Opið bréf til umsjónarmanns íþróttavallanna okkar
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
25.07.2018
kl. 10.03
Eins og margir vita er búseta mín að Víðigrund 14 og hef ég úr íbúð minni útsýni aðeins í vestur og við mér blasa tveir vellir, nýi gerfi-grasvöllurinn okkar og fyrir sunnan hann er grasvöllur. Vellir þessir eru vel girtir af og er það gott, vegna bolta sem sparkað er í allar áttir. Á þessari víggirðingu eru tvö hlið og þau bæði læst. Nokkuð langt er því að næstu inn- og útgöngum á vellina, er það nokkuð bagalegt þegar bolti fer út fyrir víggirðinguna og þegar börn koma að völlunum, töluverð leið er að næsta hliði.
Meira
