Skagafjörður

Úrslit Opna Steinullarmótsins

Laugardagur um verslunarmannahelgi er augljóslega topp dagur til þess að taka þátt í golfmóti, en þann 4. ágúst síðastliðinn var Opna Steinullarmótið haldið á Hlíðarendavelli. Mótið var það fjölmennasta í sumar alls voru 49 þátttakendur skráðir til leiks.
Meira

Fullveldi í fyrirrúmi á Hólahátíð um helgina

Hólahátíð verður haldin á Hólum í Hjaltadal 11. til 12. ágúst. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með tónleikum, hátíðarsamkomum og hátíðarmessu.
Meira

Króksmótið fer fram nú um helgina

Króksmót FISK Seafood fer fram á Sauðárkróki nú um helgina. Mótið hefur verið haldið í áraraðir og er ætlað strákum í 6. og 7. flokki (árgangar 2011-2008).
Meira

Sveitasæla 2018

Sveitasæla 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin laugardaginn 18. ágúst í reiðhöllinni Svaðastöðum í Skagafirði.
Meira

U16 landslið karla að gera góða hluti í Færeyjum

U16 ára lið karla, sem tekur nú þátt í Norðurlandamótinu í fótbolta í Færeyjum, hefur nú spilað tvo leiki á mótinu.
Meira

Frá lögreglunni á Norðurlandi vestra

Nokkrar tilkynningar hafa borist til lögreglunnar á Norðurlandi vestra um erlendan ferðamann sem hefur ýmist gengið inn í hús eða bankað á dyr hjá fólki hérna i umdæminu en þessi ferðamaður mun vera spyrja hvar sé að finna gistingu.
Meira

Kvennalandsliðið í júdó æfir í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Sterkustu júdókonur landsins munu koma saman á Sauðárkróki helgina 24. - 26. ágúst næstkomandi og æfa undir stjórn landsliðsþjálfara kvenna í Júdó, Önnu Soffíu Víkingsdóttur.
Meira

Deildarmyrkvi á laugardaginn

Á Stjörnufræðivefnum er sagt frá því að deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi, snemma morguns laugardaginn 11. ágúst.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Fiskréttir í fögru umhverfi

Ferðamenn sem aka um Húnavatnssýslurnar kvarta gjarnan yfir því að landslag sé þar tilbreytingarlaust og fátt að sjá og eiga margir það til að gefa hressilega í eins og hraðaksturstölur frá lögreglunni á svæðinu sýna. Þetta er þó ekki alls kostar rétt því Húnavatnssýslurnar geyma marga dýrgripi sem vert er að gefa sér tíma til að skoða nánar. Ein af þessum perlum er Vatnsnesið þar sem áhugaverðir staðir eru á hverju strái. Að vísu hefur Vatnsnesið verið talsvert í umræðunni undanfarin ár vegna slæmra vega og það var því með hálfum huga sem blaðamaður Feykis lagði lykkju á leið sína í vikunni sem leið í því skyni að heimsækja veitingastaðinn Geitafell sem er staðsettur utarlega á nesinu vestanverðu, um 25 km utan við Hvammstanga.
Meira

Að meta árangur - Áskorandinn Sigríður Gunnarsdóttir Sauðárkróki

Einu sinni fyrir nokkuð löngu hitti ég Jón Hjörleifsson, vin minn út í búð. Við tókum tal saman um daginn og veginn. Hann spurði mig alvarlegur í bragði: „Hefur þér tekist að kristna einhverja í dag?“ Eftir stutta umhugsun varð ég að viðurkenna að líklega hefði ég engan kristnað þann daginn. Þetta fannst okkur báðum fyndið, hlógum að slælegri frammistöðu og kvöddumst svo.
Meira