Engar lóðir lausar á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður
24.07.2018
kl. 13.12
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði sem haldinn var í gær kom fram að hjá skipulags- og byggingarfulltrúa liggi fyrir umsóknir um lóðir fyrir einbýlishús í Túnahverfinu á Sauðárkróki. Öllum byggingarhæfum lóðum í hverfinu hafi verið úthlutað og beinir því nefndin því til Byggðarráðs að hefja framkvæmdir við gerð nýrrar götu, Melatúns.
Meira
