Skagafjörður

Þróun framlaga til menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála

Heildarframlög til málefnasviðs menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála jukust um 1,5 milljarða króna að raunvirði milli áranna 2017 og 2018, eða um 12%. Ríkisfjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir að útgjaldasvigrúm málefnasviðsins muni halda í því horfi út tímabilið.
Meira

Berglind ráðin til Byggðasafnsins

Berglind Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga frá 1. júlí 2018 en tveir sóttu um starfið. Frá þessu er greint á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjörður í dag.
Meira

Stólastúlkur sigruðu Gróttu/KR

Stelpurnar í 2. flokki Tindastóls tóku á móti Gróttu/KR í dag í Íslandsmótinu í knattspyrnu en þær leika í B-riðli. Veðrið var ákjósanlegt til tuðrusparks, stillt og nokkur regnúði. Þegar yfir lauk hafði María Dögg Jóhannesdóttir skorað tvö mörk og tryggt Stólum 2-0 sigur
Meira

Af Sigurði frá Brún og Hesta-Bjarna - Kristinn Huga skrifar um hesta og menn

Þegar ég vaknaði í morgun mundi ég eftir að ég hefði lofað ritstjóra Feykis að senda honum greinarkorn og fór að velta fyrir mér um hvað það ætti að vera? Mér datt svo sem eitt og annað í hug en ekkert eitt varð ofan á. Fór ég síðan fljótlega upp í hesthús og eftir venjuleg morgunverk tóku útreiðar við. Í einum túrnum mætti ég stórkostlegum reiðmanni. Ég ætla ekkert að verða nákvæmari í frásögninni né persónulegri, hvoru tveggja væri auðvelt en óþarft að sinni. Því þegar ég virti fyrir mér taumtökin svip mannsins og viðbrögð hestsins kom eftirfarandi ljóðahending upp í hugann:
Meira

Fyrsti sigur Tindastóls í höfn

Lið Tindastóls og Vestra frá Ísafirði mættust á Sauðárkróksvelli í dag í ljómandi fótboltaveðri, 15 stiga hita og stilltu. Lið Tindastóls barðist fyrir öllu sínu í dag og uppskáru góðan sigur en það var Fannar Kolbeins sem gerði bæði mörk Stólanna og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Lokatölur 2-0.
Meira

Lærisneiðar með partýkartöflum

Kristín Ólafsdóttir og Þórarinn Óli Rafnsson voru matgæðingar í 26. tölublaði ársins 2013. Eins og árstíminn gaf tilefni til buðu þau upp á grillmat og ís á eftir. „Við hjónin erum búsett á Staðarbakka í Miðfirði ásamt tveimur börnum, Heiðari Erni, 18 ára, og Ingu Þórey 13 ára. Þórarinn starfar hjá Tengli á Hvammstanga ásamt því að sinna veiðileiðsögn í Miðfjarðará á sumrin. Kristín starfar sem fulltrúi hjá Fæðingarorlofssjóði. Við eigum einnig nokkrar kindur, hesta, hundinn Gróða frá Heggsstöðum og kisuna Frú Marsibil frá Stóru-Borg. „Sumarið er tíminn“ segir í laginu og þá reynum við að grilla eins oft og við getum. Við ætlum að bjóða upp á þurrkryddaðar lærissneiðar með partý-kartöflum og grilluðu grænmeti ásamt pistasíuís með karamellusósu í eftirrétt."
Meira

Ekki reyndist það aprílgabb hjá Hinna - Áskorandinn Árni Gunnarsson Sauðárkróki

Vinur minn Guðmundur Stefán Sigurðsson, fornleifafræðingur, skoraði á mig að taka við áskorandapennanum. Austurdalur í Skagafirði er okkur báðum kær. Dalurinn er fallegur og ósnortinn og á sér langa og merkilega sögu. Frægasti draugur dalsins er Skotta kennd við Ábæ en fjölskyldufyrirtækið okkar Elenóru, Skotta Film heitir einmitt eftir Ábæjar Skottu.
Meira

Hekla með bílasýningu á Norðurlandi vestra sunnudag og mánudag

Sunnudaginn 10. júní hefst hringferð HEKLU um landið. Ferðin stendur yfir í fimm daga og á þeim tíma verða 13 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Á staðnum verður mikið um dýrðir Volkswagen e-Golf, Tiguan og T-Roc, Mitsubishi Outlander PHEV og L200, Skoda Kodiaq og Karoq, Audi Q7 og A3.
Meira

Sláttur er hafinn í Skagafirði

Sláttur hófst á bænum Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði sl. þriðjudag. Blaðamaður átti leið þar um í gær en þá var verið að raka saman áður en heyið yrði rúllað. Að sögn Halldóru Lilju Þórarinsdóttur á Ytri-Hofdölum var slægjan meiri en reiknað var með en ástæða þess hve snemma var byrjað að slá er sú að vinnumaðurinn, og barnabarn þeirra hjóna, er á förum svo hann varð að fá að taka aðeins til hendinni í heyskapnum áður en hann yfirgæfi sveitina.
Meira

Brynjar búinn að skrifa undir við Tindastól

Þá er það staðfest að KR-ingurinn, Brynjar Þór Björnsson, er kominn í raðir Tindastóls í körfuboltanum en skrifað var undir rétt í þessu í verslun Olís í Borgarnesi. Um hefðbundinn leikmannasamning er að ræða til tveggja ára með endurskoðunarákvæðum beggja aðila eftir ár. Einnig mun Brynjar Þór koma að þjálfun hjá unglingaráði.
Meira