Skagafjörður

Lið Hattar hafði betur á Vilhjálmsvelli

Sjöunda umferð 2. deildar karla í knattspyrnu hófst í gærkvöldi og héldu leikmenn Tindastóls af því tilefni austur á Egilsstaði þar sem þeir léku við Hött. Fyrir leik voru bæði lið með þrjú stig en að honum loknum voru það heimamenn í Hetti sem voru komnir með sex stig því þeir sigruðu 3-1.
Meira

Pétur Birgis valinn í æfingahóp Íslands í körfunni

Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta en nú um næstu mánaðamót spilar Ísland síðustu leiki sína í undankeppni HM 2019 og verður leikið í Finnlandi og í Búlgaríu. Fimmtán manna æfingahópur var valinn fyrir skömmu en æfingar og undirbúningur íslenska liðsins hófst nú í vikunni. Einn leikmaður Tindastóls er í 15 manna hópnum en það er Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandinn geðþekki.
Meira

Byrðuhlaup UMF Hjalta á 17. júní

Sunnudaginn 17. júní verður keppt um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2018. Farið verður af stað klukkan 11:00 frá Grunnskólanum að Hólum og hlaupið eða gengið upp í Gvendarskál. Keppt verður er í barnaflokki til og með 13 ára aldurs og í fullorðinsflokki. Boðið verður upp á hressingu í Gvendarskál og er frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu.
Meira

Síðustu forvöð að skrá sig á Landsmót á lægra verðinu

Landsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki 12. - 15. júlí og óhætt að segja að um sannkallaða íþróttaveisla sé að ræða. Hægt að velja fleiri en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks þannig að allir ættu að geta fundið sér eittvað skemmtilegt að gera. Þátttökugjald er 4.900kr. til 16. júní en þá hækkar það í 6.900kr. Feykir hafði samband við Ómar Braga Stefánsson framkvæmdastjóra mótsins og forvitnaðist örlítið um mótið.
Meira

Fjörutíu ára samfelldum veðurathugunum á Bergstöðum lokið

Í gærmorgun kl. 9 lauk fjörutíu ára samfelldum veðurathugunum á Bergstöðum í Skagafirði. Það þykir nokkuð merkilegt að sama fólkið hafi sinnt veðurathugunum í svo langan tíma. Hjónin Sigrún Aadnegard og Viðar Ágústsson hafa sinnt veðurathugunum sjö sinnum á dag allt árið um kring.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga framleiðir Ísey Skyr í Rússlandi

Í dag fer fram vígsluathöfn í tilefni af upphafi skyrframleiðslu í Rússlandi undir vörumerkinu Ísey Skyr sem er í eigu Mjólkursamsölunnar. Að framleiðslunni stendur rússneska félagið IcePro LLC sem er í meirihlutaeigu Kaupfélags Skagfirðinga en að félaginu koma einnig rússneskir fjárfestar, þar á meðal IceCorpo RUS, en í gegnum það félag hefur Kaupfélag Skagfirðinga ásamt hjónunum Sigurjóni Bjarnasyni og Katerinu Gerisimovu rekið rússneskt félag, IceCorpo LLC, sem hefur fengist við sölu á íslensku lambakjöti í Rússlandi síðustu þrjú ár.
Meira

Fyrsta íslenska kollagenið úr fiskroði sem framleitt er á Íslandi

PROTIS® Kollagen er ný vara frá íslenska sprotafyrirtækinu PROTIS ehf. sem var stofnað árið 2015 og er staðsett Sauðárkróki. PROTIS sérhæfir sig í framleiðslu fæðubótaefna sem innihalda íslensk þorskprótín sem unnin eru úr hráefni sem fellur til við hefðbundna flakavinnslu á íslenskum þorski og stuðlar þannig að bættri nýtingu á þessari mikilvægu náttúruauðlind Íslendinga.
Meira

Hólmar Örn á HM og N4

Sjónvarpsstöðin N4 beinir linsunum að landsliðsmönnum frá landsbyggðunum í nýjum þætti sem hefst fimmtudaginn 14. júní þar sem fjallað verður um þá landsliðsstráka frá landsbyggðunum sem komust í lokahóp HM í Rússlandi. Hólmar Örn Eyjólfsson er þar tengdur við Sauðárkrók enda foreldrarnir báðir þaðan.
Meira

Nýtt skagfirskt héraðsmet

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS vann til bronsverðlauna í hástökki kvenna á Smáþjóðarleikunum sem fram fóru í Liechteinstein þann 9. júní síðastliðinn.
Meira

Brautskráning nemenda frá Háskólanum á Hólum

Háskólinn á Hólum brautskráði nemendur sl. föstudag, 8. júní, við hátíðlega athöfn sem fram fór í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Athöfnin var með hefðbundnu sniði, flutt voru ávörp og tónlistaratriði sem voru í höndum þeirra Dönu Ýrar Antonsdóttur og Daníels Andra Eggertssonar.
Meira