Samstöðutónleikar og upplestur
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
09.12.2016
kl. 08.45
Á miðvikudagskvöldið í næstu viku, 14. desember, verða haldnir samstöðutónleikar og upplestur að Löngumýri. Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls og Rökkurkórinn syngja og lesið verður uppúr bókum, gömlum og nýjum.
Innkoma rennur til Hjördísar Tobíasdóttur sem missti allt sitt í bruna á dögunum. Boðið verður uppá kaffi, te og piparkökur. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og frjáls framlög eins og hver vill.
