Skagafjörður

Fólksfjöldi og fjör á Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðin Hofsós heim var haldin um síðustu helgi og var þar margt til skemmtunar. Fjöldi manns tók þátt í gönguferð í Grafarós með leiðsögn Þorsteins Þorsteinssonar (Steina Pálu) og á eftir gæddu u.þ.b. 250 gestir sér á ljúffengri kjötsúpu, matreiddri af Félagi eldri borgara. Kvöldið var milt og á eftir naut fólk samverunnar við varðeldinn í fjörunni áður en haldið var á ball í Höfðaborg eða í stuðið með Geira í Sólvík.
Meira

Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2017

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra má nú finna starfsskýrslu eftirlitsins fyrir árið 2017. Hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins felst annars vegar einkum í því að sinna eftirliti með starfsleyfisskyldri starfsemi og hins vegar stjórnsýsla sem felur í sér lögbundnar umsagnir, m.a. um leyfisveitingar sýslumanna og skipulagsyfirvalda.
Meira

Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð

Á morgun, fimmtudaginn 5. júlí kl. 13:00, býður Matís til fundar í Miðgarði, þar sem fjallað verður um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og dreifingu afurða og heimaslátrun og mikilvægi áhættumats.
Meira

Gistinóttum á Norðurlandi fækkar milli ára

Gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum hefur fjölgað um 1% séu bornir saman maímánuðir ársins í ár og síðastliðins árs. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en hún er byggð á gögnum frá Hagstofunni.
Meira

Markaveisla á Sauðárkróksvelli

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú örugg stig á laugardaginn með 7-2 sigri á sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis. Murielle Tiernan skoraði fjögur mörk, Krista Sól Nielsen var með tvö mörk og Vigdís Edda Friðriksdóttir skoraði eitt mark.
Meira

Farfuglaheimilin á Íslandi og Plastpokalausi dagurinn

Á Plastpokalausa deginum, þann 3. júlí, munu Farfuglaheimilin á Íslandi taka höndum saman til að vekja athygli gesta á mengun af völdum plasts. Þann dag munu gestir sem gista á Farfuglaheimilunum í landinu fá gefins fjölnota poka úr lífrænni bómull
Meira

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má nú finna DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland. Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að skýrslunni fyrir Ferðamálastofu Íslands sem heldur utan um slíkar greiningar í öllum landshlutum.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir sveitarstjóra

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Í auglýsingu um starfið segir að leitað sé eftir einstaklingi sem búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, hafi leiðtogahæfileika, geti tekið frumkvæði og búi yfir hugmyndaauðgi.
Meira

Hofsósskirkja fær góða gjöf

Hofsósskirkju voru nýlega færðar góðar gjafir þegar hjónin Guðrún Elín Björnsdóttir og Guðmundur Kristján Sigurbjörnsson ásamt föður og systkinum Guðrúnar, færðu kirkjunni að gjöf tvo blómavasa til minningar um dóttur Guðrúnar og Guðmundar, Unni Bettý, sem fórst í bílslysi þann 28. ágúst 2006, tæplega 19 ára gömul.
Meira

Sigríður Sigurðardóttir lætur af störfum sem safnstjóri

Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, lét af störfum í gær eftir rúmlega 30 ára farsælt starf hjá safninu. Í tilefni þess lögðu sveitarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins, leið sína í Glaumbæ og færðu Sigríði blómvönd og gjafabréf. Félagsskapurinn Pilsaþytur mætti einnig á svæðið. Frá þessu segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar og eru Sigríði þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Meira