feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.08.2018
kl. 10.24
Ferðamenn sem aka um Húnavatnssýslurnar kvarta gjarnan yfir því að landslag sé þar tilbreytingarlaust og fátt að sjá og eiga margir það til að gefa hressilega í eins og hraðaksturstölur frá lögreglunni á svæðinu sýna. Þetta er þó ekki alls kostar rétt því Húnavatnssýslurnar geyma marga dýrgripi sem vert er að gefa sér tíma til að skoða nánar. Ein af þessum perlum er Vatnsnesið þar sem áhugaverðir staðir eru á hverju strái. Að vísu hefur Vatnsnesið verið talsvert í umræðunni undanfarin ár vegna slæmra vega og það var því með hálfum huga sem blaðamaður Feykis lagði lykkju á leið sína í vikunni sem leið í því skyni að heimsækja veitingastaðinn Geitafell sem er staðsettur utarlega á nesinu vestanverðu, um 25 km utan við Hvammstanga.
Meira