvaldur.
Meira

Rækjuforréttur, lambafille og dýrindis eftirréttur

Meira

Hægelduð kiðlingaöxl og kjúklingasalat

Það er Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari sem ætlar að leyfa okkur að kíkja í pottana hjá sér að þessu sinni. Þórhildur er Skagfirðingur, úr Lýtingsstaðahreppnum en starfar nú sem umsjónarmaður Vörusmiðju hjá BioPol á Skagaströnd. „ Ég hef mjög gaman af því að lesa matreiðslubækur og kaupi iðulega matreiðslubækur á mínum ferðalögum erlendis sem minjagripi. Hef gaman að því að borða góðan mat og helst ef einhver annar eldar hann fyrir mig. Bestu stundirnar eru þegar maður er með fjölskyldu og vinum að borða góðan mat og tengir maður iðulega minningar við ákveðin mat.
Meira

Haustlegur matur

Þáttur þessi birtist áður í 35. tbl. Feykis 2017: Nú stendur sláturtíðin sem hæst og þá er tilvalið að verða sér úti um ódýrt hráefni sem hægt er að matreiða dýrindis rétti úr. Í hugum margra eru lifur og hjörtu ekki beint kræsilegur matur en tilfellið er að úr þeim má útbúa hina fjölbreytilegustu rétti eins og uppskriftirnar sem hér fylgja bera með sér.
Meira

Tveir réttir úr taílenska tilraunaeldhúsinu

Matgæðingur vikunnar í 34. tbl. Feykis árið 2017 var Jón Ívar Hermannsson sem starfar sem tölvunarfræðingur hjá TM Software, dótturfélagi Nýherja og vinnur hann þar við ýmis hugbúnaðarverkefni. Jón Ívar er búsettur í Reykjavík en er þó alltaf með annan fótinn á Hvammstanga en þar er hann uppalinn. Jón segist lengi hafa haft áhuga á matargerð, ekki síst ef maturinn er frá framandi löndum, og hefur hann m.a. sótt námskeið í taílenskri og indverskri matargerð.
Meira

Spínatsalat og japanskur kjúklingaréttur

Matgæðingar í 33. tbl ársins 2017 voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir sem er innfæddur Blönduósingur og Gunnar Kristinn Ólafsson sem kemur frá Hvolsvelli. Þau eiga fjögur börn og búa á Blönduósi þar sem þau eiga Ísgel ehf. ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Gunnar starfar hjá Ísgel en Kristín er leiðbeinandi í Blönduskóla.
Meira

Humarskelbrot og kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Guðmundur Björn Eyþórsson var matgæðingur vikunnar í 32. tbl. Feykis 2017. Hann segist vera Kópavogsbúi og Hólamaður sem kom í Fjörðinn frá Kóngsins Kaupinháfn fljótlega eftir hrun og settist að heima á Hólum en það er „nafli alheimsins eins og allir á Sauðárkróki vita og þeir sem hafa búið hér,“ segir Guðmundur. Á Hólum starfar hann við háskólann sem fjármála- og starfsmannastjóri auk þess sem hann á sér gæluverkefnið Bjórsetur Íslands ásamt tveimur félögum sínum.
Meira

Ber og aftur ber

Þessi matarþáttur birtist í Feyki, 31. tbl. ársins 2017 Það er umsjónarmaður þáttarins sem skrifar: Nú haustar að og þá er fátt betra en að drífa sig í berjamó. Úr alls konar berjum er hægt að útbúa margs kyns dýrindis rétti og ætla ég að gefa ykkur nokkrar uppskriftir þar sem bláberin eru í aðalhlutverki. Möguleikanir eru ótal margir eins og sést ef maður gúgglar orðið bláber, s.s. að nota berin í þeyting (boost), baka úr þeim pæ, muffins og fleira, í marineringar á kjöt, í sósur með villibráð og svo auðvitað í alls konar eftirrétti. Berin má nota jafnt fersk sem frosin, mér þykir t.d. betra að þau séu búin að frjósa þegar ég bý til pæ úr þeim. En best og hollast er auðvitað að borða berin bara eins og þau koma fyrir af lynginu.
Meira