Skagafjörður

Ferðasaga: Gönguferð með Ferðafélagi Ísland um Friðland að Fjallabaki - Græni hryggur og Hattver

Róbert Daníel Jónsson og Erna Björg Jónmundsdóttir á Blönduósi hafa verið dugleg við það að fara í göngur víðsvegar um landið sem og erlendis. Blaðamaður Feykis hafði samband við þau og forvitnaðist um göngu sem þau fóru í á dögunum um Friðlandið að Fjallabaki.
Meira

Að loknu Ljómaralli

Miklar sviftingar voru í Ljómaralli sem fram fór í Skagafirði sl. laugardag. 23 áhafnir voru skráðar til leiks í keppninni sem haldin var á vegum Bílaklúbbs Skagafjarðar. Ljómarallið var þriðja keppnin af fimm keppnum sem haldnar eru í Íslandsmótinu í ár og baráttan um stigin því í algleymingi.
Meira

Tilkynning frá Kiwanisklúbbnum Drangey

Komið hefur í ljós að mistök urðu við vinnslu á þjónustu- og viðskiptaskrá Skagafjarðar og þjónustu- og viðskiptaskrá Húnavatnssýslna, sem gefnar eru út af Kiwanisklúbbnum Drangey og er ein okkar helsta leið til að afla fjár til styrkveitinga klúbbsins.
Meira

Sumarlokun Nýprents

Starfsmenn Nýprents og Feykis skelltu sér í sumarfrí 27. júlí. Nýprent opnar aftur mánudaginn 13. ágúst og næstu blöð koma út 15. ágúst.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Gisting og góðar veitingar við þjóðveginn

Í Víðigerði við þjóðveg 1 í Víðidal hefur um langan tíma verið rekin veitingasala. Fyrir fjórum árum festu núverandi eigendur kaup á staðnum og síðan þá hafa umtalsverðar breytingar orðið á staðnum. Feykir hitti mæðginin Kristin Bjarnason og Guðlaugu Jónsdóttur að máli og fékk þau til að segja sér frá rekstrinum og þeim framkvæmdum sem þau hafa staðið í undanfarin ár.
Meira

Tindastóll með magnaðan sigur á toppliði Aftureldingar

Það er skammt stórra högga á milli hjá meistaraflokksliðum Tindastóls þessa dagana. Í gær unnu stelpurnar ótrúlegan sigur á Seltjarnarnesi og strákarnir voru augljóslega innspíraðir af þeirra frammistöðu í dag þegar topplið 2. deildar, Afturelding úr Mosfellsbæ, kom í heimsókn. Baráttan var í fyrirrúmi og þegar gestirnir jöfnuðu á lokamínútu venjulegs leiktíma þá stigu Stólarnir upp og Hólmar Skúla tryggði öll stigin með marki í uppbótartíma. Lokatölur 3-2.
Meira

Fimm laga lostæti og girnileg ávaxtakaka í eftirrétt

Guðríður M. Stefánsdóttir eða Stella Stefáns, var matgæðingur vikunnar í 29. tbl Feykis 2016. Stella kemur frá Glæsibæ í Staðahreppi en býr ásamt eigimanni sínum, Jóni Björgvini Sigvaldasyni, á Sauðárkróki. Býður hún lesendum upp á gómsætan fiskrétt, gróft snittubrauð með sjávarsalti sem meðlæti og girnilega ávaxtaköku sem eftirrétt.
Meira

Ótrúlegur sigur Stólastúlkna á Seltjarnarnesinu

Kvennalið Tindastóls spilaði sennilega einn magnaðasta leik í sögu sinni í gærkvöldi þegar liðið sótti heim Gróttu á Seltjarnarnesið í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þegar upp var staðið voru gerð ellefu mörk í leiknum og þrátt fyrir að hafa verið undir, 5-2, þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum þá bættu stelpurnar við fjórum mörkum á lokakaflanum og tryggðu sér þrjú frábær stig í toppbaráttu deildarinnar. Lokatölur 5-6 fyrir Tindastól.
Meira

Bændamarkaður á morgun

Næsti Bændamarkaður á Hofsósi verður haldinn á morgun, laugardaginn 28. júlí, klukkan 13-16. Verður þetta í þriðja sinn sem markaðurinn er haldinn í sumar og er óhætt að segja að hann hafi fengið góðar viðtökur og hafa fjölmargir lagt leið sína í „Plássið" á Hofsósi þessa daga. Markaðurinn er haldinn í gamla pakkhúsinu sem er talið byggt árið 1777 og er eitt af elstu timburhúsum landsins, flutt hingað til lands á vegum dansks verslunarfélags. Húsið og umhverfi þess í gamla þorpskjarnanum á Hofsósi skapar virkilega skemmtilega umgjörð um þá skemmtilegu nýjung sem Bændamarkaðurinn er.
Meira

Golfmaraþon barna og unglinga í Golfklúbbi Sauðárkróks

Börn og unglingar í Golfklúbbi Sauðárkróks héldu golfmaraþon, fimmtudaginn 19. júlí síðastliðinn. Þau hófu daginn kl. 9 og var markmiðið að spila að minnsta kosti 1.000 holur.
Meira