Skagafjörður

Grillaður humar í skel og uppáhalds gúllassúpan

„Eitt skal taka fram, við erum súpufólk. Súpur eru algjör snilld, sérstaklega þegar þær eru heimagerðar. Við eldum oft stóra skammta af súpum og geymum svo í frysti, því það er svo afskaplega þægilegt að geta bara kippt upp einni dollu af súpu og hitað upp, það sparar okkur bæði tíma og uppvask á pottum, þetta er eiginlega bara svona „win win situation“, eins og maður segir á góðri íslensku,“ sögðu Herdís Harðardóttir og Ævar Marteinsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 26. tbl. FEykis árið 2016.
Meira

Leikmaður Tindastóls valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar hjá U16 karla í knattspyrnu

Landsliðsþjálfararnir, Davíð Snorri Jónasson og Þorvaldur Örlygsson, hafa tilkynnt hópa fyrir úrtaksæfingar U16 og U18, sem fara fram helgina 6. og 7. júlí. Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, hefur verið valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U16.
Meira

Háskólinn á Hólum fær styrk úr Innviðasjóði

Nýlega birti stjórn Innviðasjóðs lista yfir þá aðila sem hlutu styrk frá sjóðnum árið 2018. Einn af styrkjum sjóðsins kemur í hlut Háskólans á Hólum, vegna verkefnis á vegum Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar. Frá þessu er sagt á heimasíðu skólans.
Meira

Sýning Söguseturs íslenska hestsins á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2018.

Í ár fögnum við Íslendingar 100 ára afmæli fullveldisins en það fengum við með formlegum hætti frá Dönum 1. desember 1918. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast þessa áfanga og sérstök afmælisnefnd er að störfum, sjá nánar: https://www.fullveldi1918.is/ Afmælisnefnd fullveldisins auglýsti eftir verkefnum af þessu tilefni og urðu 100 verkefni fyrir valinu; þannig séð eitt fyrir hvert ár fullveldisaldarinnar og hlutu þau styrk úr framkvæmdasjóði fullveldisafmælisins. Sögusetur íslenska hestsins var einn þeirra aðila er styrk fékk. Inntakið í verkefni SÍH, er að setja upp sýningu um íslenska hestinn og stöðu hestamennsku og hrossaræktar um fullveldið og framfarasóknina á fullveldistímanum. Sýningin yrði sett upp á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík, 1. til 8. júlí 2018 og myndi þar kristallast hvernig frjáls og fullvalda þjóð hefur tryggt vöxt og viðgang síns þjóðarhests og komið honum á framfæri við heimsbyggðina og skapað honum, í samstarfi við aðrar þjóðir, þar sem áhugi hefur verið til staðar, viðgang og virðingu. Að loknu landsmótinu yrði sýningin sett varanlega upp í Skagafirði og gerð aðgengileg á heimasíðu SÍH: www.sogusetur.is
Meira

Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin á Hofsósi nú um helgina og er dagskráin stútfull af skemmtilegum uppákomum sem ættu að höfða til flestra, ungra jafnt sem aldinna og allra þar á milli.
Meira

Fyrsti bændamarkaður sumarsins á Hofsósi á laugardaginn

Á laugardögum í sumar verða haldnir bændamarkaðir í pakkhúsinu á Hofsósi. Það er Matís sem stendur að verkefninu í samstarfi við skagfirska framleiðendur og er Rakel Halldórsdóttir, starfsmaður Matís sem búsett er á Hofsósi, hvatamaðurinn að þeim.
Meira

Nýr valkostur í hestaflutningum

Nýstofnað fyrirtæki, Sleipnir hestaflutningar ehf., hefur hafið starfsemi í Skagafirði. Fyrirtækið býður upp á flutning um allt land og er á hersla lögð á velferð og öryggi hesta í flutningi en allir hestar eru fluttir í einstaklingsrýmum. Milliverk eru lokuð niður í gólf og hægt er að opna milli hólfa svo folaldshryssur hafi tveggja hesta pláss. Myndavélakerfi er í vagninum svo stöðugt eftirlit er með hrossunum meðan á flutningi stendur.
Meira

Skin og skúrir á Landsbankamótinu

Landsbankamótið fór fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki um liðna helgi og þar voru það stúlkur í 6. flokki sem spreyttu sig fótboltasviðinu. Um 80 lið voru skráð til leiks frá fjölmörgum félögum og er óhætt að fullyrða að hart hafi verið barist þó brosin hafi verið í fyrirrúmi.
Meira

Skagfirðingur í körfuboltalandsliðinu

Nú er ljóst að enginn Stólamaður fer með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta er það mætir Búlgaríu og Finnlandi ytra dagana 29. júní og 2. júlí í undankeppni HM(World Cup). Pétur Rúnar Birgisson var í 15 manna æfingahópi en var kroppaður burt í lokaniðurskurði ásamt Kristni Pálssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. Einn Skagfirðingur er þó í liðinu.
Meira

Nýr formaður og stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldinn í síðustu viku. Þar var m.a. kjörin ný stjórn og formaður og ákveðið var að koma kvennaliði meistaraflokks í gang fyrir næsta tímabil.
Meira