feykir.is
Skagafjörður
27.07.2018
kl. 10.12
Næsti Bændamarkaður á Hofsósi verður haldinn á morgun, laugardaginn 28. júlí, klukkan 13-16. Verður þetta í þriðja sinn sem markaðurinn er haldinn í sumar og er óhætt að segja að hann hafi fengið góðar viðtökur og hafa fjölmargir lagt leið sína í „Plássið" á Hofsósi þessa daga. Markaðurinn er haldinn í gamla pakkhúsinu sem er talið byggt árið 1777 og er eitt af elstu timburhúsum landsins, flutt hingað til lands á vegum dansks verslunarfélags. Húsið og umhverfi þess í gamla þorpskjarnanum á Hofsósi skapar virkilega skemmtilega umgjörð um þá skemmtilegu nýjung sem Bændamarkaðurinn er.
Meira