Skagafjörður

Gosi spýtustrákur heimsækir Norðurland

Leikhópurinn Lotta verður á ferðinni á Norðurlandi um helgina og sýnir bæði á Blönduósi og á Sauðárkróki. „Í sumar hefur hópurinn ákveðið að kynnast betur spýtustráknum Gosa og ber nýjasta leikritið nafn hans. Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og visa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi. Fleira skal ekki gefið upp að sinni enda sjón sögu ríkari," segir í fréttatilkynningu frá hópnum.
Meira

Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra í Skagafirði

Þrettán umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra í Skagafirði sem auglýst var laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út þann 15. júlí sl. Fjórir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Meira

Eigendur Hrauna í Fljótum hafa samþykkt tilboð Eleven Experience í jörðina

Nokkuð hefur verið fjallað um jarðakaup erlendra fjárfesta í fjölmiðlum að undanförnu og meðal annars hefur athyglin beinst að viðskiptum Eleven Experience í Fljótum sem meðal annars reka glæsihótel að Deplum. Í gær sagði Morgunblaðið frá því að eigendur jarðarinnar Hrauna í Fljótum hafi nú samþykkt kauptilboð EE í jörðina.
Meira

Mikið framkvæmt á Króknum þessi misserin

Það er óhætt að fullyrða að það er mikið framkvæmt á Sauðárkróki nú í sumar. Blaðamaður Feykis fór smá rúnt um bæinn og myndaði framkvæmdir sem eiga sannarlega eftir að gleðja augað þegar þeim verður lokið.
Meira

Hundakostur lögreglunnar til lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

Morgunblaðið greindi frá því frá því á miðvikudag að lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra hafi verið falin umsjón með hundakosti lögreglunnar hér á landi. Morgunblaðið hefur undanfarið fjallað um aðgerðaleysi í málefnum fíkniefnahunda hér á landi en í samtali við Sigríði Á Andersen, dómsmálaráðherra, kemur fram að nú muni verða breyting á málaflokknum og tekið á málum af festu.
Meira

Rækjuvinnslu Fisk Seafood í Grundarfirði lokað

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka rækjuvinnslu Fisk Seafood í Grundarfirði. Starfsfólki verksmiðjunnar var tilkynnt um niðurstöðuna í gær á fundi og taka uppsagnirnar gildi um næstu mánaðarmót. Í fréttatilkynningu frá FISK Seafood kemur fram að veiðar og vinnsla rækju hafi átt erfitt uppdráttar hérlendis á undanförnum árum og er ákvörðunin tekin í ljósi langvarandi tapreksturs í Grundarfirði sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæður.
Meira

Stólastúlkur á toppnum eftir sigur gegn Völsungi

Það var boðið upp á hörkuleik á gervigrasinu á Króknum í gærkvöldi þegar lið Tindastóls tók á móti liði Völsungs frá Húsavík í 2. deild kvenna. Húsvíkingar hafa oft verið liði Tindastóls til vandræða og með sigri í gær hefðu þær húsvísku náð að komast upp að hlið Tindastóls og Augnabliks á toppi deildarinnar. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu því Stólastúlkurnar voru sterkari og náðu að skora sigurmarkið í blálok leiksins og var það fyllilega verðskuldað.
Meira

Kirkjugarður finnst í Utanverðunesi

Í sumar hefur verið unnið að rannsóknum á vegum Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknanna í Hegranesi fjórða árið í röð en það er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga og fornleifarannsóknastöðvar- innar Fiske Center í UMass Boston. Rannsóknirnar hafa þann tilgang að skoða aldur og dreifingu elstu byggðar í Hegranesi og tengsl byggðaþróunar við kirkjusögu svæðisins.
Meira

Þátttökuskilyrði fyrir Norðurstrandarleið

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má nú finna skýrslu þar sem farið er yfir skilyrði til þátttöku í verkefninu um Norðurstrandarleið (e. Arctic Coast Way). Norðurstrandarleið hefur verið í þróun síðustu misseri en með henni á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Meira

Israel Martin og strákarnir spila við Þýskaland í dag

Ísland er með U20 lið í A-deild Evrópumótsins í körfubolta sem fram fer í Chemnitz í Þýskalandi þessa dagana. Engir leikmenn úr liði Tindastóls eru að spila með íslenska liðinu en það er þó ágæt tenging við Stólana því Króksarinn Israel Martin, þjálfari Tindastóls í Dominos-deildinni, þjálfar íslenska liðið.
Meira