„Þú ert það sem þú borðar“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
29.09.2018
kl. 09.57
"Umsjónarkona þessa þáttar minnist þess að hafa fyrst rekist á hið margtuggna slagorð „þú ert það sem þú borðar“ á veggspjaldi í sveitaskóla á Vesturlandi. Fyrstu hughrifin sem það vakti á þeim tíma var að þá hlyti maður að vera bjúga! Í minningunni voru nefnilega alltaf bjúgu í matinn þegar íþróttamót voru haldin í umræddum skóla. Með öðrum orðum kjöt, salt og mör, ásamt einhverjum bindiefnum, pakkað í plast og reykt við tað. Seinna tók kannski við víðari túlkun á frasanum „að vera það sem maður borðar.“ Með það í hug gróf Feykir upp nokkrar uppskriftir af hollu og góðu haustfæði."
Svo mælti umsjónarmaður matarþáttar Feykis í 37. tbl. ársins 2016.
Meira
