Skagafjörður

Fljótleg og góð súpa og ís á eftir

Eggert Þór Birgisson og Birgitta Pálsdóttir á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í 25. tbl. Feykis árið 2013 buðu upp á fljótlega súpu og ís á eftir. „Uppskriftin er af súpu sem Birgitta fékk hjá góðum vinnufélaga. Súpan er fljótleg og góð. Eftirmaturinn er ís með heitri sósu. Við skorum á Ásdísi Árnadóttur og Arnþór Gústafsson að koma með næstu uppskrift."
Meira

Í fótbolta er gaman

Það er óhætt að fullyrða að landinn sé heltekinn af fótboltahita þessa dagana en eins og allir vita er íslenska landsliðið á HM í Rússlandi og spila þar einmitt í dag sinn annan leik. Það verður líka nóg af fótbolta á Króknum um helgina en þá fer Landsbankamótið fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og nú fyrr í vikunni var samæfing yngri flokka Tindastóls, Smára og Neista á nýja gervigrasvellinum.
Meira

Skemmtileg helgi framundan

Um helgina fara fram hinir árlegu Lummudagar í Skagafirði en þeir voru fyrst haldnir árið 2009 og er þetta því í tíunda skiptið sem Skagfirðingar skreyta götur og heimreiðar með sínum litum.
Meira

Hólmar Örn og Lengri leiðin

Sjónvarpsstöðin N4 hefur undanfarið sýnt þætti um liðsmenn íslenska fótboltalandsliðsins frá landsbyggðunum og er Skagfirðingurinn Hólmar Örn Eyjólfsson á meðal þeirra. Í þættinum um Hólmar Örn kemur fram að lengi framan af hafði hann takmarkaðan áhuga á fótbolta en þegar á unglingsárin var komið ákvað hann að gefa sig allan í sportið og fara alla leið.
Meira

VSOT í Bifröst í kvöld

Hinir margrómuðu VSOT tónleikar verða haldnir i Bifröst í kvöld og samkvæmt síðustu fréttum hefjast þeir klukkan 20. Að sögn Þórólfs Stefánssonar, eins skipuleggjanda tónleikanna, verður þetta hátíð gleðinnar, kærleikans og vináttu og ekki síst hátíð listamanna sem eru búsettir á Krók eða af Króknum.
Meira

Ráðherrafundur EFTA haldinn á Sauðárkróki

Ráðherrar, þingmenn og samstarfsaðilar aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) koma saman til árlegs sumarfundar mánudaginn 25. júní nk. Fundurinn fer að þessu sinni fram á Sauðárkróki. Guðlaugur Þór Þórðarson stýrir fundinum en Ísland fer um þessar mundir með formennsku í EFTA.
Meira

Jón Grétar hlýtur Menntaverðlaun Háskóla Íslands

Tuttugu og fimm stúdentar víðs vegar af landinu tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við brautskráningar úr framhaldsskólum landsins nú í maí og júní. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent og var Jón Grétar Guðmundsson úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra einn verðlaunahafa.
Meira

Ný heildarútgáfa Íslendingasagna og þátta

Í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands var ný hátíðarútgáfa af Íslendingasögum og þáttum afhent afmælisnefnd við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu sunnudaginn 17. júní, en Alþingi fól afmælisnefnd að stuðla að heildarútgáfu Íslendingasagnanna á afmælisárinu.
Meira

Fjölnet hýsir fjárhagsáætlunarkerfi ríkisins

Fjársýsla ríkisins hefur samið við Fjölnet um hýsingu á fjárhagsáætlunarkerfi ríkisins en samningurinn kemur í kjölfar útboðs Fjársýslunar í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið. Fjörutíu stofnanir og ráðuneyti munu nýta sér kerfið sem ætlað er til að samræma og einfalda verklag við ársáætlanagerð.
Meira

Æðarfugladauði á Hrauni á Skaga

Í síðustu viku barst Matvælastofnun tilkynning um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir á Hrauni á Skaga og leiddi rannsókn hjá Tilraunastöð HÍ að Keldum á fuglunum að um fuglakóleru var að ræða. Fólki stafar ekki hætta af henni.
Meira