Skagafjörður

Skagfirðingar með fern gullverðlaun

Meistaramót Íslands fór fram á Sauðárkróki samhliða Landsmóti UMFÍ um helgina. Þar barðist okkar fremsta frjálsíþróttafólk um Íslandsmeistaratitilinn. Skagfirðingarnir unnu til fernra gullverðlauna og tveggja silfurverðlauna á mótinu. Þá varð liðið í 4. sæti af 14 keppnisliðum á mótinu í heildarstigakeppninni.
Meira

Færri umferðaróhöpp en fleiri hraðakstursbrot

Mikil fjölgun hefur orðið á hraðakstursbrotum í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra það sem ef er ári. Þannig voru útgefnar kærur það sem af er þessu ári orðnar 3.689 talsins sl. fimmtudag samanborið við 1.417 á sama tíma í fyrra og 602 árið 2016. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu á föstudag þar sem rætt er við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira

SSNV aðili að alþjóðlegu samstarfsverkefni

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, segir frá því að samtökin taka þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem hlaut á dögunum styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Er því ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun.
Meira

Síðasti dagur Landsmótsins

Nú er síðasti dagur landsmótsins runninn upp. Dagurinn í gær var var hinn besti og létu menn veðrið ekki mikið á sig fá. Keppt var í fjölmörgum greinum og um kvöldið var svo skemmtikvöld með Geirmundi Valtýssyni og gríðarlega vel sótt Pallaball langt inn í nóttina að því er segir á vef landsmótsins.
Meira

Smáforrit fyrir Húnaþing vestra

Ferðamálafélag Húnaþings vestra hefur gefið út app eða smáforrit sem nefnist „Hunathing“. Hefur það að geyma allar helstu upplýsingar um Húnaþing vestra og þá þjónustu sem þar er í boði. Á vef Húnaþings vestra segir að tilgangur appsins sé „að auka jákvæða upplifun ferðamanna á svæðinu sem og að auðvelda þeim sem leiðsegja gestum um svæðið sitt."
Meira

Fjörið heldur áfram á Landsmóti

Fjörið heldur áfram á Landsmóti og láta gestir rigninguna lítið á sig fá enda von til þess að stytti upp von bráðar. Dagurinn hófst með morgunjóga og æsispennandi keppni í 65 km götuhjólreiðum. Fjörið heldur svo áfram þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Að sögn Pálínu Hraundal, verkefnisstjóra, eru margir enn að koma í þjónustumiðstöðina að sækja armbönd og er búist við miklu fjöri í allan dag.
Meira

Gott nesti fyrir göngugarpa

„Sumarfrísdögum eyði ég gjarnan í gönguferðum og þá er mikilvægt að velja morgunverð og nesti sem stendur vel með manni," sagði Kristín S. Einarsdóttir sem sá um Matgæðinga Feykis í 27. tbl. ársins 2016. Kristín bætti við: „Í síðustu viku gekk ég með góðum hóp kvenna í Fljótunum. Við erum svo heppnar að í hópnum er matargæðingur af Guðs náð, Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir. Ég ætla deila hér með lesendum saðsömum samlokum og matarmiklum múffum sem hún bauð okkur upp á."
Meira

Nefndir Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lokið við að skipa í helstu ráð og nefndir þess en á miðvikudag fundaði Skipulags- og byggingarnefnd, seinust fastanefnda í þeim erindagjörðum. Formaður byggðaráðs og forseti sveitarstjórnar eru kosnir til eins árs í senn en í aðrar nefndir til fjögurra ára. Samstarfssamningur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gerir ráð fyrir að flokkarnir skipti á milli sín formennsku í byggðaráði og sveitarstjórn, tvö ár í senn.
Meira

Mikið um að vera á Landsmóti

Nú er annar dagur Landsmótsins hafinn og hefur það farið vel af stað. Talsverður fjöldi fólks er mættur á Sauðárkrók til þess að taka þátt í viðburðum helgarinnar og á sá fjöldi væntanlega eftir að margfaldast þegar líður á daginn.
Meira

Hvíti riddarinn lagður að velli í Mosfellsbæ

Stelpurnar í Tindastól mættu Hvíta riddaranum á svampblautum velli Tungubakka í Mosfellsbæ sl. miðvikudagskvöld og kræktu sér í þrjú stig. Stólar voru mun betri aðilinn í leiknum en náðu ekki að skora nema þrjú mörk á móti einu heimamanna. Með sigrinum styrktu þær stöðu sína á toppnum með 18 stig, þremur fleiri en Augnablik sem á einn leik til góða.
Meira