Matgæðingar

Helgargóðgætið - maregnsterta með Góu súkkulaðistykki m/fylltum appolo lakkrís

Ég sá uppskrift af svipaðri tertu fyrir um ári síðan á einhverri bloggsíðu en eins og þeir sem hafa áhuga á bakstri þá breyta þeir alltaf uppskriftunum eftir sínum þörfum og niðurstaðan er þessi hér. Ótúlega góð nammiterta sem klikkar ekki.
Meira

Bragðsterkir og einfaldir réttir

Erla Jónsdóttir og Jóhann Ingi Ásgeirsson frá Kambakoti í fyrrum Vindhælishreppi voru matgæðingar vikunnar í 32. tölublaði Feykis árið 2012. „Hérna koma mjög bragðsterkir og einfaldir réttir, það fer lítill tími í matreiðsluna sem er e-ð sem hentar mér mjög vel að minnsta kosti,“ sögðu þau Erla og Jóhann um uppskriftirnar sínar.
Meira

Góður kjúlli og djúsí desert

Kristrún Snjólfsdóttir og Sigurbjörn Bogason frá Sauðárkróki voru matgæðingar vikunnar í 31. tölublaði Feykis þessa vikuna. „Við viljum byrja á því að þakka Rögnu og Pétri fyrir áskorunina. Við ákváðum að senda hér uppskrift af forrétti sem hefur verið hjá okkur á jólum og áramótum, sumir fjölskyldumeðlimir vilja reyndar sleppa ananas, aðrir rækjum þannig að það er sérlagað fyrir hvern og einn. Kjúklingur er í miklu uppáhaldi á heimilinu og því fannst okkur kjörið að hafa eina kjúlla uppskrift og þessi finnst okkur fljótleg og góð. Eftirrétturinn er svo mjög djúsí og ekki verra ef berin eru heimaræktuð," sögðu þau um uppskriftirnar sem fylgja hér á eftir.
Meira

Tvær með kartöflum og dísætur desert

Þorbjörg Valdimarsdóttir og Hannes Þór Pétursson bændur í Helguhvammi í Miðfirði, Húnaþingi vestra, voru matgæðingar vikunnar í 30. tbl Feykis árið 2012. Þau buðu upp á tvær uppskriftir með kartöflum og dísætan eftirrétt.
Meira

Svínakjöt í súrsætri sósu og rabarbarakaka

Þau Ragna Jóhannsdóttir og Pétur Valdimarsson á Sauðárkróki voru Matgæðingar vikunnar í 28. tölublaði Feykis 2012, Þau buðu upp á grænmetissúpu með tortellinni í forrétt, svínakjöt í súrsætri sósu í aðalrétt og rabarabaraköku með ristuðu kókosmjöli í eftirrétt.
Meira

Ítalskar uppskriftir frá Skagaströnd

Í matarþætti Feykis í 19. tölublaði sem kom út þann 18. maí síðastliðin reyndist ekki pláss fyrir eftirréttinn sem fylgdi þættinum. Því birtum við hér matarþátt þessa tölublaðs í heild sinni.
Meira

Tekur því illa ef aðrir þvælast fyrir í eldhúsinu

„Eitt af því allra skemmtilegasta sem ég geri er að elda góðan mat.,“ segir Gísli Einarsson, ritstjóri Landans og tengdasonur Skagafjarðar, en hann gefur lesendum uppskrift af önd í bláberjabruggi í Jólablaði Feykis.
Meira

Sushi og nautakjöt í Guiness bjór

Helga Hinriksdóttir og Páll Sigurður Björnsson frá Hvammstanga voru matgæðingar Feykis í 27. Tölublaði ársins 2010. Þau buðu upp á sushi og nautakjöt í Guiness bjór.
Meira

Karríkjúklingur og marengskökur með sérrílegnum rúsínum

Elín Ása Ólafsdóttir frá Hvammstanga var matgæðingur Feykis í 26. tölublaði ársins 2012. Hún gaf lesendum uppskriftir af karríkjúkling og marengskökum með sérrýlegnum rúsínum.
Meira

Pastaréttur og tvær kökur

Þau Kristjana Björk Gestsdóttir og Steingrímur Kristinsson frá Blönduósi voru matgæðingar Feykis sumarið 2012. Þau buðu upp á uppskriftir af pastarétti og tveimur kökum sem eru í miklu uppáhaldi hjá þeim.
Meira