Skagafjörður

Grundfirðingar áhyggjufullir vegna lokunar rækjuvinnslu FISK Seafood

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir þungum áhyggjum af lokun rækjuvinnslu FISK Seafood í Grundarfirði en þar var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á dögunum en tveimur var boðin áframhaldandi vinna við frágang og undirbúning sölu og búnaðar. Á fundi ráðsins þann 19. júlí lýsti ráðið yfir vilja til góðs samstarfs við fyrirtækið og kallaði eftir mótvægisaðgerðum af hálfu þess til að lágmarka skaða samfélagsins vegna þessara aðgerða.
Meira

Bilað í bíó

Einhverjir hafa sennilega hugsað sér gott til glóðarinnar á köldu og blauti sumri og ætlað að skella sér í Króksbíó til að sjá sjóðheita nýja ABBA-mynd eða Antman eða einhverja aðra magnaða ræmu og maula popp. Einhver máttarvöld virðast þó hafa gripið inn í og stoppað þessa drauma í fæðingu því fyrir nokkru bilaði sýningarvélin í Króksbíói og útlit fyrir að einhver bið verði á bótum.
Meira

Ljómarall í Skagafirði

23 áhafnir eru skráðar til leiks í Ljómaralli sem fram fer í Skagafirði laugardaginn 28. júlí nk. Keppnin er þriðja keppni sumarsins í Íslandsmeistaramótinu í ralli og óhætt er að segja að staðan sé spennandi og barist verði um hvert stig til síðasta metra í keppninni.
Meira

Óskilamunir í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Starfsmenn íþróttahússins á Sauðárkróki höfðu samband við Feyki.is og vildu koma því á framfæri að þar hefur safnast upp mikið safn óskilamuna sem sakna eigenda sinna. Á Facebooksíðu stuðningsmanna knattspyrnudeildar Tindastóls má sjá myndir af safninu og geta eigendur litið við og vitjað eigna sinna.
Meira

Ganga Ferðafélags Skagfirðinga á Kaldbak

Ferðafélag Skagfirðinga stendur fyrir gönguferð á fjallið Kaldbak á laugardaginn kemur, 28. júlí, ef veður leyfir. Fjallið Kaldbakur er í landi Sólheima í Sæmundarhlíð og er hæsta fjallið á því svæði. Gangan er frekar erfið og fjallið grýtt. Því eru góðir gönguskór nauðsynlegir.
Meira

Jón Gísli Eyland Gíslason í hópi U16 landsliðs karla

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U16 landsliðs karla, hefur valið Jón Gísla Eyland Gíslason leikmann Tindastóls í hóp Íslands fyrir Norðurlandamótið í knattspyrnu. Leikmannahópinn skipa átján leik menn frá tólf félagsliðum.
Meira

Sigur hjá Martin og félögum í lokaleiknum

Það var mest allt á brattann hjá Israel Martin og lærisveinum hans í U20 ára liði Íslands sem hefur undanfarna daga tekið þátt í A-deild Evrópumótsins sem spiluð var í Þýskalandi. Allir leikir liðsins í riðlakeppninni og síðan þrír til viðbótar í keppni um sæti töpuðust, en síðasti leikurinn, gegn Rúmeníu þar sem spilað var um 15. sætið, vannst örugglega.
Meira

Opið bréf til umsjónarmanns íþróttavallanna okkar

Eins og margir vita er búseta mín að Víðigrund 14 og hef ég úr íbúð minni útsýni aðeins í vestur og við mér blasa tveir vellir, nýi gerfi-grasvöllurinn okkar og fyrir sunnan hann er grasvöllur. Vellir þessir eru vel girtir af og er það gott, vegna bolta sem sparkað er í allar áttir. Á þessari víggirðingu eru tvö hlið og þau bæði læst. Nokkuð langt er því að næstu inn- og útgöngum á vellina, er það nokkuð bagalegt þegar bolti fer út fyrir víggirðinguna og þegar börn koma að völlunum, töluverð leið er að næsta hliði.
Meira

Rúnar Már fyrirliði hjá Grasshoppers

Það fór svo í sumar að Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, var ekki valinn í íslenska landsliðið sem tók þátt í HM sem fram fór í Rússlandi. Í fyrravetur var hann lánaður frá Grasshoppers í Sviss til St. Gallen en hagur hans virðist þó hafa vænkast að nýju því nú er kappinn orðinn fyrirliði hjá Grasshoppers samkvæmt frétt á Fótbolti.net.
Meira

Hugsanlegar leiðir til öflunar á heitu vatni fyrir Hjaltadal, Óslandshlíð og Viðvíkursveit skoðaðar

Samkvæmt fimm ára framkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna, sem samþykkt var í maí 2014, átti að ráðast í hitaveitu í Óslandshlíð og Viðvíkursveit á árunum 2018 og 2019. Þeim hefur hins vegar verið frestað ásamt fyrirhuguðum framkvæmdum í Hjaltadal en farið var yfir ástæður þess á fyrsta fundi nýrrar veitunefndar Svf. Skagafjarðar þann 5. júlí sl. og kynntar mögulegar útfærslur á hitaveitu um svæðið.
Meira