Skagafjörður

Unnur Valborg Hilmarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri SSNV

Þann 1. júlí næstkomandi mun Unnur Valborg Hilmarsdóttir taka við starfi framkvæmdastjóra SSNV. Unnur Valborg hefur áralanga reynslu af rekstri og stjórnun.
Meira

Á fjórða tug afreksnema fær styrk til náms við Háskóla Íslands

Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám í Háskóla Íslands í haust tóku við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í gær en sjóðurinn fagnar tíu ára afmæli í ár. Styrkþegarnir koma úr tólf framhaldsskólum víða af landinu eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs. Matthildur Kemp Guðnadóttir frá Sauðárkróki var ein nemanna.
Meira

Stólastúlkur með 5-0 sigur á Einherja

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú stig í gær með 5-0 sigri á Einherja frá Vopnafirði. Murielle Tiernan skoraði þrennu og Krista Sól Nielsen skoraði tvö. Með sigrinum tryggðu Stólarnir sér þriðja sæti deildarinnar með 9 stig meðan Fjarðab/Höttur/Leiknir gerði jafntefli og sitja því sæti neðar með 7 stig.
Meira

Verðmætum stolið í innbroti á Sauðárkróki

Lögreglan á Norðurlandi vestra vill vara fólk í Skagafirði og nágrenni við óprúttnum aðilum sem hugsanlega eru á ferli en nú í morgun var farið inn á heimili á Sauðárkróki og stolið miklum verðmætum. Eftir því sem kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar er byrjað að rannsaka málið en fólk er beðið um að hafa varan á sér og sjá til þess að hús og bílar séu læst.
Meira

Tindastóll og Leiknir skiptu stigunum á milli sín

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Leiknis Fáskrúðsfirði í 8. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Leikið var á gervigrasvellinum á Króknum og varð úr hinn mesti baráttuleikur sem á köflum var ansi líflegur. Leiknismenn voru yfir í leikhléi en Stólarnir komu fjallbrattir til leiks í síðari hálfleik og komust yfir en gestirnir jöfnuðu skömmu fyrir leikslok og lokatölur því 2-2.
Meira

Guðlaugur Þór fundaði með efnahagsmálaráðherra Tyrklands

Mannréttindi og mál Hauks Hilmarssonar voru á meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Nihat Zeybekci, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, ræddu á fundi á Hofsstöðum í Skagafirði í morgun. Guðlaugur Þór kom ennfremur á framfæri gagnrýni á hernað Tyrkja í Norður-Sýrlandi. Zeybekci er staddur hér á landi í tengslum við ráðherrafund EFTA sem nú stendur yfir á Sauðárkróki en í morgun var skrifað undir uppfærðan fríverslunarsamning EFTA og Tyrklands á Hólum í Hjaltadal. Áður en samningurinn var undirritaður áttu þeir Guðlaugur Þór stuttan fund.
Meira

Ánægjulegt að sá EFTA ríkin funda í Skagafirði

Þegar ég tók við sem utanríkisráðherra árið 2013 lá fyrir að fundur EFTA ríkjanna það ár yrði haldinn í Vestmannaeyjum. Ég tók þá strax ákvörðun um að næsti fundur á Íslandi, árið 2018, yrði haldinn í Skagafirði og fer hann nú fram.
Meira

Fríverslunarsamningar undirritaðir á Hólum í dag

Tveir fríverslunarsamningar verða undirritaðir á Hólum í Hjaltadal í tengslum við ráðherrafund fríverslunarsamtaka Evrópu á Sauðárkróki í dag, 25. júní. Annars vegar verður skrifað undir nýjan fríverslunarsamning EFTA við Ekvador og hins vegar verður uppfærður fríverslunarsamningur við Tyrkland undirritaður á.
Meira

Innritunum í verk- og starfsnám fjölgar um 33%

Nemendum sem innritast á verk- eða starfsnámsbrautir framhaldsskóla fjölgar umtalsvert, eða hlutfallslega um 33% frá síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun var mest ásókn í nám í rafiðngreinum, til dæmis rafeindavirkjun, rafveituvirkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun og hljóðtækni en einnig í málmiðngreinar svo sem blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun.
Meira

Nanna Rögnvaldar sæmd riddarakrossi

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní sæmdi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Meðal þeirra var Skagfirðingurinn Nanna V. Rögnvaldardóttir rithöfundur sem hlaut riddarakross fyrir ritstörf á sviði matarmenningar. Feykir hafði samband við Nönnu og byrjaði á að spyrja hvort þessi heiður hafi komið henni á óvart?
Meira