feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
20.05.2018
kl. 10.13
Brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga leggur á næstu dögum upp í leikferð um Ísland og Pólland með leiksýninguna Engi sem áður hefur verið sýnt víða um Bretland auk nokkurra staða á Íslandi. Að sögn Gretu Clough, stjórnanda leikhússins, fjallar sýningin um dýrin sem áttu eitt sinn heima á enginu og eru þau endurvakin til lífsins með handgerðum brúðum úr efnivið sem til fellur þar. Greta segir sýninguna hafa verið hugsaða fyrir börn á aldrinum þriggja til átta ára en hún höfði þó til mun breiðari hóps. „Það hafa komið kornabörn á sýningar sem hafa haldið athyglinni allan tímann og táningar sem hafa líka orðið hugfangnir. Fullorðnir njóta sýningarinnar líka þannig að mínu viti er hún fyrir alla aldurshópa.”
Meira